Málsnúmer 1504023

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 124. fundur - 22.04.2015

1.1.
Bréf leikskólastjóra dags. 27. janúar sl.
Lagt fram og rætt bréf leikskólastjóra.

1.2.
Fundur með SDS og starfsmönnum leikskólans
Gerð grein fyrir fundi sem leikskólastjóri, bæjarstjóri og skrifstofustjóri áttu með starfsfólki leikskólans og félagsmönnum SDS ásamt formanni SDS.
Jafnframt rætt um lausar stöður sem auglýstar hafa verið.

Skólanefnd - 125. fundur - 13.05.2015

Skóladagatal
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015
1.1.
Skóladagatal.
Lagt fram skóladagatal leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.
1.2.
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015.
Leikskólastjóri kynnti starfsskýrslu skólaársins 2014-2015.
Leikskólastjóri kynnti jafnframt lítillega stefnu Montessori og lýsti áhuga á því að leikskólinn myndi taka upp þá stefnu.
Skólanefnd lýsir yfir stuðningi sínum við hugmynd leikskólastjóra og hvetur til að málið verði skoðað nánar.

Bæjarráð - 474. fundur - 27.08.2015

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Leikskólastjóri gerði grein fyrir starfsemi skólans. Farið yfir húsnæðismál, mannaflaþörf og -ráðningar, fjölda barna o.fl.

Skólanefnd - 130. fundur - 24.11.2015

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Björg Karlsdóttir fór yfir ýmis atriði er snúa að leikskólanum. Í desember verður barnafjöldi 62 börn og áætlað er að þau verði 69 talsins í apríl 2016 miðað við óbreyttar aðstæður. Jafnframt rætt um breytingar innanhúss, breytingar í starfsmannamálum og fleira.

ÁEE mætti kl. 17:03.

Sumarfrí á leikskólanum verður 4. júlí - 10. ágúst 2016.

Lagt til að leikskólastjóri kanni hug foreldra til lokunar leikskólans milli jóla og nýárs.

Skólanefnd - 131. fundur - 09.02.2016

Björg Karlsdóttir fór yfir skýrslu sína um leikskólann, sem unnin er í febrúar 2016. Þar kemur meðal annars fram að í leikskólanum eru 68 nemendur og stefnir í að börnin verði 70 í apríl nk. Starfsmenn alls eru 22, þar af eru 16 starfsmenn í beinni umönnun.
Starfsmannahald hefur verið erfitt og mikið álag hefur verið á starfsmönnum m.a., vegna veikinda.

Jafnframt gerði skólastjóri grein fyir hugmyndum um að heimsækja skóla í London, sem notar svokallaða Montessori stefnu.
Skólastjóri ræddi um fyrirkomulag ræstinga í skólanum og starf í eldhúsi. Skólastjóra er falið að vinna að úrlausn mála.

Skólanefnd Grundarfjarðar telur ekki tímabært að senda starfsmenn frá leikskólanum Sólvöllum til London til þess að kynna sér Montessori stefnu.

Skólanefnd - 132. fundur - 05.04.2016

Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Formaður kynnti gerð starfsáætlunar og -skýrslu sem gefa þarf út árlega að undangengnu áliti foreldraráðs. Björg fór yfir gerð skólanámsskrár og foreldra- og starfsmannahandbóka sem þegar hafa fengið umsögn foreldraráðs.

Hún ræddi jafnframt um gerð draga að skóladagatali næsta starfsárs. Ennfremur gerði hún grein fyrir miklum veikindaforföllum og álagi af þeim sökum og breytingum á starfsmannahaldi. Rætt um framsetningu upplýsinga til foreldra og mikilvægi þess að heimasíða leikskólans sé uppfærð reglulega. Nemendur leikskólans eru nú 69 talsins, en gert ráð fyrir að það verði 51 nemandi í leikskólanum í haust eftir færslu tveggja elstu árganganna í grunnskólann.

Skólanefnd - 133. fundur - 11.05.2016

Farið var yfir málefni leikskólans Sólvalla. Rætt um skipulag starfseminnar, starfsmannahald, húsakost o.fl.
Gerð var grein fyrir fundum,sem bæjarstjóri, formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar hafa átt um málefnið. Fundi bæjarstjóra og leikskólastjóra og fundum sem haldnir hafa verið annars vegar með starfsfólki leikskólans og hins vegar með foreldraráði skólans og forseta bæjarstjórnar, formanni skólanefndar og bæjarstjóra.
Skólanefnd mælir með því að leitað verði leiða til úrlausna.

Skólanefnd - 134. fundur - 01.06.2016

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.

Björg lagði fram og kynnti skóladagatal starfsársins 2016-2017 og ársskýrslu leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta starfsárs með áorðnum breytingum varðandi sumarfrí 2017.

Skólanefnd - 135. fundur - 06.09.2016

Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.

Björg gerði grein fyrir skýrslu sinni um starfsemi leikskólans og fór yfir starfsmannamál. Fjöldi barna er 51, en gert ráð fyrir að börnin verði 53 fyrir áramót.

Skólanefnd fagnar auknum námsáhuga starfsfólks, en telur nauðsynlegt að setja skýrari reglur um fjölda starfsmanna í námi hverju sinni.

Skólanefnd hvetur til uppfærslu á heimasíðu leikskólans. Skólanefnd mun endurskoða fjölda starfsdaga leikskólans skólaárið 2016-2017 að ósk leikskólastjóra.

Skólanefnd mælir með því að undirbúin verði afmælishátíð í tilefni af 40 ára afmæli leikskólans í janúar 2017.

