Málsnúmer 1801048

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 12. fundur - 31.01.2018

Farið yfir samning Grundarfjarðarbæjar og Svansskála sem rekur Kaffi Emil í Sögumiðstöðinni. Nefndin vill að Sögumiðstöðin nýtist betur fyrir fólkið í bænum eins og verið hefur í gegnum tíðina og lagt var upp með í samningi. Endurskoða þarf samninginn og hyggst nefndin boða rekstraraðila á sinn fund til að fara yfir stöðu mála.

Menningarnefnd - 21. fundur - 28.05.2019

Rætt um starfsemi í Sögumiðstöð og framtíðarþróun. Fyrir dyrum standa breytingar þar sem samningur við rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöð rennur út síðar á árinu.
Mikilvægt er að vel takist til við ákvörðun um starfsemi og aðstöðu í húsinu, í samhengi við menningarstarf í sveitarfélaginu í heild sinni, og að efnt verði til góðs samtals við íbúa og hagsmunaaðila.Menningarnefnd - 22. fundur - 20.06.2019

Nefndin ræddi um hlutverk Sögumiðstöðvar og starfsemi til framtíðar í húsinu, m.a. í tengslum við almenna stefnumótun um menningarmálin (lið 1).

Nefndin telur að "saga sveitarfélagsins eigi heimili í Sögumiðstöð" og það eigi að vera útgangspunktur í umræðum um starfsemi í húsinu og notkun þess. Við sem samfélag erum að vinna að því að byggja upp söguna og því eigi ekki að "taka söguna úr húsinu".
Nefndin telur einnig að tryggja eigi félagasamtökum aðgengi að húsinu í ríkari mæli.

Rætt var um bátinn Brönu og telur nefndin að finna þurfi Brönunni betri stað, mögulega með viðbyggingu við Sögumiðstöðvarhúsið. Nefndin mun óska eftir samstarfi við hagsmunaaðila/Brönufélagið um bátinn.

Menningarnefnd - 25. fundur - 08.01.2020

Nefndin ræddi um hlutverk og framtíðarstarfsemi í Sögumiðstöð.
Sett voru niður atriði í minnisblað sem nefndin mun ganga frá og senda til bæjarstjórnar eða bæjarráðs, um hlutverk, hagsmunaaðila, almenna starfsemi í húsinu, fyrirkomulag, framtíðaruppbyggingu og fleira.
Vilji nefndarinnar er að í Sögumiðstöð verði lífleg menningarstarfsemi, með sýningarhaldi margskonar, þar sem sögu byggðar verði ekki síst gerð skil. Einnig verði þar eins og verið hefur, almenningsbókasafn og upplýsingamiðstöð, aðstaða til að bjóða kaffiveitingar, og fleira.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020


Bæjarstjóri sagði frá vinnu menningarnefndar og hugmyndum v. tillögu sem er í mótun um starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð.

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta menningarnefndar varðandi Sögumiðstöð.

Menningarnefnd - 26. fundur - 08.04.2020

Farið yfir mögulega starfsemi í Sögumiðstöð nú í sumar, en ljóst er að landslagið hefur mikið breyst hvað varðar ferðaþjónustu, vegna áhrifa af Covid-19.

Ljóst er að erlendir ferðamenn munu ekki verða margir á komandi sumri/hausti. Íslendingar verða að líkindum stór hluti gesta á svæðinu, þó það muni ráðast af veðri og öðrum þáttum, hvert þeir muni sækja í sínum ferðalögum. Bæjarstjóri sagði að starfsemi í upplýsingamiðstöð muni þurfa að taka mið af því.

Fyrirhugaður er fundur/fundir bæjarfulltrúa með fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu, eftir páskana. Þar verður m.a. komið inná þessi atriði.

Menningarnefnd telur æskilegt að starfsemi í Sögumiðstöðinni í sumar miði að því að laða að fólk, heimafólk og gesti, með afþreyingu og viðburðum, eftir því sem hægt verður, yfir sumartímann.

Bæjarráð - 552. fundur - 19.08.2020

Sögumiðstöðin, framtíðarstarfsemi og notkun hússins.
Bæjarstjóri kynnti viðræður við Sögustofuna, Inga Hans Jónsson, um að taka að sér að aðstoða bæinn við breytingar og fyrirkomulag á framtíðarstarfsemi í Sögumiðstöð, í samræmi við fyrri bókanir menningarnefndar og bæjarstjórnar.

