Málsnúmer 2409014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2024.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.

Rætt um breytingar á þjónustugjaldskrám.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Hafnarstjórn - 14. fundur - 28.10.2024

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2025.

Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 627. fundur - 30.10.2024

Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2024 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 636. fundur - 02.05.2025

Lögð til breyting á gjaldskrártexta, hvað varðar föstudagstímana í leikskólanum, milli 14-16.

Rætt um hvort gera þurfi breytingar á gjaldskrá leikskóla vegna sérstaks skráningartíma á föstudögum, sbr. umræðu á fundi skólanefndarfundi 27. mars sl. Til frekari skoðunar.

Bæjarstjórn - 300. fundur - 12.06.2025



Forseti leggur til að bæjarráði verði falið að rýna gjaldskrá fyrir leikskóla og hafa m.a. hliðsjón af minniháttar breytingum sem hafa verið gerðar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 639. fundur - 03.07.2025

Heiðdís leikskólastjóri var boðin velkomin á fundinn.



Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla nokkurra sveitarfélaga.

Rætt um fyrirkomulag á starfsemi leikskólans, eftir þær breytingar sem gerðar voru á starfsdögum, fyrirkomulagi á föstudögum (milli 14-16) og sem leiddu af 36 tíma vinnuviku, sem tók gildi 1. nóvember sl.

Rætt um útfærslur á gjaldskrá fyrir leikskólann, í samhengi við þessar breytingar.

Gera þarf ráð fyrir því í gjaldskrá hvernig eigi að mæta skráningardögum í Dymbilviku.
Auk þess var rætt um hvort breyta eigi gjaldtöku fyrir föstudagstímana, frá 14-16, en í dag eru 14 börn af 33 að nýta skráningartíma frá 14-16 á föstudögum.

Bæjarráð tekur þetta til skoðunar við breytingu á gjaldskrá, sem ákveðin verður síðar.

Leikskólastjóra var þakkað fyrir komuna.

Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 10:00