Málsnúmer 2510017

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 302. fundur - 09.10.2025

Tillaga lögð fram um að stofna samráðshóp, skipaðan fulltrúum úr helstu nefndum bæjarins, til að undirbúa uppbyggingu OP-5, útivistarkraga ofan byggðar. Hópurinn hafi það hlutverk að vinna með hagaðilum að því að rýna svæðið ofan byggðar, skv. aðalskipulagsskilmálum, og draga fram helstu óskir og forsendur fyrir nýtingu svæðisins.



Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns menningar- og markaðsmála, og felur þeim að fylgja tillögunni eftir í framkvæmd.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Jósef Ó. Kjartansson og Loft Á. Björgvinsson sem fulltrúa bæjarstjórnar í hópinn.

Samþykkt samhljóða.