Málsnúmer 2207019

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 34. fundur - 06.07.2022

Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar og hennar starfssvið.
Hlutverk menningarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var mikilvægi þess að grasrótin blómstri, í menningum og listum. Nauðsynlegt er því að í gangi sé virkt samtal milli nefndar og listafólks og þeirra fjölmörgu sem standa fyrir menningu í bænum og að góð hvatning og hvati sé til menningarstarfs.
Mikilvægt er að nefndarmenn hafi frumkvæði og séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu menningar í bænum.
Mikilvægt er einnig að nýta vel húsnæði og aðstöðu sem til staðar er í bænum, fyrir listir og menningu.

Hér vék Björg af fundi.

Rætt um verkefni sem menningarnefnd er með í vinnslu núna.

Þar á meðal má nefna árlega ljósmyndasamkeppni, en þema keppninnar í ár er "Lægðin". Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2021 til 18. nóvember 2022. Skilafrestur mynda er til miðnættis föstudag 18. nóvember.

Einnig eru framundan Rökkurdagar, menningarhátíð, sem haldin er vikuna 9. - 16. október nk.

Framundan eru einnig styrkumsóknir og farið var yfir það út á hvaða verkefni hægt er að sækja um styrk.

Menningarnefnd - 36. fundur - 16.03.2023

Farið yfir helstu verkefni menningarnefndar á tímabilinu. Hugmyndir lagðar fram um viðburði og sýningar, sem og hvatningu til list- og menningarmála.
Farið var yfir ýmsar hugmyndir er snúa að viðburðum og samvinnu með listamönnum í bænum.
Menningarnefnd mun bjóða til hugmyndafundar á næstkomandi mánuðum og fara yfir hugmyndir af verkefnum og möguleika til að efla menningu og listir í bænum.

Menningarnefnd - 37. fundur - 06.10.2023

Viðfangsefni fundar er undirbúningur Rökkurdaga 2023.




- Rætt um tímasetningu, hvenær Rökkurdagar verða í ár
- Ákveðið að 1 vika er aðeins of stutt og ákveðið að hafa 2 vikur með ca. sama magn af viðburðum.
- Talað um að styrkja mögulega minni verkefni sem heimafólk vill gera
- Hugarflug um hvaða viðburði við gætum haft
- Talað um að virkja heimafólk, t.d. listafólk og styrkja þau með því að útvega húsnæði fyrir viðburði
- Þurí er að hætta sem starfsmaður menningarnefndar en samið hefur verið við Ríkey Konráðsdóttur, sem mun aðstoða við undirbúning Rökkurdaga.
- Ætlum að hittast á bókasafninu á næstunni og auglýsa opinn tíma með menningarnefnd svo fólk geti komið og talað við okkur um hugmyndir þeirra að viðburðum.

Ákveðið að hittast nokkrum sinnum á bókasafninu næstu daga, til að vinna í dagskrá Rökkurdaga.

Menningarnefnd - 38. fundur - 29.11.2023

Rætt um viðburði sem tengjast jólum.




Farið yfir nokkur atriði:

- Að það þurfi að velja jólahús ársins og verður gert 20. desember nk.

- Rætt um jólagluggana, sem hafa verið settir upp víðsvegar um bæinn, af fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum bæjarins. Nefndin hefur verið upplýst um að erfitt hafi verið að fá fólk til að taka þátt á síðasta ári og að hugmynd sé um að gera breytingu í ár. Fyrirkomulag verði þannig að settir verði upp fjórir aðventugluggar, fyrir alla sunnudaga aðventunnar.

Nefndin fellst á þessa hugmynd.

Fellaskjól, grunnskólinn, leikskólinn og Sögumiðstöðin verða með gluggana fjóra.

Spurt um hátíðarhöld á Þrettándanum, en menningarnefnd hefur ekki séð um hann hingað til og mun ekki gera það í ár, heldur hefur þetta heyrt undir íþrótta- og tómstundanefnd. Vilji hefur verið til þess að fá félagasamtök eða hópa til að halda utan um hátíðarhöld dagsins. Ábending um að kanna hvort 9. bekkur hafi áhuga á því, en 9. bekkur hefur alltaf staðið fyrir fjáröflun fyrir útskriftarferð.

Menningarnefnd - 40. fundur - 25.03.2024

Farið var yfir ýmis verkefni og rætt almennt um verksvið nefndarinnar, nýs starfsmanns og um menningarmál almennt, einnig um styrkjamöguleika og fleira.

Rætt um komandi verkefni á miðbæjarreit bæjarins og mögulega aðkomu menningarnefndar að því. Nefndin hefur áhuga á að fá fleiri listaverk á þennan reit, þó hann sé hugsaður til bráðabirgða fyrir þau not sem hann hefur í dag.

Menningarnefnd - 41. fundur - 15.04.2024

Rætt um samkomuhúsið, aðstöðu þar og nýtingu hússins.



Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem unnin hafa verið í samkomuhúsinu og fyrirhuguð eru.

Rætt um nýtingu samkomuhúss.
Rætt um möguleika á að hafa handverksmarkað í Samkomuhúsinu á komandi vori/sumri.
Hugmyndir um sameiginlegan markað heimamanna í handverki, mat o.fl. Markaður gæti verið gott tækifæri til að þjónusta mestu toppana á skemmtiferðaskipadögum, eins og bent hefur verið á í niðurstöðum úr skemmtiferðaskipavinnu hafnar og bæjar með hagsmunaaðilum. Nefndin leggur þó áherslu á að slíkir markaðsdagar eigi ekki að verða til þess að skekkja markaðsstöðu fyrirtækjanna í bænum - og þeim verði boðið að verkefninu.

Nefndin felur Láru Lind að kanna áhuga heimamanna á slíkum markaðsdögum.

Menningarnefnd - 42. fundur - 22.04.2024

Rætt um nokkur verkefni menningarnefndar.




Samkomuhús fyrir markað, framhald af umræðu síðasta fundar.
Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í markaðsdögum í samkomuhúsinu. Fáar umsóknir eða fyrirspurnir hafa borist.

Menningardagskrá. Skoðaðir voru möguleikar til að ýta undir viðburðadagatal menningarlegra viðburða. Áfram í vinnslu.

Nýtt götukort sem er í vinnslu, var skoðað.

Menningarnefnd - 43. fundur - 06.05.2024

Ýmis verkefni nefndarinnar til umræðu.
Sögumiðstöð, Farið yfir byggingaráætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir og notkun húss á meðan, í sumar.

Þjónusta á götukorti - farið yfir hvað vantar.

Rætt um heimamarkað / local market, en ekki náðist næg þátttaka til að halda markað þegar stærstu skemmtiferðaskipin eru í höfn yfir sumartímann. Þess í stað kom hugmynd um að halda markað á laugardeginum 27.júlí á Góðri Stundu í staðinn og prófa. Verkefnið fer vel af stað.

Rætt um menningarviðburði sem gætu verið yfir sumarið.

Farið yfir hugmyndir fyrir menningar-Instagrammið. Nýr miðill til að auglýsa viðburði í Grundarfirði.

Rætt um torg í biðstöðu - miðbæjarreit, fjármagn til endurbóta.
Samhljóða álit menningarnefndar er að gott sé að byrja á því að þökuleggja norðanverðan hluta af reitnum. Víkingasvæðið hefur verið tekið niður.

Menningarnefnd - 44. fundur - 20.05.2024

Rætt um ýmis verkefni á borði menningarnefndar.

"Instagram rammi"
Listamennirnir Helen og Mykola smíðuðu "ramma" þegar þau voru starfsmenn hjá Grundarfjarðarbæ. Ramminn er ætlaður til uppsetningar úti við, á hentugum stað þannig að fólk geti stillt sér upp í "rammann" og tekið mynd af sér, með fallegt sjónarhorn og landslag í bakgrunn.
Rætt var um mögulega staðsetningu fyrir listaverkarammann.

Miðbæjarreitur, við Grundargötu/Hrannarstíg
Ætlunin er að bæta aðstöðu fyrir gesti á reitnum og gera svæðið aðeins hlýlegra.
Skoðaðar hugmyndir með fleiri bekki, listaverkasteina eftir Liston, o.fl.
Ætlunin er að beina bílaumferð af svæðinu, enda ekki heppilegt að bílar séu innan um gangandi fólk og gesti sem sitja og gæða sér á mat á svæðinu. Bílastæði eru næg í kring.

Söguskilti
Farið yfir verkefni sem búið var að undirbúa, um þrjú söguskilti í miðbæ (bærinn - þorpið - kaupstaðurinn). Rætt um verkefnið. Nefndin vill ljúka uppsetningu skiltanna, þó með breytingum.

Samkomuhúsið
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í samkomuhúsinu, uppsetningu gjaldhliðs o.fl.

Handverkssala í Sögumiðstöð
Beiðni frá Gallerí Grúsk um að fá aðstöðu í Sögumiðstöðinni til að selja handverk. Af ástæðum sem tengjast húsinu sjálfu og fyrirhuguðum viðgerðum/framkvæmdum, og út frá nýtingu hússins telur menningarnefnd ekki heppilegt að leggja rými Sögumiðstöðvar undir handverkssölu í allt sumar. Gallerí Grúsk og fleirum býðst hinsvegar að nýta rými í samkomuhúsinu í sumar.

Vinabæjarsamskipti
Rætt um undirbúning fyrir heimsókn til Paimpol í október nk.
athöfn í Sögumiðstöðinni 19. júní þar sem ætlunin er að heiðra Marie Madeleine Geoffrey, sem var fyrsti formaður Grundapol-samtakanna í Paimpol og öflugur samstarfsmaður í vinabæjarsamskiptunum.