622. fundur 27. júní 2024 kl. 09:00 - 12:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að bæta við fundinn tveimur dagskrárliðum, annars vegar fundargerð 174. fundar skólanefndar, eins og áformað var í fundarboði, og verður nr. 6 í dagskránni.
Auk þess erindi sem barst í morgun, frá Sigurborgu Knarran Ólafsdóttur, sem verður dagskrárliður nr. 7. Aðrir dagskrárliðir færast aftur sem þessu nemur.

Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri og Sigurborg Kn. Ólafsdóttir, fulltrúi starfsfólks á skólanefndarfundum, sátu fundinn sem gestir undir dagskrárlið 6.1.

1.Lausafjárstaða 2024

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Rekstraryfirlit 2024

Málsnúmer 2405025Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-mars 2024, ásamt málaflokkayfirliti.

Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða fyrstu þriggja mánaða ársins 8,3 millj. kr. undir áætlun tímabilsins (jákvæð niðurstaða).

Skatttekjur eru yfir áætlun, sem er jákvætt, og flestir rekstrarliðir eru á pari við áætlun eða undir áætlun, fjármagnskostnaður er undir áætlun, en snjómokstur fer mest fram úr áætlun (um er að ræða áætlun fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins).

3.Launaáætlun 2024

Málsnúmer 2406017Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir áætluð og greidd laun janúar-maí 2024.



Farið yfir niðurbrot áætlunar niður á deildir.

Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir launaáætlun fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Þess ber þó að geta að launaleiðréttingar þeirra kjarasamninga sem nú liggja fyrir, aftur í tímann, eru ekki inní þessari tölu.

4.Tíu ára yfirlit 2014-2023

Málsnúmer 2405028Vakta málsnúmer

Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit Grundarfjarðarbæjar, A- og B-hluta, með upplýsingum úr ársreikningum og lykiltölum áranna 2014-2023.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 259

Málsnúmer 2406000FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 259. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram til kynningar tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar.

    Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins á fjarfundi undir þessum lið.

    Aðalskipulagsbreytingin er hluti af yfirstandandi vinnu við gerð nýs deiliskipulags Ölkeldudals.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Farið yfir framlagða tillögu og hún rædd.

    Framlögð vinnslutillaga um breytingu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 samþykkt samhljóða.

    Ábending úr umræðum; að við gerð lokatillögu verði skoðuð betur útfærsla á mörkum reita ÍB-5 og AF-2, syðst.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og þar með vinnslutillögu um breytingu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039, sem unnin er í tengslum við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Rætt var um vinnu við tengingu miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis og um skoðun á lóðarmálum á svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi sögðu frá vinnu við skoðun á lóðarmálum og samtölum við hagsmunaaðila á svæðinu.

    Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lögmann bæjarins um lóðamál og áætlun, og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

  • Tekin var til kynningar og umræðu deiliskipulagsforsögn fyrir suðursvæði hafnarinnar, þar sem fram kemur tillaga um nánari útfærslu á stefnumörkun gildandi aðalskipulags um nýja landfyllingu og vegtengingu milli hafnarsvæðis norður og suður. Því fylgir efnistaka úr sjó og er nú unnið að undirbúningi umsóknar um leyfi til slíkrar efnistöku, í tengslum við áform um landfyllingu.

    Ennfremur lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um verkþætti og tímarás fyrir verkefnið.

    Tillagan er unnin af hafnarstjórn og hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögu hafnarstjórnar um þróun og uppbyggingu á suðursvæði hafnarinnar og lýsir yfir ánægju með hana.

    Bókun fundar Bæjarráð tekur undir með skipulags- og umhverfisnefnd og lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu.

  • Lögð fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar sem hefur fallist á og staðfest óverulega breytingu á aðalskipulagi vegna fjögurra lóða í Fellabrekku, sbr. framlagt bréf stofnunarinnar dags. 23. maí sl.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Þegar teikningar berast frá lóðarhafa verða þær teknar til afgreiðslu í nefndinni, með grenndarkynningu í huga.
  • Byggingarfulltrúa barst formleg fyrirspurn um það hvort samþykkt yrði að breyta bílskúr að Fagurhólstúni 2 í íbúð. Fram kom í fyrirspurninni að íbúðin yrði ekki sérstök eign heldur hluti af fasteign á umræddri lóð.

    Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið var fyrirspurninni vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

    Davíð Magnússon vék af fundinum undir þessum lið.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytt not og að skráning bílskúrs breytist í íbúð og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 57B. Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Lóðinni að Grundargötu 57 er skipt í þrjá hluta (57, sem er leigð RARIK undir spennistöð, 57B og 57C) auk þess sem hluti lóðarinnar verður almenningsrými.
    Lóðin 57B verður 153,7 m2 að stærð.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl. og fól skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum lóðarblöðum og bæjarstjóra að undirrita.

    Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Grundargötu 57B.
  • Lögð fram tillaga um nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 57C.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Lóðinni að Grundargötu 57 er skipt í þrjá hluta (57, sem er leigð RARIK undir spennistöð, 57B og 57C) auk þess sem hluti lóðarinnar verður almenningsrými.

    Lóðin 57C verður 389,3 m² að stærð.

    Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk.
    Bókun fundar
    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 57C.

  • Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað með breyttum lóðarmörkum á Grundargötu 59. Bæjarstjórn samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 13. júní sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 1027 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1586,3 m² eða um 559,3 m².

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti breytt lóðarmörk á fundi sínum þann 13. júní sl. og fól skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegum lóðarblöðum og bæjarstjóra að undirrita.

    Bæjarráð staðfestir framlagða útgáfu nýs lóðarblaðs fyrir lóðina Grundargötu 59.
  • Lagt fram lóðarblað fyrir Grundargötu 82 sem felur í sér lagfæringu og óverulega breytingu á núverandi lóðarmörkum. Í breytingunni felst að lóðin minnkar úr 1168,0 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1128,2 m² eða um 39,8 m².
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagt nýtt lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 82.
  • Lagt fram lóðarblað fyrir Grundargötu 90 sem felur í sér lagfæringu og óverulega breytingu á núverandi lóðarmörkum. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 1168,0 m² skv. fasteignaskrá HMS í 1193,2 m² eða um 25,2 m².

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Samþykkt samhljóða að mæla með því að bæjarráð samþykki breytt lóðarmörk. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og framlagt nýtt lóðarblað fyrir lóðina Grundargötu 90.
  • 5.11 2401018 Framkvæmdir 2024
    Lagðar fram til kynningar hönnunarteikningar vegna gangstétta og tilheyrandi blágrænna svæða við Hrannarstíg neðan Grundargötu og inní götuna Sólvelli, sem og vegna gangstéttar við Nesveg og neðsta hluta Borgarbrautar. Auk þess gögn um frágang ofarlega á Hrannarstíg, þar sem lögð verður hellulögð rönd meðfram malbikaðri gangstétt.

    Einnig rætt um framkvæmdir Mílu, en verktaki á vegum fyrirtækisins hefur hafið framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga við lagningu ljósleiðara í þéttbýli Grundarfjarðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Farið yfir framlögð gögn og rætt um framkvæmdir, sem eru að hluta til hafnar.
  • 5.12 2205033 Umhverfisrölt
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Vegna veðurfars o.fl. var umhverfisrölti frestað fyrr í mánuðinum.

    Samþykkt að bjóða uppá árlegt umhverfisrölt dagana 1. og 2. júlí næstkomandi, en þó með nýju sniði.

    Samþykkt að fyrra kvöldið, mánudaginn 1. júlí, kl. 19:30, verði boðið í "umhverfisspjall", þ.e. opið hús og kynningu í Sögumiðstöðinni. Þar gefist íbúum kostur á að ræða um umhverfismál og framkvæmdir, og að leggja fram óskir um svæði sem tekin verði til skoðunar kvöldið eftir.

    Þriðjudagskvöldið 2. júlí kl. 19:30 verði íbúum boðið í umhverfisrölt um bæinn, m.a. með hliðsjón af spjalli kvöldinu áður.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 259 Rætt um gáma á lóðum og að gert verði átak í stöðuleyfum, einkum vegna illa útlítandi gáma sem ekki eru til prýði í umhverfinu. Til nánari umræðu síðar.

