Málsnúmer 2301003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar).

Hafnarstjórn - 3. fundur - 09.01.2023

Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar).

Hafnarstjórn vísar í umfjöllun um dagskrárlið 1, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi.

Tillagan er eingöngu lögð fram til kynningar og er til áframhaldandi vinnslu.
Engin afstaða er því tekin til efnis hennar.

Hafnarstjórn - 4. fundur - 23.01.2023

Lögð fram til umfjöllunar í hafnarstjórn vinnsludrög skipulagsráðgjafa, Eflu, dags. 2. janúar 2023, að tillögu um breytt deiliskipulag (greinargerð og uppdráttur, valkostir 1B og 1B-bráðabirgðalausn) fyrir "Hafnarsvæði norður".

Farið var yfir vinnsludrögin og rætt um breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis, norðurhluta.

Formanni/bæjarstjóra falið að taka saman ábendingar hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa.

Vísað er til þess sem segir undir dagskrárlið 3.

Hafnarstjórn leggur til að deiliskipulagssvæðið verði minnkað þannig að svæði á framtíðarlandfyllingu sunnan Miðgarðs verði ekki hluti af deiliskipulagssvæðinu nú, heldur verði hluti af deiliskipulagstillögu fyrir syðri hluta hafnarsvæðis. Er það gert með tímaramma skipulagsgerðarinnar í huga, en brýnt er að ljúka þessum deiliskipulagsbreytingum sem fyrst. Umfjöllun og tillögugerð um landfyllingu sunnan Miðgarðs kalli á frekari vinnu sem eðlilegra sé að gefa tíma samhliða öðrum breytingum á suðursvæði hafnarsvæðisins.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn, að þegar lokið verði vinnu við yfirstandandi deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæði norður, verði í beinu framhaldi hafist handa við deiliskipulagsgerð á suðurhluta hafnarsvæðisins.

Hér vék Kristín af fundinum og var henni þakkað fyrir komuna og upplýsingar.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Lagt fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði)í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í framlagða tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) og leggur til við hafnarstjórn og bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan í 1. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna vera í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 og að ekki þurfi að kynna hana á vinnslustigi, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn - 5. fundur - 12.04.2023

Fyrir liggur vinnsluútgáfa dags 31. mars sl. frá Eflu, um deiliskipulag hafnarsvæðis.

Hafnarstjórn fór yfir tillöguna.

Mörkum deiliskipulagssvæðis hefur verið breytt í takt við óskir hafnarstjórnar, þannig að þau liggja nú rétt sunnan við Miðgarð. Ekki er því tekið með í þessari tillögu hluti af landfyllingu sunnan Miðgarðs, eins og fyrri útgáfur af tillögu gerðu ráð fyrir. Hafnarstjórn óskaði eftir því að slík umræða yrði látin bíða og tekin með heildarskipulagi suðursvæðis hafnarinnar.

Með tilkomu tengingar af Bergþórugötu yfir Nesveg og inná hafnarsvæðið, yfir nýju landfyllinguna og framhjá nýja netaverkstæðinu og saltgeymslunni, er umferðarflæði á svæðinu að breytast. Í aðalskipulagi hefur lengi verið gert ráð fyrir nýjum vegi sem komi neðan Grundargötu, yfir nýja landfyllingu sem lægi sunnan við Miðgarð að Gilósi, neðan húsa við neðan- og innanverða Grundargötu. Slíkur vegur á að taka við þungaumferð til og frá hafnarsvæði, sem lægi þá ekki lengur um austanverða/innanverða Grundargötu. Skoða verður legu og möguleika á slíkum vegi þegar farið verður í deiliskipulag suðurhluta hafnarsvæðis.
Ljóst er að slíkur vegur myndi breyta enn frekar umferðarflæði á og um hafnarsvæðið, til viðbótar við þær breytingar sem eru að verða með nýrri götu á landfyllingu á hafnarsvæðinu.

