Málsnúmer 2309045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lagður fram tölvupóstur Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA), dags. 22. september 2023. Einnig lagt fram kæruskjal Lex lögmannsstofu til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. september sl., fyrir hönd kærenda, ásamt fylgiskjölum.Kærendur krefjast þess að ákvörðun Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja deiliskipulag fyrir hótel í landi Skerðingsstaða verði felld úr gildi. Einnig er þess krafist að úrskurðarnefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 130/2011.ÚUA óskar eftir gögnum sem málið varða fyrir 29. september næstkomandi og er Grundarfjarðarbæ gefinn kostur á að tjá sig um stöðvunarkröfuna til sama tíma. Frestur til að skila umsögn um efnisatriði kærunnar er hins vegar 15 dagar frá dagsetningu tilkynningar ÚUA.Halldór Jónsson, hrl. hjá Juris, kom inn á fundinn undir þessum lið í gegnum síma.Lögð fram drög Juris lögmannsstofu að svarbréfi Grundarfjarðarbæjar til ÚUA, hvað varðar stöðvunarkröfu kærunnar.Efnisatriði kæru eru í meginatriðum þau sömu og fram komu í athugasemdum kærenda við auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og sem skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn tóku til úrvinnslu og tóku afstöðu til á því stigi, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Afstaða í framlögðum drögum að svarbréfi staðfest. Vegna efnisatriða er bæjarstjóra falið að senda viðeigandi gögn og upplýsa um þau sjónarmið sem réðu ákvörðun á sínum tíma innan veitts frests.


--

JÓK vék af fundi eftir lok umræðna og ÁE tók þá sæti á fundinum, kl. 9:02.

Gestir

  • Halldór Jónsson hrl. - mæting: 08:46

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 256. fundur - 14.02.2024

Lagður fram til kynningar úrskurður dags. 6. febrúar 2024, frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.