Lögð fram drög að samningi og hugmyndum, sem verða útfærð nánar.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að samningi á þeim grunni sem lagður var fram og leggja fyrir bæjarráð, með aðkomu menningarnefndar, en býður Inga jafnframt til umræðna á fund á næstunni.

Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 27. fundur - 16.09.2020

Sögumiðstöð - Framtíðarhorfur og notkun
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri og Eygló Bára Jónsdóttir, formaður menningarnefndar sögðu frá fundi sem þær, ásamt bæjarráði, áttu með Inga Hans Jónssyni um uppbyggingu á starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð og aðkomu hans að verkefninu.

Megináhersla verði lögð á að efla húsið sem menningar- og samfélagsmiðstöð sem aðgengileg yrði öllum íbúum.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020

Lögð fram drög að samningi við Ildi ehf um ráðgjöf og vinnu við breytingar á húsnæði og starfsemi Sögumiðstöðvar.

Kostnaður vegna samnings við Ildi ehf. mun verða greiddur af sjóði sem greitt hefur verið árlega inn á vegna samnings við Eyrbyggju-Sögumiðstöð.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum við Ildi ehf.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur Grundarfjarðarbæjar við Ildi ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Lagt fram til kynningar uppkast að breytingum innanhúss í Sögumiðstöðinni.

Bæjarstjóri fól skipulags- og byggingarfulltrúa að rýna gögnin og gefa leiðbeiningar um leyfisskyldu og kröfur um teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagðar hugmyndir að breytingu á Sögumiðstöð og hugmynd Inga Hans að samfélagsmiðstöð. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur óskað eftir teikningum og verða þær lagðar fram fyrir nefnd þegar þær berast.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Í upphafi fundar fóru fundarkonur í Sögumiðstöðina og skoðuðu þær breytingar sem eru farnar af stað þar. Ætlunin er að í Sögumiðstöðinni verði "samfélagsmiðstöð" bæjarbúa. Þar verður áfram starfsemi bókasafnsins og upplýsingamiðstöðvar og Bæringsstofa verður með nær óbreyttu sniði. Með breytingunum verður hins vegar skapað aukið rými og betri aðstaða fyrir margvíslegt félagsstarf og minni samkomur. Með hliðsjón af því er bæjarstjóra falið að ræða forsvarsfólk félagsstarfs og Verkalýðsfélag Snæfellinga vegna þeirrar starfsemi sem farið hefur fram að Borgarbraut 2.

Samþykkt samhljóða.

Rætt var við Inga Hans Jónsson hjá Ildi ehf./Sögustofunni, sem hefur umsjón með breytingunum. Formaður menningarnefndar var jafnframt viðstödd.

Farið var yfir áður fram komnar tillögur Inga Hans að grunnhönnun rýma í Sögumiðstöð. Næstu skref eru að ljúka frágangi teikninga vegna þeirra breytinga sem tillögurnar gera ráð fyrir.

Bæjarstjóri sagði frá því að til stæði að Eyrbyggjar, hollvinasamtök, myndu leggja verkefninu til fjárstyrk.

Bæjarráð fagnar því, sem og þeim styrk sem Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitti nú nýverið til uppbyggingar í húsinu fyrir þróun og breytta starfsemi.

Inga Hans var þakkað fyrir leiðsögnina.

Gestir

  • Ingi Hans Jónsson - mæting: 16:30
  • Eygló Bára Jónsdóttir - mæting: 16:30

Menningarnefnd - 28. fundur - 22.03.2021

Í Sögumiðstöðinni er verkefni í vinnslu sem Ingi Hans Jónsson heldur utan um. Breyta á rýmum hússins og gera þar betri aðstöðu fyrir félags- og menningarstarf margvíslegt.
Í lok febrúar sl. fór menningarnefnd að skoða aðstæður og leist vel á þær breytingar sem hafa átt sér stað. Í Sögumiðstöðinni eiga hópar og félagasamtök að geta haft greiðan aðgang og fastan samastað í nýrri aðstöðu.