Í deiliskipulagsvinnunni nú var ætlunin að taka enn betur á umferðarflæði og umferðaröryggi, ekki síst með tilliti til stóraukins fjölda ferðamanna sem fer um hafnarsvæðið og þörf fyrir rútur að og frá, og inná hafnarsvæðinu. Ljóst er að það markmið næst ekki að fullu með skipulaginu eins og vinnan hefur þróast. Taka verður suðurhlutann með í þá skipulagningu, einkum til að leysa framtíðarskipulag fyrir aðkomu og stæði fyrir rútur, og umferðarflæði til og frá þeim.

Varðandi einstök atriði í deiliskipulagstillögunni leggur hafnarstjórn eftirfarandi til:

Lóð 14, hafnarstjórn telur að mörk lóðar eigi að fylgja því sem verið hefur um lóðina.

Ekki tekin afstaða til skilmála fyrir lóð nr. 6 við Nesveg.

Skoðað verði nánar það fyrirkomulag sem virðist felast í tillögu um aðkomu að / inná lóð nr. 4 við Nesveg, frá götunni við Nesveg, þar sem bílastæði FISK er núna. Athuga einnig heiti/texta á svæðinu fyrir framan húsið.

Athuga þarf stærð og mörk lóða á Norðurgarði, hvort í tillögu felist breyting frá skráðum stærðum.

Lagfæra þarf merkingar/númerun á lóð 6B, bæði inná lóð 6 og inná lóð sem á að vera 6a.

Skilgreina þyrfti betur skilmála fyrir lóð 6a (sem er merkt 6B) og að not hennar verði skilgreind víðar en tillagan gerir nú.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 248. fundur - 08.05.2023

Hafnarstjórn sat fundinn undir þessum lið
Lögð er fram til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) ásamt minnisblaði samgöngusérfræðinga ráðgjafarstofunnar Eflu, dags. 04.05.2023, sem unnið var að beiðni bæjarstjórnar (271. fundur 13. apríl sl.). Í minnisblaðinu er lagt mat á umferðarflæði og umferðaröryggi vinnslutillögunnar.

Á fundinn kemur Silja Traustadóttir skipulagsráðgjafi.

Forsaga (stytt og umorðað af skipulagsfulltrúa):
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingar á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði) var auglýst 30. nóvember 2022.

Á 245. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar sl. var lögð fram til kynningar vinnslutillaga með tveimur mismunandi valkostum er varða umferðarflæði og umferðaröryggi vegfarenda á skipulagssvæðinu (valkostur 1B og 1B-bráðabirgðalausn dags. 02.01.2023).

Á 3. fundi hafnarstjórnar 9. jan sl. var ofangreind vinnslutillaga með tveimur valkostum lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn tók jákvætt í helstu atriði en taldi að enn ætti eftir að skerpa á mikilvægum atriðum. Hafnarstjórn taldi nauðsynlegt að taka tillögu að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi hafnarsvæðis til frekari umræðu áður en hún verði lögð fyrir bæjarstjórn. Umfjöllun/afgreiðslu var því frestað.

Á 4. fundi hafnarstjórnar 23. jan sl. var vinnslutillagan (dags. 02.01.2023) lögð fram að nýju. Hafnarstjórn lagði til eftirfarandi meginbreytingar:
-Stækkun landfyllingar í krika Norðurgarðs og lína dregin í stefnu við núverandi brún grjótgarðs við flotbryggju.
-Lenging Miðgarðs um allt að 50 m.
-Færsla deiliskipulagsmarka þannig að þau taki ekki til landfyllingar sunnan Miðgarðs (farið verði í vinnu við deiliskipulag suðurhuta hafnarsvæðisins beint í kjölfar vinnu við þessa deiliskipulagsbreytingu).
-Óbreytt landnotkun á hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir taki mið af starfsemi hafnarinnar og hafnsækinni starfsemi.
-Óbreytt umferðarflæði og rútustæði áfram á hafnarbakka og hugað verði frekar að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn fól jafnframt formanni/bæjarstjóra að taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa, sbr. minnisblað bæjarstjóra til skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar sl., sent 8. febrúar sl.

