Málsnúmer 1406022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 145. fundur - 25.06.2014

Guðbrandur G. Garðarsson kt.270967-4859 sækir um fyrir hönd Narfeyrarstofu ehf kt.501207-1440 að flytja húsið Bjargarstein á lóðina og bæta við viðbyggingu. samkv. uppdrætti frá Tækniþjónustunni ehf kt.601200-2440.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en leggur til að byggingin verði grenndarkynnt samkvæmt skipulagslögum 123/2010 gr.44 þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grenndarkynnt verður fyrir Sólvöllum 13, 17 og 17a.
Óskað er eftir fullunnum aðaluppdráttum fyrir næsta fund samkvæmt gr.2.4.1 og kafla 4.2 og 4.3 í byggingarreglugerð nr.112/2012 með síðari breytingum. Samþykki eiganda skv. gjaldendaskrá þarf líka að fylgja með umsókninni.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 146. fundur - 13.08.2014

Guðbrandur G. Garðarsson kt.270967-4859 sækir um fyrir hönd Narfeyrarstofu ehf kt.501207-1440 að flytja húsið Bjargarstein á lóðina og bæta við viðbyggingu. samkv. uppdrætti frá Tækniþjónustunni ehf kt.601200-2440. Erindi frestað á fundi 145. og óskað eftir grenndarkynningu. Grenndarkynningu lauk 23.júlí 2014 og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 148. fundur - 15.10.2014

Sótt er um stækkun á áður samþykkum uppdráttum upp á um 6.5m² og breytingu á afstöðumynd samkvæmt uppdráttum frá TSÓ tækniþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna en leggur áherslu á að 4m bil verði á milli grjótgarðs og lóðarmarka, þar sem áætlaður er göngu og hjólastígur.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 149. fundur - 05.11.2014

Sótt er um óverulega breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Uppdrættir frá TSÓ tækniþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 156. fundur - 06.05.2015

Olga Snædís Einarsdóttir kt.140260-7899 fyrir hönd Bolli ehf kt.570415-1230 sækir um að breyta núverandi og nýbyggingu við Sólvelli 15 í veitingarekstur/veitingastað samkvæmt uppdráttum frá TSO tækniþjónustu ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu vegna ófullnægjandi uppdrátta. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við hönnuð/eigendur um úrlausnir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 157. fundur - 10.06.2015

Olga Snædís Einarsdóttir kt.140260-7899 fyrir hönd Bolli ehf kt.570415-1230 sækir um að breyta núverandi og nýbyggingu við Sólvelli 15 í veitingarekstur/veitingastað samkvæmt uppdráttum frá TSO tækniþjónustu ehf. Erindi frestað á fundi 156.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.