92. fundur 15. október 2019 kl. 16:15 - 18:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Íþróttamaður Grundarfjarðar 2019

Málsnúmer 1910005Vakta málsnúmer

Bréf hefur verið sent til forsvarsfólks íþróttafélaganna fjögurra með beiðni um að tilnefna fulltrúa til íþróttamanns Grundarfjarðar 2019, í síðasta lagi mánudag 4. nóvember nk.

Aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsnefnd, auk fulltrúa allra íþróttafélaganna og deilda þeirra, hafa atkvæðisrétt í kjöri um íþróttamann ársins og verða boðaðir til fundar sem stefnt er að miðvikudaginn 6. nóvember nk. kl. 18.00.

Íþróttamaður ársins verður tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 1. desember nk.

2.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Nefndin vinnur nú að tillögu til bæjarstjórnar um hvernig megi byggja upp áhugavert útivistarsvæði í Þríhyrningi.

Nefndin hélt opinn spjallfund í Sögumiðstöðinni þann 5. september sl. þar sem kallað var eftir hugmyndum um hvernig nýta mætti Þríhyrninginn og byggja upp til framtíðar. Umræður og hugmyndir þess fundar voru teknar saman í minnisblað, sem lagt var fram á fundinum.

Farið var yfir hugmyndir sem fram eru komnar.
Nefndin stillti upp minnisblaði til bæjarráðs, um stöðuna nú, þar sem settar eru fram:
a) Áherslur um uppbygginguna og um hlutverk Þríhyrnings
b) Hugmyndir um hvað eigi að vera í Þríhyrningi
c) Tillögur um næstu skref í þessari vinnu

Til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

3.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir mikilvæga málaflokka hjá Grundarfjarðarbæ.
Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum, en Capacent aðstoðar við vinnuna. Endurskoðun fjölskyldustefnu, skólastefna, menningarmál og íþróttamálefni koma þar m.a. til skoðunar.

Fyrirhugaðir eru opnir fundir 21. og 22. okt. nk. í tengslum við þessa vinnu, m.a. um íþróttamál.

4.Bindindissamtökin IOGT - Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 1908028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:46.