Á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 4. apríl sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti í grundvallaratriðum að auglýsa breytta deiliskipulagstillöguna, sem uppfærð hafði verið m.t.t. ábendinga hafnarstjórnar (dags.07.02.2023 í samræmi við valkost 1B - bráðabirgðalausn). Skipulagsnefnd óskaði eftir því að lóð umhverfis hjall við Nesveg 14 yrði stækkuð í samræmi við legu fyrirhugaðs útivistastígs og að kvöð um að hjallurinn sé víkjandi á skipulagi verði aflétt.

Á 5. fundi hafnarstjórnar 12. apríl sl. samþykkti stjórnin fyrir sitt leyti tillöguna, sem hafði verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum og ábendingum formanns hafnarstjórnar (dags. 07.02.2023) í samræmi við 1B-bráðabirðalausn þ.m.t. færslu á mörkum skipulagssvæðis og með tillögu/ósk um bráðbirgðanýtingu norðanvert á lóð nr. 4 við Nesveg fyrir biðstæði fyrir rútur (með mögulegu samkomulagi við lóðarhafa) og staðsetningu rútustæða sunnan hafnarvogar.

Á 271. fundi sínum þann 13. apríl sl. fól bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn. Bæjarstjórn fól jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu.

Tillagan ásamt minnisblaði er nú lögð aftur fyrir skipulags- og umhverfisnefnd í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur fyrir greinargóða yfirferð. Nefndin samþykkir framlagða tillögu en leggur jafnframt ríka áherslu á að farið verði í áframhaldandi deiliskipulagsvinnu fyrir "Miðsvæði Hafnar -Reitur 3" sunnan við miðgarð þar sem unnið verður frekar að lausnum hvað varðar umferðaröryggi á hafnarsvæði, þ.m.t. rútustæði til framtíðar.

Jafnframt leggur nefndin til að unnin verði nú þegar aðgerðaáætlun sem taki mið af núverandi ástandi þar sem gert verði ráð fyrir biðstæðum fyrir rútur á landfyllingu sunnan við Borgarbraut 1 og bráðabirgðastæðum sunnan við vigtarskúr þannig að rútur snúi að gamla kaupfélagshúsinu. Nefndin leggur áherslu á samráð við lóðarhafa við gerð þessarar aðgerðaráætlunar.


Gestir

  • Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi - mæting: 17:00
  • Hafnarstjórn - mæting: 17:00

Hafnarstjórn - 6. fundur - 08.05.2023

Fundarmenn gengu nú til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd, sem fundar samhliða, og var þessi dagskrárliður ræddur sameiginlega á þeim fundi.

Kynning frá Silju Traustadóttur skipulagsráðgjafa hjá Eflu á vinnslutillögu dags. 4. maí 2023 um deiliskipulag hafnarsvæðis og minnisblað 4. maí 2023 um umferðarmál í tengslum við tillöguna.

Garðar Svansson var gestur í fjarfundi undir hluta af kynningu Silju, en bæjarfulltrúum hafði verið boðið að tengjast fundinum vegna kynningarinnar.

Eftir umræður sem voru sameiginlegar með skipulags- og umhverfisnefnd véku nefndarmenn af fundi skipulags- og umhverfisnefndar og luku umræðu um dagskrárliðinn á fundi hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi vinnslutillögu með þeirri breytingu á uppdrætti, að aðalrútustæði sunnan við vigtarhús breytist til samræmis það fyrirkomulag sem rætt var á sameiginlegum fundi og samþykkt var að stefna að fyrir komandi sumar. Þessi útfærsla er til frekari úrvinnslu hafnar með lóðarhöfum við Borgarbraut 1.

