Málsnúmer 2502024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 633. fundur - 28.02.2025

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjóra falið að auglýsa starf íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar, en um er að ræða starf sem bæjarstjórn ræður í, skv. 2. gr. starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 298. fundur - 28.04.2025

Lagðar fram þær umsóknir sem bárust um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem auglýst var 22. mars sl. Umsóknarfrestur rann út 2. apríl sl.



Níu umsóknir bárust.



Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengin til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum við mat á umsóknum, viðtölum og raunhæfu verkefni.



Bæjarstjórn hafði skipað tvo bæjarfulltrúa til að taka þátt í ráðningarferli, viðtölum við umsækjendur og mat á umsóknum.



Sex umsækjendum var boðið í viðtöl á grundvelli matsröðunar. Einn þeirra dró umsókn sína til baka í ferlinu. Viðtöl fóru fram fyrir og eftir páska.



Það er bæjarstjórn sem ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.



Bæjarstjórn fór yfir framlögð gögn umsækjenda og fyrirliggjandi mat, að loknum viðtölum.

Bæjarstjórn þakkar öllum umsækjendum fyrir umsóknir þeirra og sýndan áhuga á starfinu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Helenu Ólafsdóttur í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi og svara öðrum umsækjendum.

Jafnframt þakkar bæjarstjórn Ólafi Ólafssyni samstarfið, en hann hefur verið íþrótta- og tómstundafulltrúi í tæp 4 ár.

Bæjarráð - 640. fundur - 18.08.2025

Bæjarstjóri sagði frá því að Helena Ólafsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hefði fyrr í dag tilkynnt að hún þyrfti að segja starfi sínu lausu, af fjölskylduástæðum.



Af þeim sökum þurfi að ákveða hvernig haga eigi ráðningu í starfið, en bæjarstjórn ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.



Gengið var frá ráðningu í starfið í lok apríl sl. og skipaði bæjarstjórn þá tvo bæjarfulltrúa, Davíð Magnússon og Loft Árna Björgvinsson, til að taka þátt í ráðningarferli, viðtölum við umsækjendur og mat á umsóknum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita til ráðgjafa VinnVinn ráðningarstofunnar, sem aðstoðaði við ráðningarferlið í apríl sl., um svör við tilteknum spurningum sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarfulltrúunum Davíð og Lofti Árna sama umboð og síðast, til að ákveða næstu skref og taka þátt í framhaldandi eða nýju ráðningarferli um starfið, eftir atvikum.

Gestir

  • Loftur Árni Björgvinsson bæjarfulltrúi - mæting: 16:15

Bæjarráð - 641. fundur - 28.08.2025

Lagt fram minnisblað starfshóps um ráðningu í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögum um næstu skref í ferlinu.



Hópinn skipa bæjarfulltrúarnir Davíð Magnússon og Loftur Árni Björgvinsson, en fundað var 21. og 27. ágúst. Bæjarstjori og skrifstofustjóri sátu einnig fundina.

Fyrir liggur uppsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Brýnt er að manna starfið sem fyrst og er því lagt til að unnið verði úr þeim umsóknum sem bárust um starfið í mars sl. í ljósi breyttrar stöðu og að fyrra ráðningarferli sé endurvakið. Umsóknir um opinber störf gilda í sex mánuði og eru umsóknir því enn gildar, að því leyti sem umsækjendur samþykkja það.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa tillögu fulltrúanna og felur þeim áframhaldandi umboð til að vinna að ráðningarferlinu.

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

Á 641. fundi bæjarráðs, 28. ágúst sl., var samþykkt að endurvekja ráðningarferli um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, frá því fyrr á árinu. Í því fólst að vinna áfram úr þeim níu umsóknum sem þá bárust um starfið.



Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengin til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið sl. vor og voru þau einnig til ráðgjafar í þessu framhaldandi ferli. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum við mat á umsóknum og viðtali.



Það er bæjarstjórn sem ræður í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á grundvelli 2. gr. Starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Hinrik Konráðsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Ráðningarsamningur hefur verið gerður og mun Hinrik hefja störf 1. október nk.

Jafnframt þakkar bæjarstjórn Helenu Ólafsdóttur fyrir samstarfið, en hún mun vinna út septembermánuð.