Málsnúmer 1810022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

Fyrir liggja drög að skýrslu um þróun tekna og helstu fjárhagsstærða Grundarfjarðarbæjar sem SSV hefur unnið að.
Lokaður dagskrárliður.

Páll S. Brynjarsson og Vífill Karlsson, frá SSV, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir drög að skýrslu, sem á eftir að fullklára.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leita til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að taka til athugunar framlög til Grundarfjarðarbæjar úr sjóðnum.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Lögð fram drög að skýrslu Vífils Karlssonar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um þróun tekna og fjárhagsþátta Grundarfjarðarbæjar.

Í yfirferð Vífils og bæjarstjóra eftir síðasta fund bæjarstjórnar var ákveðið að skýra nokkra þætti frekar. M.a. hefur verið óskað frekara niðurbrots frá Jöfnunarsjóði og frekari gögnum um skiptingu útsvars frá Hagstofu.
Drögin sem nú liggja fyrir eru með smávægilegri viðbót frá síðustu útgáfu, en eru að öðru leyti í vinnslu.