125. fundur 13. maí 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Una Ýr Jörundsdóttir (UYJ) formaður
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Friðrik Tryggvason (FT)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Skóladagatal
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015
1.1.
Skóladagatal.
Lagt fram skóladagatal leikskólans fyrir starfsárið 2015-2016.
1.2.
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015.
Leikskólastjóri kynnti starfsskýrslu skólaársins 2014-2015.
Leikskólastjóri kynnti jafnframt lítillega stefnu Montessori og lýsti áhuga á því að leikskólinn myndi taka upp þá stefnu.
Skólanefnd lýsir yfir stuðningi sínum við hugmynd leikskólastjóra og hvetur til að málið verði skoðað nánar.

2.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Skóladagatal
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015
Auglýsing um starf skólastjóra
2.1.
Skóladagatal.
Lagt fram skóladagatal grunnskólans fyrir starfsárið 2015-2016.
2.2.
Skýrsla skólastjóra starfsárið 2014-2015.
Skólastjóri grunnskólans fór yfir starfsskýrslu skólaársins 2014-2015 og kynnti ýmsar áætlanir sem uppfærðar hafa verið af starfsmönnum skólans.
Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir vel unnin störf í þágu skólans.
2.3.
Auglýsing um starf skólastjóra.
Lagt fram kynningar.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Skóladagatal
Skipulagsbreytingar
3.1.
Skóladagatal.
Lagt fram skóladagatal tónlistarskólans starfsárið 2015-2016.
3.2.
Skipulagsbreytingar.
Farið yfir rekstrarúttekt á tónlistarskólanum dags. í apríl 2015 og kynnt ákvörðun bæjarstjórnar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Skólanefnd styður ákvörðun bæjarstjórnar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

4.Menntavísindastofnun. Ráðstefna 21. maí nk. um skólabyggingar.

Málsnúmer 1505014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Önnur mál

Málsnúmer 1504026Vakta málsnúmer

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:30.