Málsnúmer 2511003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 272. fundur - 10.11.2025

Lögð var fram greinargerð í samræmi við dagskrárlið 3 "Stækkun hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar sunnan Miðgarðs", sem er fylgigagn með tilkynningu til Skipulagsstofnunar um ákvörðun um matsskyldu stækkunarinnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að framangreind greinargerð verði send Skipulagsstofnun.

Gestir

  • Herborg Árnadóttir, ráðgjafi, Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, formaður bæjarráðs, í fjarfundi - mæting: 15:00
  • Garðar Svansson, bæjarfulltrúi og fulltrúi í hafnarstjórn - mæting: 15:00
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00

Hafnarstjórn - 23. fundur - 13.11.2025

Lögð fram drög að erindi til Skipulagsstofnunar, bréf með tilkynningu um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar, skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, ásamt greinargerð um málið, í samræmi við deiliskipulagstillögu sem nú er fram komin (vinnslutillaga).



Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu; tilkynningu til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna stækkunar hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að senda tilkynninguna til Skipulagsstofnunar, að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar.