Málsnúmer 2401018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 616. fundur - 24.01.2024Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt þeim Ólafi, Sævari og Sigurði Val, þau verkefni sem farin eru af stað sem og verkefni framundan.

Rætt var um hönnun sundlaugargarðs og hvað felst í þeirri vinnu, rennibraut o.fl.
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæði, merkingar á tjaldsvæði, stöðu verkefna í Þríhyrningi, fyrirhugaða uppsetningu leiktækja fyrir yngstu börnin á Hjaltalínsholti, fyrirhugaðar framkvæmdir í kringum gömlu spennistöðina, framkvæmdir í samkomuhúsi vegna gjaldhliðs fyrir salerni sem opin eru ferðafólki og fyrirkomulag salernisaðstöðu. Einnig rætt um gatnagerð næsta sumar, þar sem lögð er áhersla á gangstéttar á Hrannarstíg.

Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á vesturhlið íþróttahúss, en skipta á um glugga og hurðir og gera múrviðgerðir. Rætt um breytingar á aðkomuleiðum (hurðir) til að bæta aðgengi og neyðaraðkomu. Sigurður Valur sýndi teikningar og tillögur þar að lútandi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þá útfærslu sem tillaga er gerð um og verða teikningar unnar um þær.

Gestir

  • Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna - mæting: 10:25
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 10:35
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 10:10

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir framgang nokkurra stórra verkefna;

Glugga- og hurðaskipti í íþróttahúsi/sundlaug. Fengin hafa verið tilboð í hurðir, glugga- og gluggaskipti, sem þurfa að fara fram á sama tíma og framkvæmdir vegna uppsetningar á varmadælum, svo ekki þurfi að loka sundlaug tvisvar. Varmadæluverkefnið verður unnið samhliða og gert er ráð fyrir að orkuskipti fari fram í júní nk.
Þakviðgerð - viðgerð á þaki yfir anddyri er í undirbúningi, en ekki tókst að fá viðgerð á því á síðasta ári. Þak grunnskólabyggingar hefur lekið við tónlistarskóla, en verður lagfært strax og veður leyfir.
Sögumiðstöð - framkvæmdir ársins eru í undirbúningi
Leiktæki/leikvellir - undirbúningar er í gangi við kaup á leiktækjum og öðrum tilheyrandi framkvæmdum.

Skipulagsfulltrúi hefur rætt við iðnaðarmenn bæjarins og fór með þeim yfir fyrirhuguð verkefni, til að tryggja að verkefni verði unnin innan þeirra tímamarka sem sett eru.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 09:30

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024ÁE og SGG véku af fundi undir þessum lið og í þeirra stað komu Marta Magnúsdóttir (MM) og Davíð Magnússon (DM).

Allir tóku til máls.

Farið yfir teikningar af kjallara íþróttahúss. Að umfjöllun lokinni er lagt til að farið verði í verðkönnun á verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

MM og DM yfirgáfu fundinn og ÁE og SGG tóku á ný sæti sín á fundinum.

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Lögð fram tilboð sem aflað var í gjaldhlið fyrir salerni í samkomuhúsi.Farið yfir tilboðin.

Bæjarráð telur mikla þörf á að almenningssalerni séu opin í þéttbýli Grundarfjarðar, með góðu aðgengi og góðum opnunartíma. Þar sem slík aðstaða er ekki rekin í Grundarfirði hefur bærinn undanfarin ár tekið salernisaðstöðu samkomuhússins í slík not.

Á meðan notast er við þá lausn og að fenginni reynslu, telur bæjarráð brýnt að viðhafa gjaldtöku fyrir afnot af salernunum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á gjaldhliði í samkomuhúsi í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 620. fundur - 26.04.2024

Farið yfir helstu framkvæmdir sem eru í gangi og undirbúningi.

1. Gangstéttir á Hrannarstíg

Thijs Kreukels fór yfir rýni sína á götum/gangstétt á Hrannarstíg og Sif H. Pálsdóttir yfir hönnun á Hrannarstíg, en gengið var frá hönnun hans á síðasta ári.
Rætt um frágang og ýmis atriði sem snerta aukið umferðaröryggi og stefnu aðalskipulags um að neðri hluti Hrannarstígs verði gönguvæn gata.

Samþykkt að gögn vegna gangstétta frá bílaþvottaplani/leikskólalóð og niður að Hrannarstíg verði útbúin til verðkönnunar (vestanmegin í götunni). Frágangur við Hrannarstíg 3 og 5 verði skoðaður nánar.

Fram fari samtal við húseigendur á svæðinu.

Frágangur við innkomu að lóð Samkaupa verði ræddur við lóðarhafa, en fyrir liggur deiliskipulag sem lóðarhafar unnu fyrir lóð verslunarinnar á sínum tíma.

2. Kjallari íþróttahúss - tillaga

Bæjarstjóri sagði frá breytingum innanhúss í kjallara íþróttahúss, sem miða að því að nýta sem best fjármagn sem ætlað var í tengslum við orkuskipti og nýtingu hluta hússins til þess. Sigurbjartur Loftsson er bænum til ráðgjafar um frágang og fyrirkomulag í rýminu.

3. Kirkjufellsfoss - staða framkvæmda

Bæjarstjóri sagði frá undirbúningsvinnu við frágang og framkvæmdir við Kirkjufellsfoss. Ætlunin er að setja í útboð/verðkönnun stíga og palla austanmegin við fossinn, skv. hönnun Landslags á svæðinu. Framkvæmdir fari aðallega fram í haust. Einnig er í gangi samtal við Sanna landvætti, um frágang á svæðinu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi - mæting: 08:35
  • Thijs Kreukels samgöngusérfræðingur hjá VSB - mæting: 08:35
  • Sif Hjaltdal Pálsdóttir landslagsarkitekt hjá Landslagi - mæting: 08:35

Bæjarráð - 621. fundur - 06.06.2024

Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum gangstéttar á Hrannarstíg og framkvæmdir í kjallara íþróttahúss.
Lára Lind sagði frá framkvæmdum sem í undirbúningi eru í húsnæði Sögumiðstöðvar. Brýnasta verkefnið eru viðgerðir vegna rakaskemmda í syðsta hluta hússins. Rýmið hefur verið tekið út og hreinsað. Jafnframt rætt um umgengni í húsinu. Lára Lind vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.

Sigurður Valur kom inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Hann fór yfir stöðu framkvæmda í íþróttahúsi, gluggaskipti í sundlaug og framkvæmdaþörf í Sögumiðstöð. Hann sagði frá áformum um endurbætur í kjallara íþróttahúss og fór yfir teikningar sem fyrir liggja af verkinu. Framkvæmdir fela í sér umbætur sem kominn var tími á, s.s. á brunavörnum, rafmagni, loftræstingu og almennu fyrirkomulagi og viðhaldi í húsinu. Skipulagsfulltrúa var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna kostnað við klæðningu sundlaugarbyggingar að vestanverðu og tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Jafnframt er honum falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda/viðgerða í Sögumiðstöð í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi (gegnum fjarfund) - mæting: 19:01
  • Lára Lind Jakobsdóttir, forstöðumaður bókasafns og menningarmála - mæting: 17:40