42. fundur 22. apríl 2024 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála
Dagskrá
Gengið var til dagskrár.

1.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Rætt um nokkur verkefni menningarnefndar.




Samkomuhús fyrir markað, framhald af umræðu síðasta fundar.
Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í markaðsdögum í samkomuhúsinu. Fáar umsóknir eða fyrirspurnir hafa borist.

Menningardagskrá. Skoðaðir voru möguleikar til að ýta undir viðburðadagatal menningarlegra viðburða. Áfram í vinnslu.

Nýtt götukort sem er í vinnslu, var skoðað.

2.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Rætt um möguleika á því að nefndin hefði yfir að ráða styrkfé, til þess að úthluta í lítil menningarverkefni sem fram færu t.d. í Bæringsstofu, einkum fyrir sumarið.

Vegna knapps tímaramma eru fundarmenn sammála um að ræða þetta betur síðar, með sumarið 2025 í huga.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:45.