Málsnúmer 2207008

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 163. fundur - 04.07.2022

Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra, með breytingum frá umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

Sigurður Gísli fór yfir skóladagatal Eldhamra og farið var yfir það.

Skóladagatal Eldhamra samþykkt samhljóða.
Hér vék Sigurður Gísli af fundi og var honum þakkað fyrir komuna.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

Skólanefnd - 164. fundur - 05.09.2022

Skólanefnd fór einnig og kíkti við í aðstöðu leikskóladeildarinnar Eldhamra, í fylgd Sigurðar skólastjóra.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

Skólanefnd - 169. fundur - 31.05.2023

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri sat fundinn áfram undir þessum lið.
Tillaga skólastjóra um skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra lögð fram til afgreiðslu.

Dagatalið er samþykkt af skólanefnd með fyrirvara um dagana þrjá í Dymbilviku, þ.e. 25., 26. og 27. mars. Tillagan gerir ráð fyrir að lokað verði á Eldhömrum þessa daga og er það lagt fram af skólastjóra sem leið til að mæta hluta af styttingardögum starfsfólks Eldhamra.

Skólanefnd mun taka fyrirkomulag þessara þriggja daga til nánari skoðunar og úrlausnar í samvinnu við skólastjórnendur og afgreiða fyrir lok október nk., m.a. samhliða umræðu um mótun nýrrar menntastefnu.

--
Skólastjóri sagði frá starfsemi Eldhamra, en á þessu ári bættust við, fyrr en venjulega og í áföngum, nemendur sem verða fimm ára á árinu. Aðlögun þeirra gekk vel. Skoða verður þarfir þeirra m.t.t. aðstöðu á skólalóð, en þann 11. febrúar sl. fauk geymsluskúr leikfanga þeirra í ofsaroki og á eftir að leysa þau mál fyrir komandi vetur.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans og Eldhamra

Skólanefnd - 170. fundur - 31.10.2023

Lagt fram skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra fyrir skólaárið 2023-2024, sjá bókun og afgreiðslu undir næsta dagskrárlið á undan.



Skólanefnd - 171. fundur - 13.02.2024

Þær Margrét Sif, Sigurborg Knarran, Hallfríður Guðný og Anna Kristín sitja fundinn áfram undir þessum lið.



Lagt fram skóladagatal fimm ára leikskóladeildarinnar Eldhamra.



Um afgreiðslu vísast til næsta dagskrárliðar á undan, m.a. um takmarkaða opnun Sólvalla og Eldhamra í Dymbilviku 2024.

Skólanefnd leggur til að Eldhamrar og Sólvellir skoði möguleika á samvinnu vegna leikskóladvalar í takmarkaðri opnun þessa daga.

Skólanefnd - 173. fundur - 08.04.2024

Drög að skóladagatali komandi skólaárs árs lögð fram.



Einnig minnispunktar skólastjóra um starfsemina.





Tillaga að skóladagatali 2024-2025 lögð fram og rædd.
Umræðu og ákvörðun um skóladagatal vísað til næsta fundar skólanefndar.

Skólanefnd - 174. fundur - 24.06.2024

Vísað er í umræður um næsta dagskrárlið á undan; framlögð innramatsskýrsla fyrir Eldhamra og grunnskóla.



Einnig lagt fram skóladagatal leikskóladeildarinnar Eldhamra.



Sömu gestir og undir dagskrárlið 2.



Undir dagskrárlið 2 var farið yfir innramatsskýrsluna.

Skóladagatal Eldhamra lagt fram og rætt.
Í ljósi umræðu um skóladagatal Leikskólans Sólvalla leggur skólanefnd áherslu á að endanlegt dagatal Eldhamra taki einnig mið af nýjum, komandi kjarasamningum og að höfð verði þá hliðsjón af dagatali Leikskólans Sólvalla.

Skólastjóri mun uppfæra dagatalið með hliðsjón af umræðum fundarins.