Málsnúmer 2207019

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 34. fundur - 06.07.2022

Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar og hennar starfssvið.
Hlutverk menningarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var mikilvægi þess að grasrótin blómstri, í menningum og listum. Nauðsynlegt er því að í gangi sé virkt samtal milli nefndar og listafólks og þeirra fjölmörgu sem standa fyrir menningu í bænum og að góð hvatning og hvati sé til menningarstarfs.
Mikilvægt er að nefndarmenn hafi frumkvæði og séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu menningar í bænum.
Mikilvægt er einnig að nýta vel húsnæði og aðstöðu sem til staðar er í bænum, fyrir listir og menningu.

Hér vék Björg af fundi.

Rætt um verkefni sem menningarnefnd er með í vinnslu núna.

Þar á meðal má nefna árlega ljósmyndasamkeppni, en þema keppninnar í ár er "Lægðin". Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2021 til 18. nóvember 2022. Skilafrestur mynda er til miðnættis föstudag 18. nóvember.

Einnig eru framundan Rökkurdagar, menningarhátíð, sem haldin er vikuna 9. - 16. október nk.

Framundan eru einnig styrkumsóknir og farið var yfir það út á hvaða verkefni hægt er að sækja um styrk.

Menningarnefnd - 36. fundur - 16.03.2023

Farið yfir helstu verkefni menningarnefndar á tímabilinu. Hugmyndir lagðar fram um viðburði og sýningar, sem og hvatningu til list- og menningarmála.
Farið var yfir ýmsar hugmyndir er snúa að viðburðum og samvinnu með listamönnum í bænum.
Menningarnefnd mun bjóða til hugmyndafundar á næstkomandi mánuðum og fara yfir hugmyndir af verkefnum og möguleika til að efla menningu og listir í bænum.