Málsnúmer 2206005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Allir tóku til máls.

Forseti lagði til að framlengdur verði gildistími skilmála sem verið hafa í gildi um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum. Lagt er til að 50% afsláttarkjör gildi áfram til 30. júní 2023, í samræmi við skilmála sem síðast voru samþykktir af bæjarstjórn og gilda áttu til 30. júní 2022.

GS tók til máls. Hann taldi að gefa ætti hærri afslátt af gatnagerðargjöldum, þar sem áhugi á lóðum væri ekki nægur.

JÓK minnti á að gefinn hefði verið 100% afsláttur gatnagerðargjalda fyrir nokkrum árum og það hefði ekki breytt mjög miklu, en tók vel í að skoða aukinn afslátt til reynslu.

Hann lagði til að veittur yrði 75% afsláttur tímabundið til loka þessa árs, til reynslu, af þeim lóðum sem afsláttur hefur gilt um.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Á 262. fundi sínum þann 9. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að veittur yrði 75% afsláttur af gatnagerðargjöldum þeirra tilteknu lóða sem 50% afsláttur hefur gilt um. Afsláttur þessi gildir frá samþykkt bæjarstjórnar 9. júní 2022 til áramóta.
Sjá bókun bæjarstjórnar hér: https://www.grundarfjordur.is/is/moya/one/meeting/case/2206005