25. fundur 04. desember 2025 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Arnar Kristjánsson var í fjarfundi.

1.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi vinnugögn:



- Minnispunktar vinnufundar með Vegagerðinni Vestursvæði sem fram fór 1. desember sl. Þar var farið yfir ýmis atriði tengd þjóðvegi og umferð í skipulagstillögu, eins og hún var lögð fram á vinnslustigi.



- Samantekt skilaboða af samráðsfundum um vinnslutillögu 17. nóv. sl., en þetta skjal var einnig lagt fram á síðasta fundi hafnarstjórnar.



- Vinnuskjal með tillögum að áherslum og breytingum eftir samráðsfundi, fundi hafnarstjórnar og aðra vinnu að tillögunni.



- Auk þess birt gögn á Skipulagsgátt, umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu.



Hafnarstjórn fór yfir framlögð gögn með skipulagsráðgjafa.

Farið lauslega yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust, en helstu skilaboðin verða tekin saman í yfirlit fyrir fund skipulags- og umhverfisnefndar 8. des. nk.

Hafnarstjórn ræddi um helstu efnisatriði í skipulagstillögu, s.s. um fjölda og stærð lóða, fyrirkomulag þeirra og skilmála, um þarfir á hafnarsvæði, um tilhögun vegar og fleira.

Vinna þessa fundar verður nýtt til frekari útfærslu skipulagstillögu.

Mánudaginn 8. desember nk. er stefnt að sameiginlegri umræðu hafnarstjórnar, bæjarfulltrúa og skipulags- og umhverfisnefndar um þetta mál, og verður það hluti af dagskrá fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 16:30

2.Deiliskipulag Framness austan við Nesveg

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Þann 2. desember sl. lauk kynningu/auglýsingatíma deiliskipulags fyrir hafnarsvæði á Framnesi austan Nesvegar. Búið er að minnka svæðið sem nemur Norðurgarði, en hann fer undir nýtt deiliskipulagssvæði (sjá mál nr. 1 á dagskrá þessa fundar).



Lagðar fram þær umsagnir sem bárust. EFLA er að vinna samantekt á efni þessara umsagna og verða þær teknar fyrir á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 8. des. nk. og viðbrögð ákveðin við þeim.



Engar athugasemdir frá hafnarstjórn, en umsagnir sem bárust eru nánast samhljóða þeim umsögnum sem bárust við fyrri auglýsingu þessarar skipulagstillögu.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:00.