159. fundur 12. ágúst 2015 kl. 17:15 - 19:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að fá að bæta einu erindi á áður senda dagskrá, Borgarbraut 1. Samþykkt samhljóða.

1.Eiði - Vélageymsla

Málsnúmer 1508003Vakta málsnúmer

Guðrún Lilja Arnórsdóttir, kt.070964-4739 sækir um byggingarleyfi til að stækka núverandi vélageymslu, samkv. uppdráttum frá Verkís, dags. 27.6.2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Aðalskipulag - Framnes/Hafnarsvæði

Málsnúmer 1305009GRUVakta málsnúmer

Lýsing aðalskipulagsbreytinga vegna Framnes/Hafnarsvæðis var endurauglýst frá 1. júlí 2015 til 15. júlí 2015. Tvö athugasemdabréf bárust. Óskað var eftir umsögnum frá Skipulagsstofnun, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Grundarfjarðarhöfn og Minjastofnun Íslands. Umsagnir hafa borist frá öllum nema Samgöngustofu. Lagður er fram uppdráttur af aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og leggur til að óskað eftir eftir fundi með Skipulagsstofnun um framhald málsins.

3.Sólvellir 15 og 17 - lóðarleigusamningar

Málsnúmer 1508004Vakta málsnúmer

Lagðir eru fram lóðarleigusamningar fyrir Sólvelli 15 og 17 til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt.

4.Mýrarhús - fyrirspurn

Málsnúmer 1508001Vakta málsnúmer

Lögð er inn fyrirspurn hvort hægt sé að byggja sumarhús í landi Mýrarhúsa um 30m frá vatni. Með fyrirspurninni fylgir bréf ódags. og samþykki eiganda fyrir nýju húsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram í málinu samkv. 12. málsgr. 45.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

5.Sólvellir 15 - Fánastangir

Málsnúmer 1508002Vakta málsnúmer

Olga S. Einarsdóttir fyrir hönd Bolla ehf, kt.570415-1230 sækir um að setja 3 fánastangir við Sólvelli 15 samkv. skissu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að flaggstangirnar verði vel grundaðar.

6.Borgarbraut 1 - Lóð

Málsnúmer 1508005Vakta málsnúmer

Soffanías Cecilsson hf, kt.611292-2959 sækir um lóðastækkun til vesturs um c.a. 1.2m samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Önnur mál:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að eftirfarandi vinnureglur/samþykktir verði gerðar fyrir Grundarfjarðarbæ:
1. Vinnureglur vegna útgáfu eða umsagnar rekstrarleyfa í íbúðarbyggð í Grundarfirði.
2. Samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Grundarfirði.
3. Bílastæðagjaldskrá samkv.

Fundi slitið - kl. 19:00.