Tilkynning frá Grundarfjarðardeild Rauða krossins
Tilkynning frá Grundarfjarðardeild Rauða krossins

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauði kross Íslands, Grundarfjarðardeild, vill koma því á framfæri að þau sem eru í sóttkví eða einangrun geta fengið aðstoð frá félögum í Grundarfjarðardeild Rauða krosssins við að nálgast aðföng úr verslunum, lyf eða aðrar nauðsynjar. Hafa má samband við formann deildarinnar, Sævöru Þorvarðardóttur, í síma 869-5628 eða í netfangið formadur.grundarfjordur@redcross.is 

Einnig er minnt á að hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. 
Um Hjálparsímann á pólsku:  https://www.raudikrossinn.is/1717/polski/