Á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Hamra, þar sem sumarbústaðaland yrði tengt við þjóðveg sunnan vegar.
Skipulagsfulltrúa var falið að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Vegagerðin samþykkti fyrir sitt leyti að vegtenging yrði sett sunnan þjóðvegar í landi Hamra, en benti þó jafnframt á að samkvæmt veghönnunarreglum þyrftu hið minnsta að vera 400 metrar milli vegtenginga. Með vísan til þess yrði því ekki hægt að bæta við annarri vegtengingu síðar.