Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 490. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.
Lagðar fram tillögur að helstu þjónustugjaldskrám bæjarins. Um er að ræða gjaldskrá hafnarinnar, álagningarákvæði fasteignagjalda, gjaldskrá bókasafnsins, byggingaleyfisgjöld, fráveitu, búfjáreftirlit, garðslátt, sundlaug og íþróttahús, heilsdagsskóla, hunda- og kattahald, skólamálsverði, gjaldskrá slökkviliðs, sorpgjöld, tjaldsvæði, tónlistarskóla og gjaldskrá fyrir afnot húsnæðis bæjarins.
Farið yfir gjaldsskrárnar en áður hefur verið fjallað um þær á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.