Lagt til að árlegt fimm vikna sumarleyfi hefjist viku síðar en leikskóladeildarinnar Eldhamra og hefji störf að nýju að sumarleyfi loknu á sama tíma og leikskóladeildin.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 137. fundur - 16.02.2017

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri og Katrín Brynja Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla skólastjórnenda skólans dags. í jan. 2017. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi skólans. Fjöldi nemenda er 52. Sumarleyfi skólans verður 3. júlí til 7. ágúst 2017.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir þróun í starfsmannahaldi árin 2015-2017.

Leikskólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni og svaraði spurningum fundarmanna.

Skólanefnd - 138. fundur - 22.05.2017

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sex starfsdögum á dagatalinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans. Fjöldi nemenda er 54.

Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir kom kl. 17:00.

Leikskólastjóri kynnti nýtt gagnvirkt samskiptakerfi fyrir leikskóla, sem fyrirhugað er að taka í notkun á leikskólanum. Kerfið mun einfalda samskipti starfsmanna við foreldra.

Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.

Skólanefnd - 139. fundur - 26.09.2017

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldraráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Nýr leikskólastjóri Anna Rafnsdóttir var sérstaklega boðin velkomin til starfa.
Leikskólastjóri fór yfir starfsemi skólans og lagði fram starfsskýrslu. Í leikskólanum eru 44 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Á leikskólanum eru 3 deildir; Drekadeild, Músadeild og Bangsadeild.
Starfsmenn á leikskólanum eru 19 í 15 stöðugildum.
Gerð var grein fyrir námskeiðum sem starfsfólk skólans er að fara á og öðrum sem eru í undirbúningi.
Ennfremur var lagt fram bréf leikskólastjóra varðandi beiðni um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2017-2018. Óskað var eftir frekari upplýsingum áður en beiðnin verður afgreidd.

Skólanefnd - 140. fundur - 28.11.2017

Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir skýrslu leikskólans. Alls eru nemendur 47 í skólanum og 20 starfsmenn í 17 stöðugildum. Ráðið hefur verið í starf matráðs.
Almennt hefur starfið í skólanum gengið vel og hefur starfsfólkið verið að fá fræðslu af ýmsum toga. Má þar m.a. nefna námskeið með Ingrid Kulmann sem var á starfsdeginum 10. nóv. sl., þar sem fjallað var um samskipti og hvernig samskipti eru best innan skólans.
Þá var og fjallað um nám starfsmanna skólans og þörf á uppfærslu á reglum bæjarins í því sambandi.
Skólanefnd mælir með því að námsreglurnar verði yfirfarnar og endurnýjaðar.

Skólanefnd - 141. fundur - 06.03.2018

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi starfsmanna og Kristín Lilja Friðriksdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið.
Leikskólastjóri fór yfir skýrslu leikskólans.
Leikskólinn fer í námsferð til Finnlands í september nk. Á leikskólanum eru 47 börn samtals á Músadeild, Drekadeild og Bangsadeild.
Á leikskólanum eru starfandi 20 starfsmenn í 17,38 stöðugildum. Nokkrir þeirra hafa verið að bæta við sig menntun og vill skólanefnd lýsa yfir ánægju með hækkandi menntunarstig starfsmanna á leikskólanum.
Leikskólastjóri fór vel yfir starfsemi skólans, sem almennt virðist ganga vel.
Í gangi er vinna við gerð skóladagatals fyrir næsta ár og vinna leikskóli og grunnskóli saman að því.

Skólanefnd - 142. fundur - 07.05.2018

Lögð fram skýrsla skólastjóra leikskólans Sólvalla. Skólastjóri fór yfir hana og gerði grein fyrir starfseminni. Í leikskólanum eru 20 starfsmenn í 18,13 stöðugildum.
Börnum hefur verið að fjölga í leikskólanum og eru þau alls 51.
Til skoðunar hefur verið stytting vinnuviku og finnst starfsfólki spennandi að prófa slíkt fyrirkomulag. Skólanefnd óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndum um styttingu vinnuvikunnar.
Ennfremur lagt fram skóladagatal leikskólans fyrir 2018-2019. Skóladagatali vísað til síðari umræðu.
Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Skólanefnd leggur til að sérstakir starfsdagar í leikskólanum verði fimm talsins eins og í grunnskólanum.

Skólanefnd - 143. fundur - 24.05.2018

Lögð fram skýrsla skólastjóra, sem hann gerði grein fyrir.
Sérstaklega var farið yfir fjölda starfsdaga í skólanum og var niðurstaðan sú að starfsdagar í leikskólanum skólaárið 2018- 2019 verða 6,5, þar af er einn vegna sameiginlegs starfsdags starfsmanna Grundarfjarðar. Á næstu skólaárum þar á eftir verða starfsdagar 5.
Leikskólastjóri gerði einnig grein fyrir hugmyndum sínum um styttingu vinnuvikunnar á leikskólanum. Hugmyndavinna hefur verið í gangi varðandi framkvæmd þessara hugmynda. Ekki er gert ráð fyrir því að launakostnaður aukist við þetta.
Skólanefnd fagnar hugmyndum leikskólastjóra og leggur til að bæjarstjórn kynni sér hugmyndina og móti heildstæða mannauðsstefnu fyrir stofnanir Grundarfjarðarbæjar.

Skólanefnd leggur til að forráðamönnum barna í leikskólanum standi til boða gjaldfrjáls vika öðru hvoru megin við sumarlokun skólans. Ráðstöfun þessi er gerð til þess að auka sveigjanleika í þjónustu skólans.
Skólaárið 2019-2020 mun hefjast á fyrsta starfdegi skólaársins til þess að koma í veg fyrir skertan opnunartíma fyrsta og síðasta dag sumarleyfis.

Jafnframt farið yfir skóladagatal leikskólans, sem einnig var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar.

Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju með skólastjórnendur og starfsmenn leikskólans og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.