Málsnúmer 1501049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 181. fundur - 15.01.2015

Til máls tóku EG, ÞS, RG, EBB og JÓK.
Kynnt voru áform stjórnar hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls um nýbyggingu við heimilið. Bæjarstjórn styður að unnið verði áfram að undirbúningi og hönnun verkefnisins og að leitað verði heppilegustu leiða til fjármögnunar í samvinnu við ríkisvaldið.
Framkvæmdin er í fullu samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða í sveitarfélaginu.

Bæjarráð - 476. fundur - 22.10.2015

Lagt fram bréf frá stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu við dvalarheimilið. Unnið er að hönnun viðbyggingarinnar. Áætlað er að unnið verði að grunni árið 2016, að húsið verði reist árið 2017 og innréttingar verði gerðar árið 2017-2018. Ráðgert er að ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun vorið 2018.
Í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar byggingarnefndar Grundarfjarðar.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir og vísar endanlegri afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar og leggur til að kostnaður vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar verði felldur niður.

Bæjarráð - 479. fundur - 15.12.2015

Lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dvalarheimilið Fellaskjól, en til stendur að byggja sex hjúkrunaríbúðir við heimilið.

Jafnframt lagt fram minnisblað frá fundi með forsvarsmönnum Dvalarheimilisins Fellaskjóls, bæjarins og Framkvæmdasýslu ríkisins frá 9. des. sl., þar sem fram kemur að heildarkostnaður við verkefnið er talinn mun meiri en í upphafi var áætlað.

Bæjarstjóra falið að ræða nánar við stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls um hvernig best verður staðið að framvindu mála í samvinnu við ríkisvaldið.

Bæjarráð - 480. fundur - 28.01.2016

Lagt fram bréf formanns stjónar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. janúar sl., varðandi viðbótarumsókn stjórnarinnar í Framkvæmdasjóð aldraðara til samræmis við nýja og hærri kostnaðaráætlun, vegna fyrirhugaðara byggingarframkvæmda við Fellaskjól. Óskar stjórnin eftir því að fá endurnýjaða staðfestingu á þáttöku bæjarins í framkvæmdunum.
Bæjarráð Grundarfjarðar bendir á fyrri samþykkt bæjarstjórnar stendur, þar sem miðað er við 40 % framlag úr Framkvæmdasjóði á móti 60 % framlagi rekstraraðila til slíkra bygginga.
Jafnframt vill bæjarráð benda á möguleika á því að sækja um 45 % ríkisframlag til viðbótar við 40 % framlag frá Framkvæmdasjóði.

Bæjarráð - 482. fundur - 07.04.2016

Lagt fram bréf bæjarins til Fellsskjóls frá 30.03.2016 ásamt lánsloforði Arionbanka til handa Fellaskjóli.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa málsmeðferð.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Lögð fram fundargerð bygginganefndar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 26. apríl sl. Þar kemur fram að áætlað er að hefjast handa við viðbyggingu við dvalarheimilið í sumar. Ákveðið er að klára grunn hússins í sumar, þ.e. að grafa fyrir og steypa sökkla, leggja allar lagnir og keyra í grunninn, sem mun standa þannig í vetur og síðan verður leitað tilboða í forsteyptar einingar með plötu, ásamt veggjum og þakvirki sem mun koma næsta vor.

Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við Fellaskjól séu í augsýn. Jafnframt er hvatt til þess að allra leiða verði leitað til þess að tryggja sem hagkvæmasta fjármögnun verksins.

Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að finna stað fyrir efnislosun.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 499. fundur - 24.05.2017

Gerð grein fyrir erindi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við heimilið.

Bæjarstjóra falið að ræða málið við formann stjórnar Fellaskjóls.

Samþykkt samhljóða.