Málsnúmer 2207007

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 163. fundur - 04.07.2022

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri var gestur fundarins undir dagskrárliðum 4, 5 og 6 og var hann boðinn velkominn.

Lagt fram til afgreiðslu skóladagatal tónlistarskólans, en það var lagt fram til umræðu á 162. fundi skólanefndar í apríl sl.

Sigurður Gísli kynnti skóladagatal tónlistarskólans og farið var yfir það.

Skóladagatal tónlistarskólans samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri - mæting: 17:00

Skólanefnd - 164. fundur - 05.09.2022

Skólanefnd heimsótti tónlistarskólann og hitti þar Lindu Maríu Nielsen, aðstoðarskólastjóra.
Húsnæði og aðstaða tónlistarskólans var skoðað og rætt við Lindu Maríu um starfsemina.
M.a. var skoðað herbergi sem upphaflega var innréttað sem upptökuherbergi, innaf salnum í innra rými. Nú er búið að hljóðeinangra herbergið betur, þannig að hljóð úr íþróttahúsinu berist síður niður. Ætlunin er að hafa þar hljóðver, sem nýta má fyrir upptökur, bæði fyrir nemendur tónlistar- og grunnskóla. Dæmi er nefnt um að taka megi upp tónlist en líka hlaðvarpsefni og annað talað mál.

Gestir

  • Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla

Skólanefnd - 169. fundur - 31.05.2023

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri sat fundinn áfram undir þessum lið, ásamt Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans.

Tillaga um skóladagatal Tónlistarskólans skólaárið 2023-2024 lögð fram til afgreiðslu og fór Linda María yfir hana.

Skólanefnd samþykkir framlagða tillögu að skóladagatali.

---

Linda María gerði grein fyrir helstu atriðum úr starfi tónlistarskólans, sem hún hafði tekið saman eins og hér segir:

Í vetur var tekið inn nýtt rafrænt skólakerfi, Viska, og hefur það gengið vel.

Skólaárið hófst á starfsdögum og einn þeirra var sameiginlegur með tónlistarskólanum í Stykkishólmi og í Ólafsvík. Var farið til Reykjavíkur og Tónstofa Valgerðar var heimsótt, með fræðslu um kennslu nemenda með ýmsar fatlanir. Einnig var Össur skólastjóri í skólahljómsveit Kópavogs heimsóttur, nýtt og glæsilegt húsnæði þeirra skoðað.

Í september var stór tónlistarskólaráðstefna í Hörpu, sem var mjög fróðleg og mörg áhugaverð erindi.

Aðstoðarskólastjóri sótti góða haustráðstefnu STS á Höfn og var gott að hitta aðra stjórnendur í tónlistarskólum.

Nemendur komu fram á aðventudegi Kvenfélagsins í samkomuhúsinu í byrjun desember sl.

Jólatónleikarnir voru 7. desember í kirkjunni, mjög hátíðlegir og flottir.

Farið var á Fellaskjól í desember með tónlistarflutning og á Þorláksmessu sungu nemendur við Græna kompaníið.

Í janúar voru foreldraviðtöl.

Fimm ára nemendur leikskóladeildarinnar Eldhamra sóttu tónlistartíma hjá Alexöndru í vetur.

Sú nýjung var tekin upp að bjóða raftónlist í vali á unglingastigi í grunnskólanum, í umsjón Valbjörns. Gekk áfanginn vel og áhuginn var mikill. Síðustu vikur nýttu strákarnir sér frímínútur, hádegishlé og verkefnatíma til að vinna að sínu eigin lagi.

Í febrúar sáu nemendur tónlistarskólans um tónlist í æskulýðsmessu sem tekin var upp fyrir RÚV og henni útvarpað sunnudaginn 5. mars sl. Fengu nemendur og allir sem tóku þátt í þessari messu mikið lof fyrir.

Nemendur komu fram á 1. maí skemmtun í samkomuhúsinu.

Nemendatónleikar voru á vegum hvers kennara í maí. Tókust þeir allir mjög vel og voru vel sóttir. Skólaslit og vortónleikar voru svo 17.maí í kirkjunni.

Landsmót skólalúðrasveita sem átti að vera í Vestamannaeyjum í maí var frestað og verður skoðað með að halda mótið snemma í haust. Í staðinn var sameiginlegur æfingadagur í Stykkishólmi og fóru fimm nemendur frá Grundarfirði. Þar var mjög gaman og mikill lærdómur fyrir alla nemendur.

Einn nemandi spilaði í fermingarmessunni sinni á Hvítasunnudag.

Innritun fyrir næsta skólaár hófst þriðjud 23. maí og stendur til 1. júní. Nú er sótt um í gegnum skólakerfið Visku.

Undirbúningur fyrir næsta skólaár gengur vel, umsóknir eru að koma inn.
Í ágúst liggur fyrir hvernig árið verður, m.t.t. vals í grunnskólanum þar sem verið er að bjóða upp á raftónlistarbraut. En undirbúningur fyrir raftónlistarbraut er vel á veg kominn.

Að loknum umræðum var Lindu Maríu þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

Gestir

  • Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans