Málsnúmer 2505018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 269. fundur - 10.06.2025

Eigandi sumarbústaðalóðar í landi Hamra sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja fyrsta áfanga að aðkomuvegi. Einungis á að gera vegtengingu við þjóðveg og fara yfir skurð upp að girðingu.



Ekki er til deiliskipulag af lóðinni, en framkvæmdaraðili sendi til glöggvunar einfalda skissu af hugmyndum sínum um byggingarreiti og framtíðarvegstæði aðkomuvegar sem yrði gerður síðar.



Framkvæmdaraðili hefur þegar haft samráð við Vegagerðina um vegstæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti legu vegar að umræddu landi, sbr. framlögð gögn, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 270. fundur - 20.08.2025

Á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Hamra, þar sem sumarbústaðaland yrði tengt við þjóðveg sunnan vegar.



Skipulagsfulltrúa var falið að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Vegagerðin samþykkti fyrir sitt leyti að vegtenging yrði sett sunnan þjóðvegar í landi Hamra, en benti þó jafnframt á að samkvæmt veghönnunarreglum þyrftu hið minnsta að vera 400 metrar milli vegtenginga. Með vísan til þess yrði því ekki hægt að bæta við annarri vegtengingu síðar.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við hlutaðeigandi hagaðila (landeiganda jarðarinnar Hamra og mögulega fleiri) og gefa út framkvæmdaleyfi þegar samkomulag um staðsetningu vegtengingar sunnan þjóðvegar liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum sínum við landeigendur Hamra frá síðasta fundi.



Skipulagsfulltrúi greindi frá samskiptum við eiganda lóðar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegtengingar við þjóðveg og að sent verði bréf á nýjan landeiganda Hamra og hann upplýstur um samskipti við lóðarhafa og Vegagerðina, áður en framkvæmdaleyfi verði gefið út.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að málinu sé lokið með þessum hætti.