140. fundur 28. nóvember 2017 kl. 16:30 - 18:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:

Málefni Grunnskólans
Sigurður G. Guðjónsson og Eydís Lúðvíksdóttir áheyrnarfulltrúi kennara.

Málefni Eldhamra
Sigurður G. Guðjónsson

Málefni Tónlistarskólans
Sigurður G. Guðjónsson

Málefni leikskólans:
Ingibjörg Þórarinsdóttir aðstoðarskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna.

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn ásamt áheyrnarfulltrúa kennara Eydísi Lúðvíksdóttur.

Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar varðandi árangur í samræmdum prófum eftir kjördæmum.

Kynnt nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2017-2018.
Nemendakönnunin fer fram í u.þ.b. 40 nemenda úrtökum sem dreift er samhverft yfir skólaárið þar sem fjöldi úrtaka fer eftir stærð hvers skóla fyrir sig. Þannig er hægt að skoða þróun einstakra þátta yfir langan tíma. Þátttaka margra skóla víðsvegar að af landinu gefur möguleika á að birta í hverjum skóla feril landsmeðaltals. Með þessu verða gögn hvers skóla samanburðarhæf en það er grunnur þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um viðbrögð í einstökum tilvikum.

Ennfremur farið yfir breytt skóladagatal 2017-2018 þannig að miðvikudagurinn 18. apríl bætist við sem vetrarfrísdagur og skólaslit verða föstudaginn 1. júní nk.
Skólanefnd hvetur til þess að vetrarfrí í skólum á Snæfellsnesi verði samræmt eins og kostur er.

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20.-10. júní og er skóladagatal grunnskóla Grundarfjarðar innan þeirra marka.

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun og lokaskýrsla Grundarfjarðarbæjar, vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, vegna félags Grunnskólakennara, sem send var ráðuneyti Menntamála 1. júní sl.
Vinna við greiningu og undirbúning umbótaáætlunarinnar var unnin af fulltrúum bæjarins og fulltrúum kennara.
Kennarar völdu sína fulltrúa, sem voru Anna Kristín Magnúsdóttir, Einar Þór Jóhannsson og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir og bæjarstjórn valdi fulltrúa bæjarins , sem voru Sigríður G. Arnardóttir, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Steinsson.

2.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni og mannahaldi en ráðinn hefur verið starfsmaður í tímabundna ráðningu til stuðnings á Eldhömrum.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn undir þessum lið. Gerði hann grein fyrir starfsemi Tónlistarskólans og lítilsháttar breytingu á skóladagatali þ.a. starfsdagur 15. nóv. færist yfir á 19. desember.
Jólatónleikar Tónlistarskólans verða 6. desember nk. í kirkjunni.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir þessum lið.
Aðstoðarleikskólastjóri fór yfir skýrslu leikskólans. Alls eru nemendur 47 í skólanum og 20 starfsmenn í 17 stöðugildum. Ráðið hefur verið í starf matráðs.
Almennt hefur starfið í skólanum gengið vel og hefur starfsfólkið verið að fá fræðslu af ýmsum toga. Má þar m.a. nefna námskeið með Ingrid Kulmann sem var á starfsdeginum 10. nóv. sl., þar sem fjallað var um samskipti og hvernig samskipti eru best innan skólans.
Þá var og fjallað um nám starfsmanna skólans og þörf á uppfærslu á reglum bæjarins í því sambandi.
Skólanefnd mælir með því að námsreglurnar verði yfirfarnar og endurnýjaðar.

5.Leikskólinn, viðhald

Málsnúmer 1710055Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf foreldraráðs leikskólans frá 29. okt. sl., varðandi ástand leikskólans.
Jafnframt lagt fram bréf bæjarins frá 3. nóv. sl., sem sent var foreldraráði, Heilbrigðiseftirliti og öðrum sem málið varðar. Að ósk Grundarfjarðarbæjar var kallað eftir úttekt Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á húsnæði leikskólans. Heilbrigðiseftirlitið hefur komið í skólann og gert úttekt á húsnæðinu.
Fyrir fundinum liggur úttektarskýrsla eftirlitsins, og er unnið í málinu til samræmis við hana.
Skólanefnd hvetur til þess að markvisst verði unnið að lagfæringum í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Fundi slitið - kl. 18:48.