Málsnúmer 2501008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 31.01.2025

Íbúðin að Hrannarstíg 36 var auglýst til sölu í byrjun janúar sl.

Ásett verð var 39,5 millj. kr. og í auglýsingu kom fram nánari lýsing fasteignarinnar og skilmálar sölunnar.



Í desember sl. fól bæjarráð bæjarstjóra umboð til að auglýsa og annast framkvæmd sölu íbúðarinnar,

Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um gang mála.

Tilboð voru opnuð 22. janúar sl. og bárust tvö tilboð, annað uppá 34 millj. kr. og hitt 34,5 millj. kr.

Gert er gagntilboð til þess bjóðanda sem átti hærra tilboðið af tveimur og hefur viðkomandi frest til 4. febrúar nk. til að bregðast við því.

Bæjarstjórn - 295. fundur - 13.02.2025

Lögð fram til kynningar samþykkt kauptilboð dags. 5. febrúar 2025 og kaupsamningur dags. 12. febrúar 2025 vegna sölu á raðhúsinu að Hrannarstíg 36.

Bæjarstjórn - 296. fundur - 13.03.2025

Lagður fram til kynningar kaupsamningur og viðbót við samninginn vegna sölu á Hrannarstíg 36. Afhending eignar hefur farið fram.