Málsnúmer 2302021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 601. fundur - 02.03.2023

Lagt fram erindi SnæHopp ehf. um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
Bæjarráð tekur vel í erindið.

Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að taka fyrir erindið og leggja mat á það.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Á 601. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl. var erindi Hopp á Snæfellsnesi vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en bæjarráð tók vel í erindið.

SnæHopp ehf. sækir um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í umsókn Snæhopps um leyfi til reksturs á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina.

Bæjarráð - 604. fundur - 28.04.2023

Lögð fram undirrituð samstarfsyfirlýsing Grundarfjarðarbæjar og Snæhopp ehf. um rafhjólaleigu í Grundarfirði, í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar þann 13. apríl sl.