588. fundur 16. maí 2022 kl. 16:30 - 18:36 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Framkvæmdir 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Byggingarfulltrúi kynnti gerð útboðsgagna, þar á meðal kostnaðaráætlun fyrir klæðningu íþróttahúss.

Kostnaðaráætlun verksins er yfir því sem áætlað var í verkið við gerð fjárhagsáætlunar og á þá eftir að taka tillit til undirbúningsvinnu og verkeftirlits, sem Efla sér um.

Farið yfir kostnað og umfang verks, tegund klæðningar, tengsl við orkuskipti hússins og grófhönnun á anddyri, sem hefur verið í gangi.

Lagt til að farið verði í framkvæmdir við klæðningu og gluggaskipti á austurhlið íþróttahúss, en vesturhlið látin bíða.

Byggingarfulltrúa falið að leita eftir tillögum að efnisvali og útliti vegna klæðningar á íþróttahúsi í samræmi við umræður á fundinum.

Jafnframt lagt til að fengið verði tilboð í hönnun á neðri hluta vesturhliðar íþróttahúss m.t.t. aðgengis og sundlaugargarðs m.t.t. lagna vegna orkuskiptalausna, annarra lagna og hugmynda um rennibraut.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 16:30
  • Ólafur Ólafsson - mæting: 16:30

2.Leikskólinn Sólvellir - Skipulag skólastarfs 2022

Málsnúmer 2203043Vakta málsnúmer

Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Ragnar Smári Guðmundsson, varaformaður skólanefndar, sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram samantekt frá fundi bæjarfulltrúa með starfsfólki leikskólans þann 6. apríl sl.

Farið yfir málefni leikskólans og þá sérstaklega rekstur eldhúss fyrir leik- og grunnskóla og fyrirkomulag þess.

Bæjarráð, vill í samræmi við fyrri umræður, leita lausna á fyrirkomulagi á rekstri eldhúss leikskólans, þar sem eldað er nú fyrir bæði leik- og grunnskóla. Er það gert til að létta tímabundið á rekstri eldhúss leikskólans.

Lagt til að leitað verði eftir tilboðum fyrirtækja í bænum til að sjá um skólamat fyrir grunnskólann næsta skólaár.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ragnar Smári Guðmundsson, varaformaður skólanefndar - mæting: 17:50
  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 17:50
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:36.