6.Skólanefnd - 174

Málsnúmer 2406005FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða 174. fundargerð skólanefndar.
  • Undir þessum lið var fjallað um innramats-skýrslu leikskólans og drög að skóladagatali komandi skólaárs ásamt tillögu um starfstíma.

    Gestir undir þessum lið voru Margrét Sif Sævarsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla, Sigurborg Knarran Ólafsdóttir fulltrúi kennara og Katrín Elísdóttir fulltrúi foreldra. Auk þeirra Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði, í fjarfundi.

    Skólanefnd - 174 1. Skólastjóri og Gunnþór kynntu skýrslu leikskólans um innra mat, sem nú liggur fyrir. Unnið er í samræmi við gæðaviðmið í skólastarfi sbr. nýja menntastefnu Grundarfjarðarbæjar sem samþykkt var 2023. Leikskólinn hefur þó unnið með þessi viðmið síðastliðin 2 ár, með stuðningi Ásgarðs.

    Að því loknu vék Gunnþór af fundi.


    2. Tekin var til umræðu annars vegar framlögð tillaga um skóladagatal leikskólans.
    Auk þess tillaga um lokun leikskóla kl. 14:00 á föstudögum og fylgdu útreikningar leikskólastjóra á vinnustundafjölda starfsmanna skv. kjarasamningum, annarsvegar skv. gildandi kjarasamningum og hinsvegar skv. fyrirliggjandi ósamþykktum samningstillögum milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem gerir ráð fyrir að vinnuvika verði 36 virkar vinnustundir fyrir 100% starf, en á samningaborði Sambandsins og Starfsgreinasambandsins er sambærileg tillaga.

    Mikil umræða varð, einkum um tillögu um lokun á föstudögum, um leiðir sem önnur sveitarfélög hafa farið til að mæta áskorunum á leikskólastiginu og um þarfir allra aðila í skólasamfélaginu.

    Skólanefnd ákvað að fresta umræðu og afgreiðslu á þessum lið. Boðað var til framhaldsfundar miðvikudaginn 26. júní.

    Hér viku gestir af fundinum og var þeim þakkað fyrir umræður og innlegg.
    ---

    Eftirfarandi er bókun skólanefndar af framhaldandi fundi sínum, sem haldinn var þann 26. júní 2024 kl. 17:00 og lauk kl. 19:00, auk þess sem nefndin vísar í framlagða tillögu sína til bæjarráðs:

    Undanfarin ár hefur leikskólastigið staðið frammi fyrir vanda sem felst í sér fækkun á faglærðu starfsfólki, erfiðleikum við að manna stöður og aukinni starfsmannaveltu. Vinnuumhverfið hefur breyst hratt, með þörf fyrir viðbótarmönnun vegna aukinna orlofsréttinda allra starfsmanna (30 daga orlof á ári), styttingu vinnuvikunnar, auknum undirbúningstíma í leikskólum o.fl. Þessi vandi er útbreiddur um allt land og hefur sannarlega komið niður á starfsemi leikskólastigsins og orðið til þess að þyngja allt starf hans.

    Ljóst er að skólanefnd Grundarfjarðarbæjar þarf og vill mæta þessum áskorunum leikskólastigsins með vel ígrunduðum aðgerðum og í takt við það sem önnur sveitarfélög hafa verið að grípa til á síðustu mánuðum og misserum.

    Í upphafi þessa árs lét skólanefnd gera könnun meðal foreldra leikskólabarna, þar sem könnuð var afstaða foreldra til styttingar starfstíma á Sólvöllum. Spurt var um tiltekna valkosti og hvernig þeir hentuðu fjölskyldum. Skólanefnd vildi hafa þau sjónarmið til hliðsjónar, auk samtals við leikskólastjórnendur, við umfjöllun um starfstíma leikskólans og afgreiðslu skóladagatals.

