3.1. Starfsemi tónlistarskóla. Undir þessum sátu fundinn kennarar í tónlistarskólanum, þau Alexandra Sukhova, Baldur Orri Rafnsson, Linda María Nielsen og Sigurgeir Sigmundsson. Farið yfir starfsemi skólans á vorönn og ýmsar framtíðarhugmyndir reifaðar.
3.2. Úttekt á starfsemi. Greint frá samþykkt bæjarstjórnar um gerð úttektar á tónlistarskólanum. Jafnframt kynnt rekstrarúttekt frá 2012 og reglugerð fyrir skólann.
3.1. Skóladagatal. Lagt fram skóladagatal tónlistarskólans starfsárið 2015-2016. 3.2. Skipulagsbreytingar. Farið yfir rekstrarúttekt á tónlistarskólanum dags. í apríl 2015 og kynnt ákvörðun bæjarstjórnar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Skólanefnd styður ákvörðun bæjarstjórnar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri tónlistarskólans og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður og Linda fóru yfir starfsemi skólans. Starfandi kennarar eru nú fjórir í 3,46 stöðugildum. Aukið samstarf er milli grunn- og tónlistarskóla. Nemendur skólans eru 54, allir í grunnnámi nema einn. Stefnt er að jólatónleikum 14. desember og vortónleikum um miðjan maí.
Sigurður G. Guðjónsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir skýrslu og starfsemi skólans. Gerði hann einnig grein fyrir góðu samstarfi milli grunnskólans og tónlistarskólans. Stefnt er að vortónleikum sunnudaginn 8. maí nk.
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Sigurður og Linda fóru yfir málefni skólans. Engar starfsmannabreytingar hafa orðið frá því í haust og er nemendafjöldi sá sami, en nýting betri þar sem nokkrir nemendur í hálfu námi fóru í fullt nám.
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir málefni tónlistarskólans og starfsskýrslu. Fjöldi nemenda er 44. Auk þess eru nemendur Eldhamra í vikulegri tónlistarstund og nemendur grunnskólans í söngstund mánaðarlega.
Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á skólaárinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans.
Vortónleikar skólans tókust mjög vel. Þeir voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju og gátu íbúar Fellaskjóls fylgst með þeim í beinni útsendingu.
Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs með áorðnum breytingum.
Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir starfsemi tónlistarskólans en alls eru skráðir 50 nemendur á þessari önn. Í skólanum starfa alls 5 kennarar í 2,9 stöðugildum, auk stundakennara.
Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir starfsemi Tónlistarskólans og lítilsháttar breytingu á skóladagatali þ.a. starfsdagur 15. nóv. færist yfir á 19. desember. Jólatónleikar Tónlistarskólans verða 6. desember nk. í kirkjunni.
Í tónlistarskólanum gengur allt sinn vanagang. Undirbúningur vortónleika er að hefjast en þeir verða 16. maí í kirkjunni. Í vor verða nokkur stigspróf á slagverk, málmblástur og í söng. Nemendur eru 50 þar af eru 6 nemendur eldri en 16 ára.
Lagt fram skóladagatal fyrir Tónlistarskólann 2018-2019. Skólanefnd leggur til að starfsdagar kennara skuli vera fimm eins og hjá grunnskólanum. Skólastjóri gerði grein fyrir því og starfsemi skólans. Alls voru 50 nemendur við nám í skólanum á þessu skólaári. Skólaslit verða 16. maí nk. að afstöðnum lokatónleikum. Skóladagatal 2018-2019 vísað til síðari umræðu.
Lagt fram skóladagatal 2018-2019, sem áður var til umfjöllunar á síðasta fundi skólanefndar. Skólastjóri gerði grein fyrir dagatalinu. Skóladagatal 2018-2019 samþykkt samhljóða.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju með stjórnendur og starfsmenn tónlistarskólans og þakkar fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.
Starfsemi tónlistarskóla.
Undir þessum sátu fundinn kennarar í tónlistarskólanum, þau Alexandra Sukhova, Baldur Orri Rafnsson, Linda María Nielsen og Sigurgeir Sigmundsson.
Farið yfir starfsemi skólans á vorönn og ýmsar framtíðarhugmyndir reifaðar.
3.2.
Úttekt á starfsemi.
Greint frá samþykkt bæjarstjórnar um gerð úttektar á tónlistarskólanum. Jafnframt kynnt rekstrarúttekt frá 2012 og reglugerð fyrir skólann.