Skipulagsfulltrúi fór lauslega yfir önnur mál sem eru í vinnslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd ræddi um fyrirkomulag við úthlutanir lóða.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að taka til skoðunar Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði frá árinu 2006. Einkum verði skoðuð grein 1.2. um úthlutun eldri lóða með það fyrir augum að stytta ferli við úthlutun lóða, t.d. hvort fela megi byggingarfulltrúa umboð skv. samþykkt til að úthluta eldri lóðum, á lóðalista, með fyrirtöku á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.