Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga utanhúss ásamt breytingu á burðarvegg.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjórn leggur inn teikningar vegna fyrirhugaðrar breytingar á þaki á vigtarhúsi við höfnina þar sem núverandi þak lekur. Hafnarstjórn leggur til að tillaga 1 verði valin og samþykkt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu Hafnarstjórnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Grundarfjarðarbær sækir um framkvæmdarleyfi vegna frágangs götu við Fellasneið ofan Fellabrekku. Vísað er í bókun 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar um þessa framkvæmd undir máli nr. 1902007. Til stendur að senda út verðkönnun og óska eftir verktaka í verkið á næstu vikum og gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið í byrjun júni 2020.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Grundarfjarðarbæjar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Soffanías Cecilsson hf. sækir um leyfi til að styrkja glugga í húsi sínu að Borgarbraut 1 með því að setja þverpósta í opnanlegu fögin.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.