185. fundur 27. nóvember 2025 kl. 16:15 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Um er að ræða heimsókn og skoðunarferð skólanefndar í skóla- og íþróttahúsnæði.

1.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Farið var í heimsókn í húsnæði Tónlistarskóla Grundarfjarðar og það skoðað í fylgd Sigurðar Gísla Guðjónssonar skólastjóra og Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.



Linda María sagði frá endurbótum og helstu breytingum innanhúss í tónlistarskólanum og þeim ávinningi sem þessar breytingar fela í sér fyrir kennslu og alla aðstöðu skólans.

2.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Einnig var farið í heimsókn í kennslustofur leikskóladeildarinnar Eldhamra í fylgd Sigurðar Gísla skólastjóra og Kristínar Ölmu Sigmarsdóttur, deildarstjóra, sem fræddi okkur um starfsemina.



3.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Farið var í heimsókn í húsnæði Grunnskóla Grundarfjarðar og það skoðað í fylgd skólastjóra, Sigurðar Gísla Guðjónssonar. Einnig var farið í heimsókn í íþróttahúsið í fylgd Hinriks Konráðssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa.





Skoðaðar voru þær framkvæmdir á skólahúsnæði sem gerðar hafa verið í ár og síðustu ár, skoðuð almenn aðstaða til kennslu, og aðstaða heilsdagsskólans, bókasafn, eldhúsaðstaða og kennarastofa o.fl. Rætt almennt um starfsemina, rými hússins og aðstöðu.

Farið var í íþróttahúsið og rætt við Hinrik íþrótta- og tómstundafulltrúa. Skoðaðar voru endurbætur sem gerðar voru í búningsklefum sl. sumar og rætt um viðhaldsþörf hússins, einkum klæðningu og gluggaskipti, sem eru á döfinni, bætta hljóðvist sem unnið hefur verið að, lýsingu í íþróttasal ofl. Einnig var farið í tæknirými hússins og skoðaðar varmadælur og tæknibúnaður sem settur var upp og keyrir nú varmaorku inná kyndikerfi íþróttahúss, sundlaugar og skólamannvirkja. Frá 16. janúar 2025 hefur verið nýtt varmaorka og rafmagn, til kyndingar, í stað olíukyndingar áður.

Punktar teknir saman eftir heimsóknir og fært sem fundargerð. Samþykkis fyrir fundargerð aflað rafrænt hjá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:30.