181. fundur 16. ágúst 2017 kl. 17:00 - 21:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Ölkelduvegur 29, lóðaumsókn

Málsnúmer 1708002Vakta málsnúmer

Lóðaumsókn: Hólmar Karl Þorvaldsson og Heiða Steingrímsdóttir sækja um lóðina að Ölkelduvegi 29.
Erindinu frestað vegna fyrirspurnar um aðrar lóðir við Ölkelduveg

2.Hlíðarvegur 7, lóðaumsókn

Málsnúmer 1708006Vakta málsnúmer

Lóðaumsókn: Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir og Guðmundur N Þórðarson sækja um lóðina að Hlíðarvegi 7.

Lóð sem sótt er um er ekki til úthlutunar sem stendur og hafnar því skipulags- og byggingarnefnd erindinu.

3.Byggingarleyfi, Grund 2

Málsnúmer 1708009Vakta málsnúmer

Eyrarsveit ehf sækir um byggingarleyfi fyrir Grund 2
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

4.Byggingarleyfi, Sæból 33-35

Málsnúmer 1708010Vakta málsnúmer

Nesvegur 5 ehf sækir um byggingarleyfi vegna breytinga innan og utanhúss á Sæbóli 33-35 samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu þar sem samþykki meðeiganda hússins vegna útlitsbreytinga utanhúss liggur ekki fyrir.

5.Suður Bár

Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer

Sótt um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.


6.Borgarbraut 8 , stærð lóðar

Málsnúmer 1708011Vakta málsnúmer

Eigandi Borgarbraut 8 óskar eftir upplýsingum um rétta stærð lóðar.
Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að mæla upp lóðirnar að Borgarbraut 8, Hamrahlíð 1 og Fossahlíð 2.


7.Gangbrautir Grundarfirði

Málsnúmer 1708012Vakta málsnúmer

Tillaga að málun/merkingu gangbrauta.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verði í þá vinnu að mála þær gangbrautir sem vantar. Einnig leggur nefndin til að gangstétt frá Fellasneið 20 og niður að grunnskóla verði kláruð sem allra fyrst til að auka öryggi barna hér í bæ.


8.Grundargata 24, skipting lóðar

Málsnúmer 1706012Vakta málsnúmer

Grundargata 24, skipting lóðar.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar skiptingu lóðar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu.
Jafnframt bendir nefndin á möguleg bílastæði fyrir íbúa í húsi Soffanías Cecilssonar við Borgarbraut 1 meðfram húsinu sjálfu.

9.Grundargata 21a , stöðuleyfi gáms

Málsnúmer 1708007Vakta málsnúmer

Grundargata 21a, gámur á lóð án stöðuleyfis.
Ekki liggur fyrir stöðuleyfi fyrir gám sem stendur við Grundargötu 21a. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að láta húseiganda  fjarlægja gáminn

10.Skíðasvæði, Mön og dren

Málsnúmer 1708008Vakta málsnúmer

Skíðadeild UMFG sækir um að skíðabrekkan verði gerð að losunarstað tímabundið til lagfæringar á brekkunni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.


11.Afstöðumynd vegna Grundargötu 52

Málsnúmer 1705017Vakta málsnúmer

Lagt fram lóðarblað vegna Grundargötu 52 - afmörkun byggingareits
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

12.Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðafólk

Málsnúmer 1707023Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur fram kynningu á Þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk og óskar eftir mögulegri staðsetningu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram teikningu af mögulegri staðsetningu aftan við heilsugæslustöð sem fyrsta valkost.
einnig væri möguleiki að nota spennistöðvarhús sem salerni og byggja þjónusturýmið til viðbótar.
Á báðum stöðum væri möguleiki á skammtíma rútustæðum.

13.Lóðir

Málsnúmer 1708023Vakta málsnúmer

Lóðaframboð hefur minnkað verulega og vill nefndin skoða aukningu á lóðaframboði.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðin við Hlíðarveg 7 verði minnkuð um 2 metra fyrir göngustíg vestast á lóðinni og síðan auglýst laus til umsóknar.
Einnig leggur nefndin til að byggingarfulltrúi skoði möguleika á byggingarlóðum ofan við Ölkelduveg 27 og upp að Fellasneið.

Fundi slitið - kl. 21:20.