Málsnúmer 2002037

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Lagt fram til kynningar bréf Unicef frá 30. janúar sl. um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Bæjarráð - 581. fundur - 12.01.2022

Marín Rós Eyjólfsdóttir, samskiptastjóri innanlandsdeildar hjá Unicef á Íslandi sat fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat fundinn undir þessum lið Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Marín Rós kynnti innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gegnum verkefnið Barnvæn sveitarfélög.

Marín Rós var þakkað fyrir góða kynningu um áhugavert verkefni.

Umræður urðu um verkefnið, sem fundarmönnum líst afar vel á.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um hvort Grundarfjarðarbær eigi að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög verði tekin á næsta fundi.

Bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka saman upplýsingar um mögulegt umfang, fyrirkomulag og ávinning af verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Marín Rós Eyjólfsdóttir - mæting: 16:30
  • Ólafur Ólafsson - mæting: 16:30

Íþrótta- og tómstundanefnd - 103. fundur - 20.01.2022

Til kynningar og umsagnar hjá nefndinni, sbr. umræður og bókun á 581. fundi bæjarráðs 12. janúar sl.
Nefndinni líst vel á að Grundarfjarðarbær taki þátt í þessu verkefni og mælir með því.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Lögð fram gögn frá bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa með upplýsingum um mögulegt umfang, fyrirkomulag og ávinning af því að gerast Barnvænt sveitarfélag.

Tekin fyrir tillaga bæjarráðs sem leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um hvort Grundarfjarðarbær eigi að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög verði tekin á næsta fundi.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Grundarfjarðarbær taki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka að sér umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 104. fundur - 21.02.2022

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar sl. að hefja innleiðingu verkefnis um barnvænt sveitarfélag, sem UNICEF á Íslandi sér um, fyrir hönd félags- og barnamálaráðuneytis.

Stefnt er að undirritun samkomulags um verkefnið, með barnamálaráðherra og Unicef þann 11. mars nk.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu og næstu skref.

Á fundi þann 10. febrúar sl. voru tilnefndir tveir fulltrúar úr bæjarstjórn í starfshóp um Barnvænt sveitarfélag.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur unnið að því að finna fulltrúa barna og ungmenna í starfshóp verkefnisins og í ungmennaráð bæjarins. Auk þess verða starfsmenn bæjarins í þeim hópi.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar þessu framtaki um barnvænt sveitarfélag.

Bæjarráð - 585. fundur - 22.03.2022

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur bæjarins við mennta- og barnamálaráðherra og UNICEF frá 11. mars 2022.
Ennfremur til kynningar handbók um hlutverk umsjónarmanns og stýrihóps.

Bæjarstjóri sagði frá því að íþrótta- og tómstundafulltrúi vinni að undirbúningi vegna innleiðingar sveitarfélagsins á verklagi barnvænna sveitarfélaga. Meðal annars er unnið að því að fá börn og ungmenni í ungmennaráð, en skipa þarf viðbótarfulltrúa í það.

Ungmennaráð - 7. fundur - 21.03.2023

Ólafur fór yfir verkefnið um barnvæn sveitarfélög og þátttöku Grundarfjarðarbæjar í því.
Ungmennaráði líst vel á að Grundarfjarðarbær taki þátt í þessu verkefni.

Ungmennaráð - 9. fundur - 11.10.2023

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir innleiðingaferli og hlutverk ungmennaráðs í verkefni um Barnvænt sveitarfélag.Ráðinu líst vel á að Grundarfjarðarbær sé þátttakandi í þessu verkefni og tók vel í að eiga fulltrúa í stýrihópi verkefnisins.

Ákveðið var að Telma og Sólveig yrðu fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundi Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu 2. nóvember nk.

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar af vinnufundum stýrihóps verkefnisins um Barnvænt sveitarfélag; fundir frá 4. desember 2023 og 12. janúar sl.