Málsnúmer 1707004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 180. fundur - 05.07.2017

Nýjir eigendur að Fellabrekku 21 óska eftir að gengið verði frá kanti að ofanverðu á baklóð hússins.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltúa að vinna að framgangi þessa máls.

Bæjarráð - 532. fundur - 27.06.2019

Lögð voru fram lóðablöð fyrir lóðir 7-21 við Fellabrekku, útbúin af Verkís, og fór Sigurður Valur yfir þau.

Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá lóðamálum með samtali við íbúa.

Hér yfirgáfu Unnur Þóra og Sigurður Valur fundinn.


Gestir

  • Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi í gegnum síma

Bæjarráð - 534. fundur - 08.08.2019

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingafulltrúi, tók þátt í fundinum undir þessum lið gegnum síma.

Sigurður Valur fór yfir ný lóðablöð lóðanna Fellabrekku 7-21, sbr. lið 3.6 á dagskrá þessa fundar, en afgreiðsla þeirra er forsenda fyrir frekari ákvörðunum um framkvæmdir við frágang á opnu svæði bakvið hluta lóðanna. Hann fór jafnframt yfir hugmyndir að frágangi svæðisins fyrir neðan Fellasneið.

Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að klára undirbúningsvinnu að framkvæmdum og kynna fyrir viðeigandi lóðahöfum.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 211. fundur - 28.01.2020

Grundarfjarðarbær sækir um framkvæmdarleyfi vegna frágangs götu við Fellasneið ofan Fellabrekku. Vísað er í bókun 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar um þessa framkvæmd undir máli nr. 1902007. Til stendur að senda út verðkönnun og óska eftir verktaka í verkið á næstu vikum og gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið í byrjun júni 2020.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Grundarfjarðarbæjar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020

Lögð fram til kynningar niðurstaða verðkönnunar sem fram fór um frágang snúningsplans í Fellasneið og baklóða við Fellabrekku 15-21. Tveir skiluðu inn verðtilboðum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi mun ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.