Kæru íbúar!

Uppfært kl. 23:00 miðvikudag 9. febrúar 2022: 

Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni HVE nú í kvöld bættust 7 ný smit við hjá okkur í dag. Alls eru 18 skráð í einangrun núna í Grundarfirði og 3 til viðbótar sem dvelja annarsstaðar. Í smitgát eða sóttkví eru alls 21 manns. 

Sýnum áfram aðgát og gætum sóttvarna. Þó að reglur um sóttkví hafi verið rýmkaðar, þá gilda áfram sömu meginreglur og áður. Leiðbeiningar frá sóttvarnayfirvöldum eru að ef börn hafa einkenni eru foreldrar hvattir til að halda þeim heima og fara með þau í PCR-próf áður en mætt er aftur í leik- eða grunnskóla. 

---

Hér er yfirlit yfir stöðu mála og þjónustu hjá stofnunum Grundarfjarðarbæjar og fleirum.

Fyrst sett inn mánudag 22. nóv.  ---  Uppfært 5. febrúar 2022:

Eftirfarandi gildir: 

Leikskólinn Sólvellir

  • Foreldrar noti grímur og spritti sig þegar þeir koma inní anddyri með börnum sínum
  • Áfram gildir að forráðamönnum er ekki heimilt að koma inná deildir þegar þeir sækja börn sín.  
  • Mælst er til að aðeins einn í einu fylgi barninu, þar sem anddyrið og fatahengi er þröngt og fólk beðið að sýna tillitssemi og gefa öðrum rými í fatahengi.  
  • Í samræmi við skilaboð sóttvarnayfirvalda þá er almenna reglan sú að ef börn eru með einkenni skuli þau fara í PCR-próf áður en komið er aftur í leikskólann. Forráðamönnum er einnig bent á netspjall inná vefnum heilsuvera.is og vefnum covid.is um frekari leiðbeiningar.  
  • Foreldrar eru beðnir að tilkynna um forföll eins tímanlega og hægt er. 

Grunnskóli, heilsdagsskóli, tónlistarskólinn og leikskóladeildin Eldhamrar

  • Foreldrar noti grímur og spritti sig ef þeir eiga erindi inní anddyri með börnum sínum.
  • Mælst er til þess að foreldrar komi komi ekki inní stofur eða önnur rými skólans.
  • Í samræmi við skilaboð sóttvarnayfirvalda þá er almenna reglan sú að ef nemendur eða starfsfólk hefur einkenni eiga þau að halda sig heima og fara í PCR-próf áður en mætt er aftur í skólann.
  • Forráðamönnum er einnig bent á netspjall inná vefnum heilsuvera.is og vefnum covid.is um frekari leiðbeiningar. 

Æfingar UMFG

Íþróttahús og heitir pottar

  • Gestir noti grímur og spritti sig í anddyri og klefum.
  • Eins metra regla og fjöldatakmörk í pottunum; þrír gestir í litla pottinum og fimm í þeim stóra, nema um skylda/tengda aðila sé að ræða. 

Félagsmiðstöðin Eden

  • Sömu reglur gilda í frístundastarfi og í skólum. 

Bókasafnið, Sögumiðstöðin og félagsstarf á vegum félagasamtaka í húsinu

Ráðhús-bæjarskrifstofa

Grundarfjarðarhöfn, áhaldahús og slökkvilið 

  • Óbreytt starfsemi, en starfsstöðvar eru lokaðar fyrir öðrum en starfsmönnum. 
  • Samningur er milli slökkviliða á Snæfellsnesi um útköll.   

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

  • Almennar sóttvarnareglur. Sjá www.fsn.is 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól

  • Frá og með 1. febrúar eru heimsóknarreglur þannig:
  • Miðað er við 2 gesti á dag á hvern heimilismann. Sami gestur í 7 daga, 1 klst á dag og mælst til þess að ættingjar tali saman. Þetta verður endurmetið eftir aðstæðum.
  • Gestir þurfa að vera með grímur á sér allan tímann. Ekki koma í heimsókn ef gestir hafa einhver einkenni eða nýkomin úr ferðalagi.
  • Muna jafnframt hefðbundnar sóttvarnarreglur.
  • Vegna breytinga á reglum um sóttkví er því miður ekki hægt að opna strax fyrir heimsóknir 18 ára og yngri.
  • Í boði er einnig að ná í heimilisfólk í gegnum myndsíma með aðstoð starfsfólks.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
  • Sími félags- og skólaþjónustunnar, 430 7800, er öllum opinn kl. 9:00-15:30 virka daga, ef einhverjar spurningar vakna.
  • Félags- og skólaþjónustan minnir einnig á hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd heitið og hann er ókeypis.

Ef einkenni - förum í skimun

Skilaboð frá embætti landlæknis og sóttvarna hjá HVE eru þessi:

  • Ef við finnum fyrir einkennum, þá eigum við umsvifalaust að panta okkur tíma í skimun. Ekki giska - látum tékka! 
  • Hér má lesa um hver einkenni Covid-19 eru.  
  • Þetta gildir jafnvel þó við séum bólusett. 
  • Munum líka, að börnin eru oft alveg einkennalaus. Ef þau hafa verið í nánum samskiptum við smitaða, þá er æskilegt að taka heimapróf eða/og hraðpróf hjá heilsugæslustöðinni.
  • Bóka má tíma með því að hringja á heilsugæslustöðina í síma 432-1350 eða fara inná "mínar síður" á heilsuvera.is  
  • Ef við höfum spurningar og höfum tök á því, þá er gott að nota netspjallið á heilsuvera.is eða covid.is  

Sóttvarnir

Stillum snertingu í hóf og þvoum okkur oft um hendurnar. Það er einfalt og mjög áhrifaríkt að spritta. Notum grímur. Virðum samkomutarkmarkanir.  

Verslunarferðir og aðrar nauðsynjar

Það má hafa samband við Rauða kross deildina í Grundarfirði ef fólk kemst ekki í búð eða vantar aðrar nauðsynjar.
Hafa má samband við formann deildarinnar, Sævöru Þorvarðardóttur, í síma 869-5628 eða í netfangið formadur.grundarfjordur@redcross.is 
Sjá upplýsingar hér. 

Eins hafa sumir verslunar- og veitingamenn boðið heimsendingu. 

Að lokum

Við skulum áfram sýna okkar bestu hliðar og sinna því sem þarf til að hindra útbreiðslu smita, okkar sjálfra vegna og allra hinna.   

Með hlýrri kveðju,

Björg, bæjarstjóri