Málsnúmer 1903009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019


Umræður um fyrirliggjandi stefnumótunarvinnu og næstu skref.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skoða leiðir að vinnu við heildarstefnu, sem innihaldi m.a. þær stefnur og áætlanir sem ákveðið hefur verið að vinna að eða endurskoða.

Bæjarráð - 526. fundur - 27.03.2019

Lögð fram verkefnistillaga og verðtilboð frá Capacent.
Farið yfir fyrirliggjandi verkefnistillögu Capacent að vinnu með bænum að því að móta mótun heildarstefnu.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Capacent um tillöguna.

Bæjarráð - 531. fundur - 23.05.2019


Lögð fram og rædd endurbætt tillaga Capacent um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ ásamt verðtilboði. Skv. tillögunni er lagt til að mótaður verði stýrihópur með kjörnum fulltrúum, undir forystu bæjarstjóra, alls fimm manns.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verðtilboð og að stofnaður verður stýrihópur um heildarstefnumótun sveitarfélagsins, með fjórum kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra.

Menningarnefnd - 22. fundur - 20.06.2019

Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða vinnu við stefnumótun, sem einkum snýr að því að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins, taka fyrir íþróttamál og skólamál, og þar sem ætlunin er að marka stefnu í menningarmálum.
Rætt var um hvernig vinnan færi fram. Ætlunin er að úr þessari vinnu komi praktískar ákvarðanir og vinnuplagg sem nýtist í starfsemi á vegum bæjarins og í menningarmálum samfélagsins almennt.

Umræða fór fram um hvernig virkja megi grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins.
Bæjarstjóri sagði frá samtölum við fulltrúa Eyrbyggja-hollvinasamtaka og fleiri.

Menningarnefnd stefnir að því að funda fljótlega með fulltrúum Eyrbyggja-hollvinasamtaka og Átthagafélags Grundarfjarðar - auk þess sem fundinn verði flötur á því að heimamenn komi öflugir að starfi með þessum aðilum.

Menningarnefnd - 23. fundur - 04.07.2019

Umræða um að endurvekja grasrótarstarf v. félagastarfsemi.
Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um hvernig virkja mætti grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins.

Nefndin bauð gestum fundarins til viðræðna um þetta viðfangsefni, vegna áhuga þeirra á að endurvekja starf á grunni félagasamtaka sem áður hafa starfað að menningar- og sögutengdum verkefnum svæðisins.

Áhugi er á því að byggja upp öflugt grasrótarstarf á grunni starfsemi sem áður var haldið úti, þannig að heimamenn og brottfluttir Grundfirðingar myndu leggja saman krafta sína. Vísað er í starf Eyrbyggja-hollvinasamtaka, sem legið hefur niðri um skeið, Átthagafélagsins, sem gengist hefur fyrir ýmsu félagsstarfi, m.a. sólarkaffi Grundfirðinga á höfuðborgarsvæðinu og starfsemi á grunni Sögumiðstöðvarinnar á árum áður.
Rætt var um möguleika á samstarfi í menningarstarfi, einkum sögutengdu starfi, sem gæti farið fram í einum samtökum eða félagi, sem sameinaði krafta heimamanna og brottfluttra. Einnig rætt um aðferð við að koma slíku starfi af stað og halda félag utan um það.

Samþykkt var að boða til stofnfundar slíks félags í tengslum við hátíðina Á góðri stund í lok júlí nk.
Unnur Birna, Sigurrós Sandra, Gísli Karel og Ingi Hans, auk bæjarstjóra, munu undirbúa "ramma" fyrir slíkan stofnfund.

Gestir

  • Ingi Hans Jónsson
  • Gísli Karel Halldórsson

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra af fyrsta fundi stýrihóps um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ, frá 5. júlí 2019.

Menningarnefnd - 24. fundur - 17.09.2019

Farið yfir stöðu vinnu við stefnumótun bæjarins, en menningarmálin verða tekin fyrir í þeirri vinnu.
Verið er að vinna í stefnu með Capacent, ákveðinn rýnihópur sem er með menningarmálin í forgrunni. Rætt um að það muni koma á borð stýrishóps að ákveða hvernig Menningarnefnd starfi og hvaða nefndir/hópar falli undir þeirra gildissvið. Verið er að miða við stefnu Reykjanesbæjar og vinna út frá henni.

Skólanefnd - 150. fundur - 09.10.2019

Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum. Endurskoðun fjölskyldustefnu og skólastefna koma þar m.a. til skoðunar. Í þar næstu viku verður boðað til funda með starfsfólki bæjarins, foreldraráðum, íbúum o.fl.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Farið yfir stöðuna við stefnumótun fyrir sveitarfélagið og áform um opna fundi undir stjórn Capacent dagana 21. og 22. október nk. Fundirnir verða auglýstir fljótlega.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 92. fundur - 15.10.2019

Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir mikilvæga málaflokka hjá Grundarfjarðarbæ.
Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum, en Capacent aðstoðar við vinnuna. Endurskoðun fjölskyldustefnu, skólastefna, menningarmál og íþróttamálefni koma þar m.a. til skoðunar.

