148. fundur 15. október 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að bæta tveimur málum á áður senda dagskrá, Grundargötu 8 og Sólvellir 15. Samþykkt samhljóða.

1.Búnaðarfélag Eyrarsveitar - ljósastaurar

Málsnúmer 1409026Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umfjöllun um tölvupóst dags. 12.08.2014 frá Búnaðarfélagi Eyrarsveitar. Tillaga um að setja upp ljósastaura á bæi sem eru í byggð í sveitarfélaginu samanber eins og á bæjum í nágrannasveitarfélögum.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að þetta verði unnið í samráði með Rarik.

2.Búnaðarfélag Eyrarsveitar - Fjárrétt

Málsnúmer 1409027Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umfjöllun um tölvupóst dags. 12.08.2014 frá Búnaðarfélagi Eyrarsveitar. Umsókn um að koma upp bráðabirgðarétt úr timbri eða járni til að nota í göngum á haustin í landi Hrafnkelsstaða.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og óskar eftir drögum að tillögu og afstöðumynd með.

3.Deiliskipulag vestan Kvernár

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Fyrstu drög að stækkun á deiliskipulagi vestan Kvernár.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar sem umsögn Landsnets og Rarik liggur ekki fyrir. En leggur til að hafin verði vinna að breytingu á aðalskipulagi sem unnin verði samhliða deiliskipulaginu.

4.Grundargata 8 - Sólpallur/stétt

Málsnúmer 1410011Vakta málsnúmer

Ingi Hans Jónsson, kt.240255-7749 sækir um byggingarleyfi fyrir palli o.fl. við enda stéttar á norðurhlið Grundargötu 8 samkv. skissu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

5.Sólvellir 15 - byggingarleyfi

Málsnúmer 1406022Vakta málsnúmer

Sótt er um stækkun á áður samþykkum uppdráttum upp á um 6.5m² og breytingu á afstöðumynd samkvæmt uppdráttum frá TSÓ tækniþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna en leggur áherslu á að 4m bil verði á milli grjótgarðs og lóðarmarka, þar sem áætlaður er göngu og hjólastígur.

6.Sólvellir 17a - umsókn um stöðuleyfi á gám

Málsnúmer 1410006Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Klakkur sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sólvelli 17a.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið með fyrirvara um skriflegt samþykki lóðarhafa Sólvalla 17, þar sem gámurinn fer inn á þeirra lóð.

7.Slökkvilið - umsókn um stöðuleyfi á gám

Málsnúmer 1409004Vakta málsnúmer

Valgeir Magnússon kt.090867-4159 sækir um fyrir hönd slökkviliðs Grundarfjarðar um stöðuleyfi fyrir æfingargám slökkviliðsins samkvæmt skissu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið.

8.Gæðakerfi Byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1410005Vakta málsnúmer

Drög að gæðakerfi fyrir byggingarfulltrúa.
Lagt fram.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að framvegis verði öll gögn og fundir skipulags- og umhverfisnefndar rafrænir þar sem öll gögn verða einungis send út á fundamannagátt. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:00.