23. fundur 13. nóvember 2025 kl. 11:00 - 11:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

AK er í fjarfundi.

1.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer

Lögð fram endurbætt gögn vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, sem samþykkt voru af hafnarstjórn á 22. fundi hennar 3. nóvember sl., þ.e. greinargerð og uppdráttur með smávægilegum endurbótum sem gerðar voru eftir fund hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar 10. nóv. sl.





2.Hafnarsvæði suður - skipulagsforsendur og breytingar

Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer

Á 13. fundi hafnarstjórnar 5. september 2024 samþykkti hafnarstjórn tillögu til bæjarstjórnar um að óskað yrði eftir þátttöku Vegagerðarinnar í gerð nýs vegar á fyrirhugaðri landfyllingu sunnan Miðgarðs Grundarfjarðarhafnar, í tengslum við skipulagsvinnu á suðursvæði hafnarinnar. Tillagan var staðfest af bæjarstjórn á 289. fundi hennar 12. september 2024.



Fyrir þennan fund er lagt fyrir þetta fyrra erindi, með endurbótum, þ.e. breyttum upplýsingum um stærð hins stækkaða hafnarsvæðis og fleira.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða uppfært bréf, erindi til bæjarstjórnar, með breyttum stærðum og fleira, sem lagfært hefur verið til samræmis við deiliskipulagsvinnuna sem farið hefur fram um þetta svæði.

3.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar - ákvörðun um matsskyldu

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindi til Skipulagsstofnunar, bréf með tilkynningu um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, ásamt greinargerð um málið, í samræmi við deiliskipulagstillögu sem nú er fram komin (vinnslutillaga).



Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu; tilkynningu til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að senda tilkynninguna til Skipulagsstofnunar, að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 11:35.