Fyrirhugaðir eru opnir fundir 21. og 22. okt. nk. í tengslum við þessa vinnu, m.a. um íþróttamál.

Menningarnefnd - 25. fundur - 08.01.2020

Umræður um starfsemi nýs menningarfélags og mögulegt samstarf bæjarins við það, sbr. einnig umræður á fundi nefndarinnar 4. júlí sl. og samtöl fulltrúa úr nefndinni við aðila sem að þessu standa síðan þá. Tengist umræðum um næsta lið á undan og kemur inní minnisblaðið sem nefndin mun ganga frá.


Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

Lögð fram til kynningar nýjustu drög Capacent að heildarstefnu fyrir Grundarfjarðarbæ.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 95. fundur - 04.03.2020

Fyrir liggja drög Capacent að heildarstefnu, út úr stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem nefndir hafa tekið þátt í.
Drögin lögð fram til kynningar og nefndin mun fara vel yfir þau atriði sem falla undir málefnasvið nefndarinnar.
Til umræðu á næsta fundi.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 103. fundur - 20.01.2022

Bæjarstjórn óskar eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum um aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar.
Einkum er óskað eftir að nefndin setji fram tillögur að aðgerðum.
Farið yfir gögnin og tillögur lagðar fram í Excelskjali og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þeim á framfæri.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Lögð fram drög starfshóps um svonefnda "heildarstefnu", en starfshópurinn fundaði sl. sunnudag. Hópurinn leggur til að bæjarstjórn samþykki að senda drögin til fastanefnda bæjarins, til skoðunar og umsagnar. Nefndirnar fari yfir drögin og ef þeim finnst ástæða til, þá geri þær tillögu um viðbótaraðgerðir í stefnunni.

Nefndirnar skili tillögum sínum í síðasta lagi 4. febrúar nk. þannig að bæjarstjórn geti afgreitt stefnuna á fundi sínum þann 10. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða.

Allir tóku til máls.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Bæjarstjórn samþykkti 20. janúar sl. að óska eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin óskar eftir lengri tíma til þess að kynna sér stefnuna og koma á framfæri ábendingum ef einhverjar eru.

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Lögð fram heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ sem bæjarstjórn sendi til skoðunar hjá nefndum og ráðum.

Bæjarráð fór yfir framlagt vinnuskjal frá stýrihópi um heildarstefnu. Bæjarráð hefur ábendingu um eitt atriði inní skjalið - sem komið verður á framfæri.

Menningarnefnd - 32. fundur - 07.02.2022

Fulltrúar menningarnefndar tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér, eftir að vinnan var sett til hliðar tímabundið.

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir yfirfari og veiti umsögn um drög að stefnu bæjarins, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum nefndar um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.

Farið var yfir gögnin og tillögur menningarnefndar lagðar fram í Excelskjali sem komið verður á framfæri.

Skólanefnd - 160. fundur - 07.02.2022

Bæjarstjórn hefur óskar eftir yfirferð nefndarinnar og sérstaklega þá á framkvæmdaratriðum - þ.e. verkefnum, til að fylgja eftir áherslum.
Fulltrúar fastanefnda bæjarins tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Vinnan var sett til hliðar tímabundið, en nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér.

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir veiti umsögn um drögin, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.

Bæjarstjóri fór yfir gögnin og vinnu að stefnunni. Rætt var um helstu atriði sem snúa að skólastarfi og samfélagi. Nefndin gerir ekki sérstakar viðbætur við það sem komið er, en mun taka þátt í að útfæra einstök atriði þegar að því kemur.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ samþykkt með þeim ábendingum sem fram hafa komið frá nefndum bæjarins, eftir yfirferð þeirra.

Allir tóku til máls.

Lagt til að stýrihópi verði falið að koma stefnunni í lokabúning, í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar. Svigrúm er fyrir ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar og öldungaráðs, ef ábendingar eiga eftir að koma frá þeim.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 234. fundur - 01.03.2022

Heildarstefna Grundarfjarðarbæjar, vinnuskjöl, voru lögð fram til umsagnar hjá nefndinni en hún hafði á síðasta fundi óskað eftir frekari fresti til þess að fara yfir hana.

Bæjarstjóri fór yfir helstu þætti stefnunnar, einkum kafla um "Heilnæmt umhverfi" sem er á málefnasviði nefndarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti Heildarstefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Nefndin lagði fram ábendingar og fór þess á leit við bæjarstjóra að fylgja þeim eftir inn í heildarstefnuna.