Málsnúmer 1610010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 490. fundur - 13.10.2016

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana bæjarins.

Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 491. fundur - 20.10.2016

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 490. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 200. fundur - 08.12.2016

Lagðar fram tillögur að helstu þjónustugjaldskrám bæjarins. Um er að ræða gjaldskrá hafnarinnar, álagningarákvæði fasteignagjalda, gjaldskrá bókasafnsins, byggingaleyfisgjöld, fráveitu, búfjáreftirlit, garðslátt, sundlaug og íþróttahús, heilsdagsskóla, hunda- og kattahald, skólamálsverði, gjaldskrá slökkviliðs, sorpgjöld, tjaldsvæði, tónlistarskóla og gjaldskrá fyrir afnot húsnæðis bæjarins.

Farið yfir gjaldsskrárnar en áður hefur verið fjallað um þær á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Þjónustugjaldskrár samþykktar samhljóða.

Bæjarráð - 493. fundur - 22.12.2016

Lögð fram til kynningar tvö bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 19. des. sl. varðandi staðfestingu gjaldskráa.