Málsnúmer 1803061

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 213. fundur - 04.04.2018

Til máls tóku RG, JÓK, HK, SÞ og ÞS
Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða dags. 26. mars sl., þar sem tilkynnt er um styrk, sem sjóðurinn hefur veitt til uppbygginagar bílastæða og aðstöðu við Kirkjufellsfoss. Alls er styrkurinn 61,9 m.kr.

Bæjarráð - 517. fundur - 14.08.2018

Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk vegna gerðar nýs bílastæðis við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir landeigendum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Lagður fram samningur milli Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2018 um styrk vegna verkefnis við framkvæmdir við áningarstað við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri sagði frá viðræðum við landeigendur um mögulegar breytingar á samningnum, með aðkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að óska breytinga á samningnum í samráði við landeigendur.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram drög að samningi Grundarfjarðarbæjar við fyrirtækið Sanna landvætti um bílastæði við Kirkjufellsfoss ásamt beiðni Grundarfjarðarbæjar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í júlí 2019 um að verkþáttur vegna bílastæða verði tekinn út úr framkvæmdaáætlun vegna styrkveitingar við áningarstaðinn Kirkjufellsfoss.

Sannir landvættir höfðu áður gert samning við landeigendur Kirkjufells. Félag á þeirra vegum tekur þá yfir rekstur bílastæðisins og sinnir þjónustu á því. Bílastæðinu yrði þá afsalað til félagsins gegn greiðslu framkvæmdakostnaðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka samingaviðræðum við Sanna landvætti á þeim grunni sem framlögð gögn sýna. Endanlegur samningur verður lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram drög að samningi Grundarfjarðarbæjar við fyrirtækið Sanna landvætti ehf. varðandi bílastæði við Kirkjufellsfoss. Sannir landvættir höfðu áður gert samning við landeigendur Kirkjufells. Félag á þeirra vegum tekur þá yfir rekstur bílastæðisins og sinnir þjónustu á því. Bílastæðinu yrði afsalað til félagsins gegn greiðslu framkvæmdakostnaðar, en verkþáttur vegna bílastæða var tekinn út úr framkvæmdaáætlun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna styrkveitingar við áningarstaðinn Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri sagði frá því að athugasemdir hafi borist frá landeiganda Sólbakka vegna landamerkja gagnvart jörðinni Kirkjufelli, en erindið snýr að landeigendum jarðarinnar Kirkjufells.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 571. fundur - 14.07.2021

Undirritaður samningur við Sanna landvætti lagður fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar.
Bæjarstjóri skýrði breytingar sem gerðar hafa verið síðan drög að samningi voru lögð fyrir bæjarstjórn, einkum á 1. og 4. gr. samnings.

Samningurinn samþykktur samhljóða.