Málsnúmer 2303020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 603. fundur - 13.04.2023

Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar, samstæðu og sjóða fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir með áritun sinni að vísa ársreikningnum til bæjarstjórnar og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 271. fundur - 13.04.2023

Lagðir fram ársreikningar samstæðu og sjóða vegna ársins 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2022 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.531 millj. kr., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.427 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 1.258 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.205 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 49,6 millj. kr., en rekstarafkoma A-hluta var neikvæð um 28,5 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 5,5 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 1.087,1 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, þar af nam eigið fé A-hluta 797,8 millj. kr. Eiginfjárhlutfall var 32,76%, en var 32,32% árið áður.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 1.905,4 millj. kr., en námu 1.891,5 millj. kr. árið 2021. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er 97,77% í samanteknum ársreikningi, en var 108,11% árið 2021. Hjá A-hluta var hlutfallið 93,76%, en var 96,55% á árinu 2021.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 266,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 86,8 millj. kr., en var 107,4 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 17:50
  • Marinó Mortensen - mæting: 17:50

Hafnarstjórn - 6. fundur - 08.05.2023

Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2022 lagður fram.

Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur hafnarsjóðs tæpar 203,5 millj. kr. árið 2022, en voru um 141 millj. kr. árið 2021. Það er tekjuaukning um 44% milli áranna 2021 og 2022.

Árið 2022 var landað 27.112 tonnum í 1.074 löndunum í Grundarfjarðarhöfn, en 23.677 tonnum í 1.032 löndunum árið 2021.

Rekstrargjöld, þar með talin laun, voru 97,6 millj. kr., en voru tæpar 63 millj. kr. árið 2021. Þar af var viðhald fasteigna rúmar 4,7 millj. kr., þegar búið var að greiða vátryggingarfé vegna skemmda á fasteign. Sami liður var 3,9 millj. kr. árið 2021.

Afskriftir fastafjármuna voru 12,8 millj. kr., samanborið við rúmar 12 millj. kr. árið 2021. Að teknu tilliti til afskriftanna og til fjármagnsgjalda, sem voru einungis 15 þús. kr., er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um tæpar 93 millj. kr. árið 2022, en var jákvæð um 65,9 millj. kr. árið 2021.

Fjárfest var fyrir 40,6 millj. kr. árið 2022. Fjárfestingar síðustu ára voru tæpar 42 millj. kr. árið 2021, 133,5 millj. kr. árið 2020 og 121,3 millj. kr. árið 2019, eða samtals rúmar 337 millj. kr. síðustu fjögur árin.

Þrátt fyrir þessar miklu fjárfestingar varð höfnin skuldlaus í mars 2022.

Ársreikningur Grundarfjarðarhafnar 2022 samþykktur samhljóða af hafnarstjórn.

Hafnarstjórn lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársins 2022.

Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra trausta og góða stjórnun og starfsfólki hafnarinnar sömuleiðis fyrir vel unnin störf.

Bæjarstjórn - 272. fundur - 11.05.2023

Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.

Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2022, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2022.

Allir tóku til máls.

Jónasi og Marinó var þakkað fyrir komuna og góða yfirferð.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 samþykktur samhljóða.

Gestir

  • Marinó Mortensen - mæting: 16:30
  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 16:30