256. fundur 14. febrúar 2024 kl. 16:30 - 19:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi var boðinn velkominn aftur til starfa.
Guðmundur Rúnar Svansson, nýr þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála, var boðinn velkominn til starfa og á sinn fyrsta fund með nefndinni.

1.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Í fjarfundi undir þessum lið voru þær Halldóra Hreggviðsdóttir og Kristborg Þráinsdóttir hjá Alta, sem skipulagsráðgjafar í verkefninu.

Í fjarfundi var einnig Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar, en bæjarfulltrúum var boðið að taka þátt í umræðum.



Lögð fram drög að lýsingu deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar vegna Ölkeldudals.









Nýr stýrihópur um skipulagsverkefnið (Davíð og Heiðrún) hefur hist einu sinni, frá síðasta fundi nefndarinnar, til yfirferðar um tillögugerðina, með skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum.

Rætt um þá valkosti að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Ölkeldudalssvæðið, þannig að til verði eitt heildarskipulag fyrir svæðið, eða að vinna breytingu fyrir þann hluta sem er innan Paimpol-garðs með áherslu á nýjar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði.

Rætt var um valkostina, sem báðir hafa kosti og galla. Samþykkt að miða við að skipulagslýsingin sé opin hvað þetta varðar.

Farið var yfir fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi og tilheyrandi breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra, ásamt fulltrúum í stýrihópi verkefnisins, að ljúka frágangi skipulagslýsingarinnar í samræmi við umræður fundarins.

Nefndin felur jafnframt skipulagsfulltrúa að birta og kynna skipulagslýsinguna. Nefndin stefnir að því að hafa opið hús á kynningartíma skipulagslýsingar, um lýsinguna og hugmyndir um skipulagsbreytingar. Ennfremur að hafa sérstakan fund með áhugasömum verktökum þar sem rýnt er í heppilegar húsgerðir á svæðinu.

2.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Í fjarfundi undir þessum lið voru þær Halldóra Hreggviðsdóttir og Kristborg Þráinsdóttir hjá Alta, sem skipulagsráðgjafar í verkefninu.

Í fjarfundi var einnig Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar, en bæjarfulltrúum var boðið að taka þátt í umræðum.



Lögð fram drög að vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár og tilheyrandi breytingu aðalskipulags.



Gerð grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað við vinnslu tillögunnar.
Nýr stýrihópur um skipulagsverkefnið (Jósef og Pálmi) hefur hist einu sinni, frá síðasta fundi nefndarinnar, til yfirferðar um tillögugerðina, með skipulagsfulltrúa, bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum.
Einnig var unnið með ráðgjöfum Eflu að gatna- og lóðahönnun, hæðarsetningu og hnitsetningu lóða.

Farið var yfir fyrirliggjandi drög að vinnslutillögu fyrir breytingu aðalskipulags vegna svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt fulltrúum í stýrihópi verkefnisins að ljúka frágangi vinnslutillögunnar, í samræmi við umræður fundarins.

Nefndin felur jafnframt skipulagsfulltrúa að birta og kynna frágengna vinnslutillögu. Nefndin stefnir að því að hafa opið hús á kynningartíma skipulagslýsingar, um lýsinguna og hugmyndir um skipulagsbreytingar.

3.Deiliskipulag Framnes 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Í fjarfundi undir þessum lið var Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar.



Lagt fram yfirlit Eflu frá janúar sl. um tímalínu verkefnisins.



Rætt um framgang verkefnisins, áherslur og sýn í verkefninu.

4.Grundargata 63 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2402010Vakta málsnúmer

Viðarfell ehf. sækir um lóð við Grundargötu 63 fyrir parhús.



Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-3). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-3 segir: "Lóð nr. 63 er óbyggð en hana er heimilt að nýta fyrir íbúðarhúsnæði og/eða þjónustustarfsemi."





Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Grundargötu 63 til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.

Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir jafnframt að "Þegar sótt [sé] um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn [...] ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr."
Umræða um grenndarkynningu fer fram þegar hugmyndir umsækjanda um húsgerð og fyrirkomulag á lóð hafa borist.

5.Fellsendi - Stöðuleyfi

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Sæbrún hf. sækir um stöðuleyfi fyrir tjald innan landareignar Fellsenda. Tjaldið mun standa á steyptri stétt nálægt íbúðarhúsinu að Fellsenda.

Sótt er um til 12 mánaða, þ.e. frá 1. febrúar 2024 - 1. febrúar 2025.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við framlagða umsókn, til 1. febrúar 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

6.Hjallatún 2 - Skil á lóð

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning lóðarhafa um skil á lóðinni að Hjallatúni 2.



Lóðin hefur verið sett aftur á lista yfir lausar lóðir, en ný mörk lóðarinnar eru í samræmi við breytingu á deiliskipulagi sem gerð var á síðasta ári. Lóðin er auglýst með fyrirvara um að gera megi á henni frekari breytingar við yfirstandandi deiliskipulagsgerð á svæðinu.



7.Skerðingsstaðir - kæra nr. 112_2023

Málsnúmer 2309045Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður dags. 6. febrúar 2024, frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

8.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 2310011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins dags. 26. september 2023 til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.

9.Matvælaráðuneyti - Boð um þátttöku í samráði Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 2401024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur matvælaráðuneytis dags. 22. janúar 2024 þar sem boðið er til samráðs um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu nr. 3/2024, sem er að finna í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur er til 14. febrúar 2024 að veita umsögn.



10.Umhverfisstofnun - Loftslagsdagurinn 2024

Málsnúmer 2402001Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun 24. janúar 2024, um Loftslagsdaginn 2024 sem fram fer þann 28. maí nk. í Hörpu og beinu streymi.







11.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Rædd og kynnt önnur viðfangsefni.




A) Umræða um jarðvegsnýtingu
Formaður tekur upp umræðu um að mikilvægt sé að geta bent á stað/staði í eða við þéttbýlið, þar sem losa megi uppgröft og jarðvegsefni, t.d. úr húsgrunnum, sem nýta mætti í uppfyllingar og landmótun. Tilgreind voru og rædd ákveðin svæði, eins og skíðasvæði, hafnarsvæði o.fl.
Skipulagsfulltrúa falið að skoða nánar, ræða við hagsmunaaðila á viðkomandi svæðum og undirbúa kynningu á losunarstöðum.

B) Umræða/ákvörðun um úthlutun lóða á miðbæjarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðum á miðbæjarreit (Grundargata 31 og 33, Hamrahlið 6 og 8) verði úthlutað sameiginlega, í einu lagi, til frekari þróunar og uppbyggingar, í samræmi við stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039.
Áréttað verði skýrt í upplýsingum um lausar lóðir og þróunarreiti, að lóðunum verði úthlutað saman í einu lagi.

C) Lausar lóðir.
Lauslega kynntur nýr vefur um lausar lóðir bæjarins sem nú er í vinnslu.

D) Umhverfisfrágangur og umhverfisrölt.
Nefndin ræddi um frágang og umhirðu á lóðum og um þau úrræði sem til eru, til að þrýsta á um betri umgengni og frágang.
Einnig rætt um ástand og fjölda gáma sem staðsettir eru á lóðum hér og þar, oft í slæmu ásigkomulagi, eða í andstöðu við lagaákvæði um nýtingu þeirra.

Samþykkt að taka þetta málefni til umræðu á næsta fundi nefndarinnar og ennfremur að ákveða þá dagsetningar fyrir árlegt umhverfisrölt í vor.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:50.