185. fundur 14. apríl 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 467

2.Hafnarstjórn - 4

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 155

4.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 80

Málsnúmer 1503005FVakta málsnúmer

Leiðangur Mörtu Magnúsdóttur á Norðurpólinn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Mörtu Magnúsdóttur um 50.000 kr. til kaupa á nauðsynlegum búnaði vegna ferðar sinnar á Norðurpólinn.

5.Ungmennaráð - 3

6.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar og stofnana 2014

Málsnúmer 1504012Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og Kristinn Kristófersson fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2014.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 869,7 millj. kr., þar af voru 733,8 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð upp á 41,8 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 13,1 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 17,8% en 13,4% af A hluta.
Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.435 millj. kr. og skuldaviðmið 161,1% en var 173,1% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi er 492,8 millj. kr. í árslok 2014 og eiginfjárhlutfall er 25,6% en var 22,2% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 105,7 millj. kr. og handbært fé í árslok 44,9 millj. kr. en var 63,5 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grundarfjarðarbæjar árið 2014 til síðari umræðu.

7.Breyting á deiliskipulagi Framness. Nesvegur 4 og 4b

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 21. janúar sl., varðandi tillögu að breytingu að deiliskipulagi Framness, austan Nesvegar. Jafnframt lagðir fram tölvupóstar frá skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. mars sl. til Skipulagsstofnunar og svarpóstur Skipulagsstofnunar frá 26. mars sl. Í bréfi Skipulagsstofnunar er enn tekið á því að nauðsynlegt sé að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi samanber lýsingu á aðalskipulagsbreytingu frá 2013 eða fresta deiliskipulagsbreytingunni þar til heildarendurskoðun aðalskipulagsins er auglýst.

Allir tóku til máls.

Tillaga að bókun:
”Bæjarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingarferli á Framnesi verði haldið áfram. Lýsing var auglýst í desember 2013. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa að láta gera tillögu að aðalskipulagsbreytingunni að teknu tilliti til innsendra athugasemda við lýsinguna á aðalskipulagsbreytingunni.
Jafnframt verði óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna deiliskipulagsbreytinga á svæðinu með það í huga að finna leið til þess að flýta afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar eins og frekast er kostur.“

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

8.Tilkynning um arðgreiðslu Sorpurðunar Vesturlands

Málsnúmer 1504014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 17. apríl nk.

10.Fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands 25.03.2015

11.827. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundi slitið - kl. 18:30.