142. fundur 07. maí 2018 kl. 16:30 - 19:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:
Málefni Grunnskólans Sigurður G. Guðjónsson og Anna Kristín Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi kennara

Málefni Eldhamra Sigurður G. Guðjónsson

Málefni Tónlistarskólans Sigurður G. Guðjónsson og Linda María Nielsen.

Málefni leikskólans Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi starfsmanna.

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla skólastjóra og gerði hann grein fyrir henni. Fór hann meðal annars yfir breytingar í starfsmannahaldi o.fl.
Bent var á mikilvægi þess að skoða sérstaklega aðstöðu fyrir heilsdagsskóla, þar sem fjölgun nemenda hefur verið mikil. Skólanefnd óskar eftir að skipuð verði sérstök starfsnefnd sem skoða skal mögulegar lausnir svo þjónusta heilsdagsskólans verði ekki skert.
Lagt er til að í nefndinni verði skólastjóri, starfsmaður heilsdagsskóla og fulltrúi skólanefndar. Nefndin getur kallað eftir áliti fagaðila eftir þörfum.
Útskrift grunnskólans er 1. júní nk.
Ennfremur lögð fram fundargerð skólaráðs frá 30. apríl varðandi skólapúls og skóladagatal.

Farið var yfir skóladagatalið og var skóladagatali 2018-2019, vísað til síðari umræðu.

Þá gerði skólastjóri sérstaka grein fyrir starfsmannakönnun grunnskóla 2017-2018. Skólinn kom vel út úr skólapúlsinum og er ánægjulegt að sjá hvað starfið gengur almennt vel.

2.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal Eldhamra fyrir 2018-2019. Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu.
Skólanefnd leggur til að starfsdagar kennara skuli vera fimm eins og hjá grunnskólanum.
Skólaslit Eldhamra verða 5. júní nk. Kennsla helst óbreytt fram að sumarfríi, sem er 25. júní nk.
Skóladagatal Eldhamra 2018-2019 var vísað til síðari umræðu.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Lagt fram skóladagatal fyrir Tónlistarskólann 2018-2019. Skólanefnd leggur til að starfsdagar kennara skuli vera fimm eins og hjá grunnskólanum.
Skólastjóri gerði grein fyrir því og starfsemi skólans. Alls voru 50 nemendur við nám í skólanum á þessu skólaári.
Skólaslit verða 16. maí nk. að afstöðnum lokatónleikum.
Skóladagatal 2018-2019 vísað til síðari umræðu.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla skólastjóra leikskólans Sólvalla. Skólastjóri fór yfir hana og gerði grein fyrir starfseminni. Í leikskólanum eru 20 starfsmenn í 18,13 stöðugildum.
Börnum hefur verið að fjölga í leikskólanum og eru þau alls 51.
Til skoðunar hefur verið stytting vinnuviku og finnst starfsfólki spennandi að prófa slíkt fyrirkomulag. Skólanefnd óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndum um styttingu vinnuvikunnar.
Ennfremur lagt fram skóladagatal leikskólans fyrir 2018-2019. Skóladagatali vísað til síðari umræðu.
Skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Skólanefnd leggur til að sérstakir starfsdagar í leikskólanum verði fimm talsins eins og í grunnskólanum.

Fundi slitið - kl. 19:31.