    Þess ber einnig að geta að í gær, þann 25. júní, var samþykktur fyrrnefndur kjarasamningur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem felur m.a. í sér að frá og með 1. nóvember nk. verður gert ráð fyrir 36 virkum vinnustundum starfsfólks (Kjölur) m.v. 100% starfshlutfall.

    Skólanefnd hefur farið yfir framlagðar tillögur, en leggur meðfylgjandi tillögu fyrir bæjarráð. Með henni vonast skólanefnd til að hægt sé að vinna að breytingum, í skrefum, leikskólastiginu til hagsbóta. Með tillögunni telst skóladagatal samþykkt, þó með fyrirvara um breytingu á haustfríi skv. framlagðri tillögu.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar
    Umfjöllun bæjarráðs um þennan lið á fundi skólanefndar:

    Bæjarráð bauð gestum inná fund bæjarráðs undir þessum lið, þeim Margréti Sif Sævarsdóttur leikskólastjóra og Sigurborgu Kn. Ólafsdóttur, sem sat fund skólanefndar sem fulltrúi starfsfólks Leikskólans Sólvalla, sbr. einnig erindi hennar undir dagskrárlið nr. 7.

    Farið var yfir það atriði sem snýr að skóladagatali leikskólans og starfstíma, en stjórnendur leikskólans höfðu lagt til ákveðna tillögu fyrir fund skólanefndar.

    Leikskólastjóri og fulltrúi kennara gerðu athugasemdir við störf skólanefndar vegna umræðu um skóladagatal og tillögu leikskólans, og var það rætt á fundinum.

    Var þeim kynnt tillaga og afgreiðsla skólanefndar, sem nú liggur fyrir með 174. fundargerð nefndarinnar og farið yfir efni tillögunnar.
    Tillagan er í megindráttum eins og tillaga leikskólastjórnenda, fyrir utan nálgun um opnunartíma á föstudögum. Auk þess leggur skólanefnd til að dvalartími 12-16 mánaða barna verði að hámarki 6 dvalarstundir, þó með nánari útfærslu skólastjórnenda. Sjá nánar tillöguna undir fundargerð skólanefndar.

    Að loknum góðum umræðum var gestunum þakkað fyrir komuna á fundinn.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um skóladagatal og starfstíma, sbr. framlagt skjal/tillögu nefndarinnar.
    Fyrirkomulagið taki gildi 1. nóvember nk., samhliða breyttum forsendum sem felast í nýjum kjarasamningum, sem ná mun til meirihluta starfsmanna í leikskólanum, og gerir ráð fyrir 36 virkum vinnustundum á viku hjá þeim sem eru í 100% starfi.

    Fyrirkomulagið skv. tillögunni, einkum hvað varðar starfstíma á föstudögum, verði kynnt fyrir foreldrum og staðan síðan metin.
  • Farið var yfir framlögð gögn; skýrslu grunnskólans og Eldhamra um innra mat og tillögu um skóladagatal komandi skólaárs.

    Gestir fundarins voru Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskólans og Sylvía Rún Guðnýjardóttir, fulltrúi foreldra. Fulltrúar kennara komust ekki á fundinn.

    Skólanefnd - 174 Skólastjóri kynnti framlagða skýrslu og starf við innra mat grunnskólans, sem unnið er í samræmi við gæðaviðmið í skólastarfi sbr. nýja menntastefnu.

    Framhald umræðu um skóladagatal, frá síðasta fundi nefndarinnar. Nefndin hefur lagt áherslu á samræmingu í skóladagatali allra skólastofnana bæjarins.

    Skólanefnd samþykkir framlagt skóladagatal fyrir grunnskólann 2024-2025.

  • Vísað er í umræður um næsta dagskrárlið á undan; framlögð innramatsskýrsla fyrir Eldhamra og grunnskóla.

    Einnig lagt fram skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra.

    Sömu gestir og undir dagskrárlið 2.

    Skólanefnd - 174 Undir dagskrárlið 2 var farið yfir innramatsskýrsluna.

