Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi vinnugögn:
- Minnispunktar vinnufundar með Vegagerðinni Vestursvæði sem fram fór 1. desember sl. Þar var farið yfir ýmis atriði tengd þjóðvegi og umferð í skipulagstillögu, eins og hún var lögð fram á vinnslustigi.
- Samantekt skilaboða af samráðsfundum um vinnslutillögu 17. nóv. sl., en þetta skjal var einnig lagt fram á síðasta fundi hafnarstjórnar.
- Vinnuskjal með tillögum að áherslum og breytingum eftir samráðsfundi, fundi hafnarstjórnar og aðra vinnu að tillögunni.
- Auk þess birt gögn á Skipulagsgátt, umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu.
Gestir
- Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 16:30
Arnar Kristjánsson var í fjarfundi.