Samkomuhús fyrir markað, framhald af umræðu síðasta fundar.
Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í markaðsdögum í samkomuhúsinu. Fáar umsóknir eða fyrirspurnir hafa borist.
Menningardagskrá. Skoðaðir voru möguleikar til að ýta undir viðburðadagatal menningarlegra viðburða. Áfram í vinnslu.
Rætt um möguleika á því að nefndin hefði yfir að ráða styrkfé, til þess að úthluta í lítil menningarverkefni sem fram færu t.d. í Bæringsstofu, einkum fyrir sumarið.
Vegna knapps tímaramma eru fundarmenn sammála um að ræða þetta betur síðar, með sumarið 2025 í huga.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.