    Skóladagatal Eldhamra lagt fram og rætt.
    Í ljósi umræðu um skóladagatal Leikskólans Sólvalla leggur skólanefnd áherslu á að endanlegt dagatal Eldhamra taki einnig mið af nýjum, komandi kjarasamningum og að höfð verði þá hliðsjón af dagatali Leikskólans Sólvalla.

    Skólastjóri mun uppfæra dagatalið með hliðsjón af umræðum fundarins.

  • Rætt um endurbætur á húsnæði Tónlistarskólans og lagðar fram teikningar yfir breytingar í húsnæðinu.

    Ennfremur lagt fram skóladagatal komandi skólaárs og minnispunktar aðstoðarskólastjóra um starfið í vetur.

    Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans er gestur undir þessum lið, auk skólastjóra og fulltrúa foreldra.
    Skólanefnd - 174 Farið var yfir þær breytingar sem gerðar verða á rými tónlistarskólans, en þær eru hluti af endurbótum á húsnæðinu í kjallara íþróttahúss, sem tengjast orkuskiptum skóla- og íþróttamannvirkja, o.fl. Framkvæmdirnar gætu haft áhrif á skólastarf tónlistarskólans í upphafi komandi skólaárs.

    Linda María fór yfir framlagða minnispunkta sína um starfsemina og rætt var um starfið.

    Framlagt skóladagatal tónlistarskólans fyrir komandi skólaár var samþykkt.

    Hér vék Linda María af fundi og var henni þakkað fyrir komuna og innlegg á fundinn.

  • Framlagt bréf með undirskriftum foreldra nemenda við Grunnskóla Grundarfjarðar með áskorun til skólanefndar um að Grunnskólinn verði símalaus grunnskóli frá og með næsta skólaári.

    Sigurður Gísli og Sylvía Rún sitja fundinn áfram undir þessum lið.


    Skólanefnd - 174 Umræður um erindið og farið yfir þær reglur sem gilda um símanotkun í grunnskólanum í dag.

    Skólanefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur foreldra af áhrifum af símanotkun nemenda, en skilur ennfremur þörfina fyrir að skólastarf og daglegt líf nemenda byggi þó að hluta til á notkun símtækja.
    Skólanefnd leggur til að innan grunnskólans verði farið í það á haustdögum, að efna til samtals allra aðila um símanotkun og skólabrag, með það að leiðarljósi að nemendurnir sjálfir séu virkir þátttakendur í að móta það fyrirkomulag sem heppilegast þykir með farsæld þeirra í huga.


    Hér viku Sigurður Gísli og Sylvía Rún af fundi og var þeim þökkuð koman og innlegg þeirra á fundinum.

    Bókun fundar Umfjöllun bæjarráðs um þennan lið á fundi skólanefndar:

    Bæjarráð fór yfir erindi foreldra og afgreiðslu skólanefndar.

    Bæjarráð lýsir sig hlynnt tillögu foreldra um símabann í grunnskóla.

    Bæjarráð fellst engu að síður á tillögu skólanefndar sem byggir á þeim rökum að málefnið verði tekið til uppbyggilegrar umræðu með öllum þeim sem símabann snertir, ekki síst nemendum sjálfum, eins og gert hefur verið í fjölmörgum grunnskólum. Samþykkt samhljóða.

  • Lögð fram tilkynning um úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla, en Grunnskóli Grundarfjarðar hlaut 200.000 kr. styrk til endurmenntunarverkefnis.
    Skólanefnd - 174
  • Lögð fram til kynningar Íbúakönnun landshlutanna 2023, könnun gerð af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi meðal innflytjenda, en niðurstöður snerta m.a. skólastarf.

    Skólanefnd - 174

7.Sigurborg Knarran Ólafsdóttir - Bréf v. leikskóla

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Erindið snertir dagskrárlið 6.1. og í því eru gerðar athugasemdir við störf skólanefndar.

Umræður sem snerta erindið fóru fram undir dagskrárlið 6.1.

8.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Sigurður Valur Ásbjarnarson sat fundinn undir þessum lið.

Sif Hjaltdal Pálsdóttir arkitekt hjá Landslagi kom inná fundinn að hluta undir þessum lið.