Í þessu ferli verður seinna meir sett upp ný sýning, þar sem hægt verður að bóka tíma og fá leiðsögn í gegnum sýninguna.

Bókasafnið hefur einnig grisjað vel til og er nú alfarið flutt yfir í vestari helming hússins.

Menningarnefnd lýsir ánægju með þær breytingar sem eru að verða í húsinu, en óskar eftir upplýsingum um hversu margir geta verið í húsinu og rýmum þess eftir breytingar.

Menningarnefnd - 29. fundur - 15.09.2021

Nefndin fór í Sögumiðstöðina og skoðaði framgang framkvæmda í leiðsögn Inga Hans Jónssonar, sem sér um breytingar á húsnæðinu.
Starf eldri borgara og félagsstarf á vegum RKÍ o.fl. hefur nú fært starfsemi sína í Sögumiðstöðina.

Farið var af stað með "hittinga" í sumar, "molakaffi að morgni" á miðvikudögum, einkum ætlað eldri íbúum.

Stólar í Bæringsstofu verða klæddir að nýju og smíðaðir nýir armar á stólana.
Málað verður og skipt um kastara í salnum.

Framkvæmdir við að útbúa salernisaðstöðu bakatil (við eldhús) eru í undirbúningi.

Framkvæmdir á "safnasvæði" eru svo áfangi sem næst verður farið í.

Rætt var um möguleika í rýminu og starfsemi í breyttu húsnæði.

Inga Hans var þakkað fyrir leiðsögnina.

Gestir

  • Ingi Hans Jónsson

Menningarnefnd - 33. fundur - 26.04.2022

Farið yfir stöðuna á framkvæmdum í Sögumiðstöð og nýtingu hennar.
Ingi Hans Jónsson, Ildi, heldur utan um framkvæmdir á húsinu, skv. samningi við bæinn. Af persónulegum ástæðum hafa framkvæmdirnar gengið hægar en upphaflega var ætlunin.

Í vetur hafa þó nokkrir hópar verið að nýta sér aðstöðuna í Sögumiðstöðinni, s.s. handverkshópur eldri borgara, karlakaffi, Vinahús Rauða kross deildarinnar og Félag eldri borgara í Grundarfirði, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ.

Lionsklúbbur Grundarfjarðar hefur einnig afnot af húsinu og gaf klúbburinn höfðinglega gjöf til hússins; nýtt matar- og bollastell.

Nú hefur Handverkshópur óskað eftir því að vera með aðstöðu í húsinu í sumar, til sölu á handverki. Það er í skoðun.
Menningarnefnd þakkar Lionsklúbbi Grundarfjarðar kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

Starfsmaður menningarnefndar sagði nefndinni fá nýtingu á Sögumiðstöðinni. Nefndinni þykir ánægjulegt hversu vel húsið hefur verið að nýtast bæjarbúum og félagasamtökum.

Starfsmaður menningarnefndar segir frá því að unnið er að samantekt þeirra verkþátta sem eftir eru við endurbætur á húsinu og kostnaðaráætlun, en bæjarstjóri fól byggingarfulltrúa að taka þetta saman. Nefndin vonast til þess að framkvæmdir á húsinu klárist sem fyrst svo hægt sé að fullnýta allt húsið.

Varðandi aðstöðu handverkshóps í Sögumiðstöðinni í sumar er starfsmanni falið að tala við hópinn og fá nánari upplýsingar um þeirra hugmyndir að viðveru og starfsemi. Nefndin telur að ekki sé hægt að leigja húsið í heild út í allt sumar fyrir einn hóp en tekur samt sem áður vel í erindið og er opin fyrir þeirra hugmyndum um nýtingu á húsinu.

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lagðir fram nýir aðaluppdrættir vegna breytinga innanhúss á Grundargötu 35, í samræmi við þegar samþykkt áform.Einnig lagður fram tölvupóstur með athugasemdum byggingarfulltrúa og tillögu um að láta vinna brunahönnun samhliða til samþykktar, ásamt tölvupósti brunahönnuðar með mati á hólfun rýmis og tilboði um frágang brunahönnunar v. teikninga hússins.Bæjarráð staðfestir framlagðar teikningar hússins (aðaluppdráttur) og samþykkir að láta fara fram brunahönnun, sbr. framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða.