Nefndin fær til umsagnar erindi Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð (landi) í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að beiðandi geti látið fara fram kostgæfnisathugun í samstarfi við fjárfesta.
Beiðnin felur í sér að viðkomandi lóð (land) verði ekki boðin öðrum til sölu á tímabilinu, né verði skipulagsskilmálum hennar breytt. Um er að ræða afmarkað svæði fyrir mannvirki, ofan þéttbýlis.
Erindinu verður svarað af bæjarstjórn, en nefndin hefur það til umsagnar vegna skipulagsþáttar málsins.
Nefndin vekur athygli á að um er að ræða umfangsmikið svæði, eins og það er afmarkað í erindinu, og telur að ekki liggi fyrir forsendur á þessu stigi, til að taka ákvörðun sem skuldbinda muni bæinn við kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta.