Málsnúmer 1804039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 512. fundur - 25.04.2018

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði staða skipulags- og byggingafulltrúa.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Farið yfir málefni Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa starf skipulags- og byggingafulltrúa aftur laust til umsóknar.

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Starf skipulags- og byggingafulltrúa hefur nú verið auglýst í tvígang án þess að umsóknir hafi borist í starfið.

Til máls tóku JÓK, HK, ÞS, RG og SÞ.

Lagt til að bæjarráði, í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra, verði veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins. Í því felst einkum að leita að starfsmanni með tímabundna ráðningu í huga, en aðrar leiðir gætu einnig komið til greina.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Bæjarráð leggur til að starf skipulags- og byggingafulltrúa verði auglýst að nýju. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skoða möguleika á að kaupa þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála og ennfremur að skoða samstarf á Snæfellsnesi

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 516. fundur - 09.08.2018

Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.

Starf skipulags- og byggingafulltrúa var nýverið auglýst í þriðja sinn. Þrjár umsóknir bárust um starfið, auk eins erindis sem óljóst er af gögnum hvort sé umsókn. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum til að upplýsa um hæfni umsækjenda.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.Bæjarráð - 517. fundur - 14.08.2018

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, sat fundinn undir þessum lið.

Í ljós hefur komið að umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa voru fjórar, en kallað var eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum.

Eftir yfirferð á umsóknum er ljóst að enginn umsækjenda uppfyllir nauðsynleg skilyrði skv. auglýsingu um starfið. Á grundvelli mats á fyrirliggjandi gögnum hafnar bæjarráð því öllum umsóknum.

Samþykkt samhljóða.

Á 218. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.