Málsnúmer 2409014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga 2024.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.

Rætt um breytingar á þjónustugjaldskrám.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Hafnarstjórn - 14. fundur - 28.10.2024

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2025.

Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 627. fundur - 30.10.2024

Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 291. fundur - 14.11.2024

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2024 hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða.