Málsnúmer 2509008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 271. fundur - 09.09.2025

Nefndin fær til umsagnar erindi Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð (landi) í eigu Grundarfjarðarbæjar, til að beiðandi geti látið fara fram kostgæfnisathugun í samstarfi við fjárfesta.



Beiðnin felur í sér að viðkomandi lóð (land) verði ekki boðin öðrum til sölu á tímabilinu, né verði skipulagsskilmálum hennar breytt. Um er að ræða afmarkað svæði fyrir mannvirki, ofan þéttbýlis.



Erindinu verður svarað af bæjarstjórn, en nefndin hefur það til umsagnar vegna skipulagsþáttar málsins.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur fyrir sitt leyti, að hér sé á ferðinni áhugaverð hugmynd sem vert sé að skoða, en að hún muni kalla á skipulagsbreytingar.

Nefndin vekur athygli á að um er að ræða umfangsmikið svæði, eins og það er afmarkað í erindinu, og telur að ekki liggi fyrir forsendur á þessu stigi, til að taka ákvörðun sem skuldbinda muni bæinn við kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta.

Bæjarstjórn - 301. fundur - 11.09.2025

Fyrir liggur beiðni Halldórs Hildimundarsonar, dags. 12. ágúst 2025, um þriggja mánaða einkarétt á kostgæfnisathugun á lóð í eigu Grundarfjarðarbæjar.



Bæjarstjórn hefur farið yfir erindið og lýsir yfir eftirfarandi:

1. Grundarfjarðarbær mun ekki, næstu þrjá mánuði frá dagsetningu þessarar bókunar, eiga í samskiptum eða viðræðum við aðra aðila um það svæði sem vísað er til í beiðninni varðandi kaup eða leigu eða samþykkja skipulagsbreytingar á svæðinu sem gætu breytt forsendum verkefnisins.

2. Grundarfjarðarbær er ekki reiðubúinn að skuldbinda sig til viðræðna um kaup eða leigu á landinu í heild eða hluta á þessu stigi.

Framangreint felur hvorki í sér samþykki á greiðsluþátttöku bæjarstjórnar eða loforð um kauprétt á því svæði sem erindið tekur til.

Bæjarráð - 646. fundur - 30.10.2025

Lagðar fram viðbótarspurningar frá málsaðila.



Halldór Jónsson hrl. var gestur fundarins undir þessum lið.

Farið yfir spurningar í framlögðu erindi, m.t.t. afstöðu bæjarstjórnar til þeirra.

Lagt til að fulltrúar bæjarins hitti málsaðila á fundi fljótlega.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Halldór Jónsson hrl. - mæting: 16:45