Hafnarstjórn áréttar að með deiliskipulagsbreytingunni, sem nú er samþykkt, er ekki sett fram fullunnin lausn á umferðarstýringu á hafnarsvæði og að vinna þarf nánari útfærslu við deiliskipulagsgerð á suðursvæði hafnarinnar.

Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að fela hafnarstjóra að láta teikna upp umferðarskipulag/aðgerðaráætlun fyrir komandi sumar, sem lýsir því hvernig umferðarflæði og aðstöðu vegna móttöku skemmtiferðaskipa verður háttað.

Hér yfirgaf Arnar fundinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 249. fundur - 05.06.2023

Þorkell Máni Þorkelsson, varamaður, sat fundinn undir kynningu og umræðum um 1. dagskrárlið, fram til þess að Lísa Ásgeirsdóttir tók sæti á fundinum sem varamaður EE, og tók þátt í umræðum og afgreiðslu dagskrárliðarins, sem og öðrum liðum fundarins.
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forsaga:
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og norðurhluta hafnarsvæðis var auglýst 30. nóvember sl. í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. Lýsingin var jafnframt send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum eins og lög gera ráð fyrir. Skipulagslýsingin var kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 en auk þess var lóðarhöfum boðið til sérstakra samráðsfunda. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Olíudreifingu. Engar skriflegar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en samtöl/fundir með hagsmunaaðilum fóru fram á vinnslutíma.

Þann 11. maí sl. samþykkti bæjarstjórn að kynna deiliskipulagstillöguna á vinnslustigi. Athugasemdafrestur var til og með 26. maí 2023. Opið hús var haldið 24. maí í ráðhúsi Grundarfjarðar. Skrifleg athugasemd barst frá lóðarhafa Sólvalla 8 vegna tillögu að nýjum vegi milli Sólvalla og Nesvegar. Umsögn barst frá Vegagerðinni og hefur hún hefur verið yfirfarin. Jafnframt voru umræður á opnu húsi um fyrirkomulag á hafnarsvæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra framlagða tillögu Eflu dags. 28.05.2023 með eftirfarandi breytingum og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án frekari aðkomu nefndarinnar, að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn.

1. Í texta greinargerðar og/eða deiliskipulagsuppdrætti komi fram að stærð og lögun landfyllingar, sem bætt hefur verið við vinnslutillögu, sé leiðbeinandi og að þar sé gert ráð fyrir rútustæðum. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að skoða nánar aksturstengingu á milli rútustæða og biðstæða og þörf fyrir byggingarreit þjónustuhúss á landfyllingunni og aðlaga landfyllinguna með tilliti til þess og að höfðu samráði við Siglingadeild Vegagerðarinnar. Jafnframt skal bæta við greinargerð að framkvæmd landfyllinga skuli vera í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

2. Nýr vegur sem liggur í framhaldi af Bergþórugötu austan Nesvegar fái heitið Norðurgarður og heiti lóða verði breytt í samræmi við það, þannig:
Norðurgarður A verði Norðurgarður 2,
Norðurgarður B = Norðurgarður 4,
Norðurgarður C = Norðurgarður 6 og
Norðurgarður D = Norðurgarður 8.
Óbyggð lóð gegnt lóð E verði Norðurgarður 1,
Nesvegur 4A (Netagerð G.Run) verði Norðurgarður 3,
óbyggð lóð við Nesveg 6B verði Norðurgarður 5,
óbyggð lóð við Nesveg 8 verði Norðurgarður 7
og Nesvegur 10 verði Norðurgarður 9.

3. Tillagan verði kynnt fyrir FISK Seafood (lóðarhafa Borgarbrautar 1, Nesvegar 4 (gamla hraðfrystihús), Nesvegar 4C/Norðurgarðs 1 (óbyggð lóð) og Nesvegar 1 (kaupfélagshús)). Minniháttar breytingar á tillögunni verði heimilaðar án frekari aðkomu nefndarinnar.

4. Samráð verði haft við Olíudreifingu og Veitur til þess að taka endanlega ákvörðun um lagnaleið fyrir olíu og kalt vatn áður en tillagan verður auglýst. Breytingar á lagnaleið verði heimilaðar án frekari aðkomu nefndarinnar.

5. Tillögunni fylgi skýringarmynd sem sýni bráðabirgðalausn varðandi umferð og rútustæði, sem byggir á tillögu hafnarstjóra og Siglingadeildar Vegagerðarinnar dags. 30.05.2023. Skýringarmyndin sýni lágmarksfyllingu í suðurkrika Miðgarðs til þess að koma þar fyrir rútustæðum til bráðabirgða. Sýna skal umferðarflæði á skýringarmyndinni.

6. Nefndin leggur til að bætt verði við skýringarmynd sem sýni umferðarflæði á deiliskipulagssvæðinu.

Nefndin tók til umræðu skriflega athugasemd sem barst við vinnslutillöguna á kynningartíma hennar og varðar tillögu að nýrri götu sem tengir Sólvelli og Nesveg norðan við Sólvelli 8. Nefndin telur nýju götuna mikilvæga í deiliskipulaginu og felur skipulagsfulltrúa að skýra/bæta inn umfjöllun um hana í skipulagsbreytingunni.

Hafnarstjórn - 7. fundur - 18.07.2023

Rætt um breytingu aðalskipulags vegna hafnarsvæðis og um deiliskipulag hafnarsvæðis norður.Formaður fór yfir stöðu skipulagsvinnu á hafnarsvæði.

AÐALSKIPULAG - breyting:

Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð/athugun á tillögu á vinnslustigi, skv. 3. mgr. 30. gr., að breytingu aðalskipulags á hafnarsvæði og Framnesi. Tillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 8. júní sl.

Í tillögunni felst, hvað varðar hafnarsvæðið, stækkun á hafnarsvæði H-2 með landfyllingum ásamt breyttum skipulagsákvæðum hafnarsvæða H-2 og H-1. Mörk svæðis til sérstakra nota (SN-1) eru löguð að landfyllingum.

Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við þremur atriðum (en ekkert þeirra er efnisleg athugasemd).

Farið var yfir tillögu Eflu um viðbrögð og samþykkir hafnarstjórn þau fyrir sitt leyti, hvað varðar hafnarsvæðið.

DEILISKIPULAG, hafnarsvæði norður - tillaga til auglýsingar:

Hafnarstjóri og formaður sögðu frá helstu atriðum sem nú er verið að ganga frá v. tillögunnar, en í þeim felast ekki efnisleg atriði sem krefjast samþykkis hafnarstjórnar frá því við síðustu umfjöllun hafnarstjórnar. Lokatillaga verður þó kynnt fulltrúum í hafnarstjórn áður en hún verður auglýst.

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Vinnu er að ljúka við að útbúa deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið, sem síðan verður sett í auglýsingu og athugasemdaferli.

Skipulags- og umhverfisnefnd mun funda 19. september nk. og m.a. afgreiða deiliskipulagstillögu að hafnarsvæði til auglýsingar. Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn 12. október nk.

Lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til að afgreiða deiliskipulagstillöguna á fundi sínum í lok september, svo unnt sé að koma henni fyrr í auglýsingu.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 251. fundur - 19.09.2023

Björg Ágústsdóttir og Arnar Kristjánsson f.h. hafnarstjórnar sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Vísað til hjálagðs yfirlits yfir meðferð málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 23/2010 ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 í samræmi við 1. mgr. 36. gr., 31. gr. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera minniháttar breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

