139. fundur 26. september 2017 kl. 16:30 - 18:39 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:

Málefni Grunnskólans
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri.

Málefni Leikskólans
Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrú foreldraráðs.

Málefni Tónlistarskólans
Sigurður G. Guðjónsson og Linda María Nielsen, deildarstjóri

Málefni Eldhamra
Sigurður G. Guðjónsson

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram skýrsla skólastjóra við upphaf skólaársins 2017-2018. Alls eru 86 nemendur skráðir í nám í 1. -10. bekk. Kennarar og stjórnendur eru 12 og annað starfsfólk 9 samtals í 6 stg. Meðtalið er starfsfólk á Eldhömrum.
Einnig lagt fram bréf grunnskólans, sem er svar við eftirfylgni með úttekt á grunnskólanum. Þetta er gert til samræmis við bréf Menntamálaráðuneytisins frá 14. júní 2016.

Skólanefnd felur skólastjóra að senda svarið til ráðuneytisins.

Ennfremur lagt fram yfirlit yfir vinnuskipan í skólanum.

2.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
Starfið fer vel af stað og ánægja er með starfsemina. Dagskráin er fjölbreytt s.s. smíði,heimilisfræði,tónlistarnám og íþróttir. Einnig er stundum unnið með nemendum í 1.-2. bekk grunnskólans.
Alls eru 2,7 stöðugildi starfandi á deildinni og börn á Eldhömrum eru alls 15.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir starfsemi tónlistarskólans en alls eru skráðir 50 nemendur á þessari önn. Í skólanum starfa alls 5 kennarar í 2,9 stöðugildum, auk stundakennara.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldraráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Nýr leikskólastjóri Anna Rafnsdóttir var sérstaklega boðin velkomin til starfa.
Leikskólastjóri fór yfir starfsemi skólans og lagði fram starfsskýrslu. Í leikskólanum eru 44 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Á leikskólanum eru 3 deildir; Drekadeild, Músadeild og Bangsadeild.
Starfsmenn á leikskólanum eru 19 í 15 stöðugildum.
Gerð var grein fyrir námskeiðum sem starfsfólk skólans er að fara á og öðrum sem eru í undirbúningi.
Ennfremur var lagt fram bréf leikskólastjóra varðandi beiðni um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2017-2018. Óskað var eftir frekari upplýsingum áður en beiðnin verður afgreidd.

Fundi slitið - kl. 18:39.