Bæjarstjóri sagði frá því að Helena Ólafsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hefði fyrr í dag tilkynnt að hún þyrfti að segja starfi sínu lausu, af fjölskylduástæðum.
Af þeim sökum þurfi að ákveða hvernig haga eigi ráðningu í starfið, en bæjarstjórn ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.
Gengið var frá ráðningu í starfið í lok apríl sl. og skipaði bæjarstjórn þá tvo bæjarfulltrúa, Davíð Magnússon og Loft Árna Björgvinsson, til að taka þátt í ráðningarferli, viðtölum við umsækjendur og mat á umsóknum.
Gestir
- Loftur Árni Björgvinsson bæjarfulltrúi - mæting: 16:15
Samþykkt samhljóða.