Málsnúmer 2208004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 591. fundur - 25.08.2022

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar drög byggingarfulltrúa að gjaldskrá vegna efnistöku úr námum Grundarfjarðarbæjar.

Farið yfir fyrri bókanir og stefnumörkun bæjarstjórnar um efnistöku í námum bæjarins og drögin.

Til frekari afgreiðslu síðar.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 09:55

Bæjarstjórn - 272. fundur - 11.05.2023

Lögð fram tillaga að reglum og gjaldskrá fyrir efnistöku í námum Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum og gjaldskrá fyrir efnistöku úr námum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Lögð fram gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11. maí sl. Fyrir liggur tillaga um minniháttar breytingar með vísun í nýtingaráætlun fyrir námur í Hrafnsá o.fl.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lagt til að tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.