Farið yfir og rætt um helstu framkvæmdir sumarsins:

- Hrannarstígur norður - steyptar verða nýjar gangstéttar á neðanverðum Hrannarstíg, ca. frá Kjörbúðinni og niður að Nesvegi, og inní Sólvelli.
- Fram kom að bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með fulltrúa Samkaupa um framkvæmdirnar, sem auk þess eru kynntar fyrir lóðarhöfum á svæðinu.

- Hrannarstígur - steypa/endurbæta á gangstéttina framan við Sögumiðstöðina við Hrannarstíg. Sif Hjaltdal Pálsdóttir hjá Landslagi gerði grein fyrir valkostum um breytingar á lóð, bílastæðum o.fl. á þessum kafla.

- Hrannarstígur efri hluti - ætlunin er að helluleggja rönd við malbikaða gangstétt og afmarka hana þannig frá götu. Mál í vinnslu.

- Nesvegur - í þessari viku er verið að steypa nýja gangstétt neðst á Borgarbraut eftir Nesvegi og upp Hrannarstíg.

- Fagurhólstún og Fagurhóll; Í tengslum við framkvæmdir við lagningu ljósleiðara, hefur Míla fengið leyfi til að brjóta upp gangstéttar öðrum megin í Fagurhólstúni, sem og innst í Fagurhóli og á Fagurhóli á hluta frá Hrannarstíg og upp að hroni við Eyrarveg. Tækifærið verður nýtt og steypt breiðari gangstétt í Fagurhólstúni, en Grundarfjarðarbær greiðir mismun á móti Mílu. Í Fagurhól (kirkjubrekku) verður gangstétt malbikuð þegar færi gefst næst til, í framhaldi af malbikaðri gangstétt á Hrannarstíg.

- Kjallari íþróttahúss - Sigurður Valur fór yfir framvindu í framkvæmdum við endurbætur í kjallara íþróttahúss, í tengslum við orkuskiptin og að öðru leyti. Samið er við verktaka á grundvelli tilboða, um allflesta verkþætti við framkvæmdirnar. Eftirlit er í höndum Sigurðar Vals.

- Leiksvæði og skólalóðir - bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við uppsetningu nýrra leiktækja á lóðum leik- og grunnskóla, og eins er ætlunin að koma upp leiktækjum á Hjaltalínsholti og í Sæbóli.

9.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Umræður um starfsemi og gjaldskrá leikskóla, sbr. tillögu sem fyrir liggur í fundargerð 174. fundar skólanefndar fyrr í vikunni.





Rætt um breytingu á gjaldskrá í tengslum við tillögu skólanefndar.

Bæjarstjóra falið að undirbúa tillögu um gjaldskrárbreytingu og leggja fyrir annan fund í bæjarráði, sem haldinn verði fljótlega.

10.Umferðarrýni og bráðabirgðaráðstafanir á skóla- og íþróttasvæði

Málsnúmer 2406035Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um bráðabirgðaráðstafanir til að auka öryggi vegfarenda við grunnskóla og íþróttahús.

Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar.

Bæjarráð lýsir ánægju með tillögurnar og er bæjarstjóra falið að skoða hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Niðurstaða sýnatöku við útrásir í sjó við Grundarfjörð

Málsnúmer 2405022Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um eftirlit sem fram fór 14. maí 2024 vegna fráveitu bæjarins. Einnig punktar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins í tölvupósti dags. 29. maí sl.



Auk eftirlitsskýrslu og tölvupósts framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, er lagt fram Excel-skjal með niðurstöðum sýnatöku í sjó við útrásir í þéttbýli Grundarfjarðar sem fram fór þann 14. maí sl.

Í tölvupósti framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands kemur fram boð um að fara yfir þessar niðurstöður á fundi með fulltrúum bæjarins, að loknum sumarleyfum. Bæjarráð tekur undir það og óskar eftir að slíkur fundur fari fram.

Í athugasemd er lagt fyrir Grundarfjarðarbæ að gera tillögu að áhrifamati og senda til heilbrigðiseftirlitsins vegna mögulegra áhrifa sem fráveitan kanna að hafa á umhverfi sitt, aðallega í sjó.
Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir leiðbeiningum eða fordæmum um gerð slíks áhrifamats.