Gestir

  • Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu - mæting: 17:00

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.Á 274. fundi bæjarstjórnar, þann 14. september sl., veitti bæjarstjórn bæjarráði umboð til að afgreiða deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis til auglýsingar, en skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi tillöguna til auglýsingar á 251. fundi sínum þann 19. september sl.Lögð fram skipulagsgögn frá Eflu, með minniháttar lagfæringum frá síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.Samhliða breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðis verður auglýst breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 en tillaga um það var afgreidd af skipulags- og umhverfisnefnd á 249. fundi nefndarinnar þann 5. júní sl. og af bæjarstjórn á 273. fundi sínum þann 8. júní sl.Bæjarráð samþykkir samhljóða að framlögð tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis norður sbr. uppdrátt (lokadrög dags. 27.09.2023) og greinargerð (lokadrög dags. 15.09.2023) verði auglýst samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 1 . mgr. 41. gr. og 1. mgr.31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 10:32

Hafnarstjórn - 8. fundur - 04.12.2023

Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir norðurhluta hafnarsvæðis, með tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi, sem og næstu skref.

Þann 24. nóvember sl. lauk athugasemdafresti vegna auglýsingar tillögu um nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis, norðurhluta.
Nokkrar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og tvær athugasemdir íbúa/fyrirtækja.

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman yfirlit um innkomnar athugasemdir og verður það tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd á næstunni. Hafnarstjórn mun sömuleiðis fá gögnin til yfirferðar og umsagnar. Í framhaldinu afgreiðir bæjarstjórn málið.

Rætt um þörf og tímasetningar vegna áframhaldandi vinnu við að deiliskipuleggja hafnarsvæðið, til suðurs. Rætt um samhengi þess við deiliskipulagsgerð fyrir iðnaðarsvæðið við Kverná, ekki síst vegna hugmynda í deiliskipulagsvinnunni um breytingar á skipulagi námumála þar.

Nokkur umræða varð um lóðina Norðurgarður 6, einnig í samhengi við umræðu undir næsta dagskrárlið. Frekari umræðu frestað vegna nánari skoðunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 1. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Var það gert samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir Framnes og hafnarsvæði, sbr. mál nr. 2301004, eins og fram kemur í dagskrárlið 4 hér fyrir framan.Við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir norðurhluta hafnarsvæðis mun falla úr gildi deiliskipulag „Framness, austan Nesvegar“. Deiliskipulagsmörk fyrir „miðsvæði hafnar“ breytast einnig þar sem hluti þess svæðis mun tilheyra deiliskipulagi hafnarsvæðis norður.Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin.

Ennfremur lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum.Framangreint verður einnig lagt fyrir hafnarstjórn og bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagstillögu með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 279. fundur - 11.01.2024

Tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 1. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Var það gert samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir Framnes og hafnarsvæði, sbr. mál nr. 2301004, eins og fram kemur í dagskrárlið 4 hér fyrir framan.Við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir norðurhluta hafnarsvæðis mun falla úr gildi deiliskipulag „Framness, austan Nesvegar“. Deiliskipulagsmörk fyrir „miðsvæði hafnar“ breytast einnig þar sem hluti þess svæðis mun tilheyra deiliskipulagi hafnarsvæðis norður.Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin. Einnig lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum, í samræmi við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum sem bárust, skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi deiliskipulagsins og senda svör til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn - 9. fundur - 16.01.2024

Lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu um deiliskipulag fyrir hafnarsvæði norður- og miðhluta.Jafnframt lögð fram samantekt umsagna og athugasemda og þau svör sem skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi 29. desember sl. og bæjarstjórn 11. janúar sl. (sem ná yfir bæði deiliskipulagið og aðalskipulagsbreytingu Framness og hafnarsvæðis, sbr. dagskrárlið 1).Farið yfir framlögð gögn og viðbrögð/svör við þeim.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit og viðbrögð/svör við umsögnum og athugasemdum.

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram tillaga um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem er viðbót við afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 11. janúar sl. um svör við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsingu á framangreindri aðalskipulagsbreytingu (dagskrárliður nr. 9) og deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu um svar við umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna deiliskipulags hafnarsvæðis.