Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu á vegum Mílu í samræmi við áætlun fyrirtækisins um lagningu á árinu 2023. Þar með verða 110 heimili í viðbót tengd ljósleiðara.
Frekari frágangur er í vinnslu á vegum verktaka fyrir Mílu og tengingar fyrir íbúa fara fram í ágúst.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa frágang í samræmi við þá afgreiðslu.