Bæjarstjóri kynnti einnig að hún muni á næstu dögum ljúka vinnu sem í gangi er við umsókn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um styrk vegna fráveituframkvæmda. Inní þá umsókn eru m.a. nýttar niðurstöður eða skilaboð úr þessari úttekt Heilbrigðiseftirlitsins.

12.Skotfélag Snæfellsness - Fyrirhugað PRS Stórmót 2025

Málsnúmer 2406041Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skotfélagi Snæfellsness, Skotgrund, dags. 7. júní sl., þar sem kynnt er að undirbúningur sé hafinn á alþjóðlegu PRS skotmóti sem haldið verður á skotsvæði félagsins í Kolgrafafirði í júní 2025.



Ennfremur lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem haldinn var 21. júní sl. með fulltrúum félagsins um fyrirhugað mót.



Bæjarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsins og þá miklu uppbyggingu sem hefur verið á svæðinu á þeirra vegum.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um fyrirhugað fjölþjóðlegt mót og þær hugmyndir sem fram eru komnar, sbr. minnispunkta, um hvernig unnt er að veita félaginu liðsinni við undirbúning og framkvæmd mótsins.

Bæjarráð leggur til að erindið verði einnig kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

13.Jeratún - Minnisblað Deloitte

Málsnúmer 2406014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 13. maí 2024, tekið saman af Deloitte, endurskoðendum Jeratúns ehf., sem er í eigu þriggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi.



Minnisblaðið er tekið saman fyrir stjórn Jeratúns ehf. varðandi lagalegar heimildir félagsins til að greiða út fjármuni til hluthafa sinna og áhrif útgreiðslu.

14.Þórunn Kristinsdóttir - Samningur um afnot af hundagerði 2024

Málsnúmer 2406030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við landeiganda Háls um afnot af svæði undir hundagerði, fyrir leyfishafa og greiðendur hundaleyfa 2024.



Samskonar samningur var gerður fyrir hálft ár 2023, en þessi samningur tekur til notkunar allt árið 2024.





15.HMS - Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 2406034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur HMS, dags. 21. júní 2024, um fyrirhugaða auglýsingu eftir umsóknum í annarri úthlutun fyrir árið 2024 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk.



16.SSV - Minnisblað frá fundi um vegamál 10. maí 2024

Málsnúmer 2405013Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sem tekið er saman af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), af fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og forstjóra Vegagerðarinnar, sem haldinn var á Breiðabliki 10. maí sl.



Fundinn sátu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV.



Bæjarráð tekur undir lokaorð minnisblaðsins, þar sem segir að góðar samgöngur séu lykilatriði í nútímasamfélagi. Það megi ekki gerast að Vesturland sitji eftir þegar
kemur að viðhaldi og nýframkvæmdum við vegi í landshlutanum.

17.SSV - Íbúakönnun landshlutanna 2023

Málsnúmer 2406037Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningargögn úr íbúakönnun landshlutanna 2023, þar sem sérstaklega er leitað eftir afstöðu innflytjenda til búsetugæða. Að könnuninni standa meðal annars Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.



18.SSV - Viðskiptahugmyndir á Vesturlandi, viðhorfskönnun

Málsnúmer 2405006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu, unnin af SSV og gefin út í apríl 2024.

19.SSV - Samkomulag um samráð gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 2406039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing, undirrituð 16. maí 2024, um svæðisbundið samráð á Vesturlandi um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á svæðinu.

20.UMFG - Ársuppgjör 2023

Málsnúmer 2406026Vakta málsnúmer

Lagt fram ársuppgjör UMFG fyrir árið 2023.

21.Lífsbrú - Gulur september - forvarnir gegn sjálfsvígum

Málsnúmer 2406036Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf um Gulan september, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.



Með gulum september er leitast við að auka meðvitund samfélagsins

um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Þessu tengjast Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, sem er 10. september, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, sem er 10. október.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2024

Málsnúmer 2401021Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 31. maí sl.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 12:45.